9. janúar 2011
Guðmundur Kristinsson, föðurbróðir minn, hélt uppá 80 ára afmælið sitt í dag. Veislan var haldin í Riverside á Hótel Selfoss sem er afskaplega fallegur salur með miklu og góðu útsýni yfir Ölfusá. Í afmælinu voru Guðmundur og Ásdís ásamt Sigríði Jónsdóttur, miðli, gerð að fyrstu heiðursfélögum Sálarrannsóknafélags Íslands. Magnús Skarphéðinsson gerði grein fyrir þessum heiðri og hélt um leið leiftrandi skemmtilega ræðu. Vel til fundið þar sem Guðmundur hefur verið ötull í skrifum sínum og rannsóknum á framhaldslífinu. Bókin hans Sumarlandið sem kom út núna fyrir jólin seldist upp þó nokkuð fyrir jól og enn er mikið spurt um hana. Hann ætlar sér að prenta annað upplag í febrúar.
En í veislunni var margt góðra gesta bæði ættingjar og vinir. Það var sérlega gaman fyrir okkur ættingjana að hittast núna aftur núbýin að vera á þessu fína ættarmóti Sandvíkurættarinnar. Það er heldur skemmtilegra að hittast við svona tilefni heldur en eingöngu við jarðarfarir en þannig var þetta orðið áður.
Gauji frændi samdi þessa fínu vísu um Frænda sem hann endaði ræðu sína á í dag:
Um Bankaveginn braut hans liggur
bókari andans, prestum styggur
Við Ölfusbakka dulúð dvelur
drýpur úr penna, andann elur.
Í kvöld fórum við fjölskyldan að sjá Klovn, þá umtöluðu mynd. Það er klárlega hægt að hlægja að endemis vitleysunni í þeim félögum en þeir hljóta að hugsa á einhverjum óskiljanlegum brautum þessir ruglustampar ! ! !
Hér er óborganlegt viðtal sem Caspar tók við Frank í Aloha þættinum. Segi það aftur, þeir eru ekki í lagi!
En í veislunni var margt góðra gesta bæði ættingjar og vinir. Það var sérlega gaman fyrir okkur ættingjana að hittast núna aftur núbýin að vera á þessu fína ættarmóti Sandvíkurættarinnar. Það er heldur skemmtilegra að hittast við svona tilefni heldur en eingöngu við jarðarfarir en þannig var þetta orðið áður.
Gauji frændi samdi þessa fínu vísu um Frænda sem hann endaði ræðu sína á í dag:
Um Bankaveginn braut hans liggur
bókari andans, prestum styggur
Við Ölfusbakka dulúð dvelur
drýpur úr penna, andann elur.
Í kvöld fórum við fjölskyldan að sjá Klovn, þá umtöluðu mynd. Það er klárlega hægt að hlægja að endemis vitleysunni í þeim félögum en þeir hljóta að hugsa á einhverjum óskiljanlegum brautum þessir ruglustampar ! ! !
Hér er óborganlegt viðtal sem Caspar tók við Frank í Aloha þættinum. Segi það aftur, þeir eru ekki í lagi!
Comments:
Skrifa ummæli