8. janúar 2011
Erfiður en fallegur dagur að baki. Biskupstungurnar skörtuðu sínu fegursta þegar við kvöddum hana Öddu í dag. Útförin fór fram í Skálholtsdómkirkju en jarðsett var í Haukadal. Frostið sem ríkt hefur lét undan og það gerði líka rok beljandinn sem herjað hefur undanfarna daga. Stundin í kirkjugarðinum var yndisleg og fallegt að heyra viðstadda syngja "Blessuð sértu sveitin mín". Það var afar vel við hæfi. Það var líka vel við hæfi að syngja um smávini fagra í útförinni en mér skilst að það sé venja í Tungunum þegar konur eru kvaddar hinstu kveðju. Smávinirnir hennar Öddu úr dýraríkinu hefðu svo sannarlega kvatt hefðu þeir getað! En mikill fjöldi fólks kvaddi yndislega konu í dag. Hennar verður sárt saknað.
Þetta er yndislegt lag ...
Þetta er yndislegt lag ...
Comments:
Skrifa ummæli