10. janúar 2011
Dagurinn byrjaði ekki sérlega vel. Heitavatnslaust var í húsinu þegar við vöknuðum í morgun. Fátt ergir mig meira en eitthvað vesen í morgunsárið. Síðan kom í ljós að frosið hafði í lögnunum sem var heldur verra. Tókst þó að þíða þetta upp í morgun. Þannig að skapið hlýtur að verða betra í fyrramálið :-)
Fundur með Magnúsi frá Mariteck í morgun. Hann kynnti okkur nýja uppfærslu á bókhaldsforritinu Navision og viðbætur sem mögulegar eru á því. Þarna sáum við ákveðna möguleika sem munu auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum jafnframt því að spara peninga fyrir bæjarfélagið og við munum eðlilega skoða þetta ítarlega í kjölfarið.
Eftir hádegi var fundur í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar erum við Guðríður Arnardóttir í Kópavogi fulltrúar stjórnarinnar. Þetta var góður fundur þar sem farið var yfir þau markmið sem Sambandið vill setja vegna komandi kjarasamninga.
Náði í sund síðdegis áður en haldið var á fund meirihlutans í kvöld. Nú þurfum við að setja okkur í gírinn eftir jólafríið. Reyndar varð það nú eiginlega ekki neitt því bæjarstjórn fundaði milli jóla og nýárs og bæjarráð hittist í síðustu viku. En með nýju ári koma ný verkefni og það er alltaf gaman að því ...
Fundur með Magnúsi frá Mariteck í morgun. Hann kynnti okkur nýja uppfærslu á bókhaldsforritinu Navision og viðbætur sem mögulegar eru á því. Þarna sáum við ákveðna möguleika sem munu auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum jafnframt því að spara peninga fyrir bæjarfélagið og við munum eðlilega skoða þetta ítarlega í kjölfarið.
Eftir hádegi var fundur í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar erum við Guðríður Arnardóttir í Kópavogi fulltrúar stjórnarinnar. Þetta var góður fundur þar sem farið var yfir þau markmið sem Sambandið vill setja vegna komandi kjarasamninga.
Náði í sund síðdegis áður en haldið var á fund meirihlutans í kvöld. Nú þurfum við að setja okkur í gírinn eftir jólafríið. Reyndar varð það nú eiginlega ekki neitt því bæjarstjórn fundaði milli jóla og nýárs og bæjarráð hittist í síðustu viku. En með nýju ári koma ný verkefni og það er alltaf gaman að því ...
Comments:
Skrifa ummæli