2. janúar 2011
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu' í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Mín sál, því örugg sértu
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
Comments:
Skrifa ummæli