24. janúar 2011
Tveir afskaplega góðir fundir í dag. Fyrst með starfsmönnum leikskólans Óskalands og síðan með starfsmönnum Undralands. Á báðum stöðum ræddi ég við starfsmenn um fjárhagsáætlun, starf leikskólans og ýmislegt annað bar á góma. Það var sérlega ánægjulegt að heyra jákvætt, metnaðarfullt og gott viðhorf starfsmanna. Það var því góður samhljómur með viðhorfi foreldra til starfseminnar sem undantekningalaust er jákvætt.
Skipulagði vikuna framundan, svaraði tölvupóstum og fleira sem tilheyrir í upphafi vinnuvikunnar.
Fámennur en góðmennur meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir ýmis mál, m.a. þriggja ára áætlun sem ljúka á í febrúar.
------------------------
Það er gaman að geta þess að hún Slavica sem spilar með kvennaliði Hamars hér í Hveragerði var valin körfuknattleikskona Makedóníu árið 2010, en tilkynnt var um valið á laugardaginn síðasta. þetta er mikill heiður fyrir hana og ekki síður ánægjulegt fyrir Hamar að jafn góður íþróttamaður og hún skuli spila með liðinu. Þær unnu líka enn einu sinni glæsilega á laugardaginn, nú gegn Keflavík 93-65. Enn ósigraðar í deildinni. Það var mikið fjör í húsinu og full ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikina með stelpunum.
Sáum Rokland í gærkvöldi. Skagfirðingurinn varð auðvitað að dást að Skagafirði enda full ástæða til. Myndin var fín og vel þess virði að skreppa í bíó til að sjá hana þessa. Vandræðalegar þagnir sem hafa verið einkennismerki íslenskra bíómynda eru alveg að vera útdauðar, það er gott...
Skipulagði vikuna framundan, svaraði tölvupóstum og fleira sem tilheyrir í upphafi vinnuvikunnar.
Fámennur en góðmennur meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir ýmis mál, m.a. þriggja ára áætlun sem ljúka á í febrúar.
------------------------
Það er gaman að geta þess að hún Slavica sem spilar með kvennaliði Hamars hér í Hveragerði var valin körfuknattleikskona Makedóníu árið 2010, en tilkynnt var um valið á laugardaginn síðasta. þetta er mikill heiður fyrir hana og ekki síður ánægjulegt fyrir Hamar að jafn góður íþróttamaður og hún skuli spila með liðinu. Þær unnu líka enn einu sinni glæsilega á laugardaginn, nú gegn Keflavík 93-65. Enn ósigraðar í deildinni. Það var mikið fjör í húsinu og full ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikina með stelpunum.
Sáum Rokland í gærkvöldi. Skagfirðingurinn varð auðvitað að dást að Skagafirði enda full ástæða til. Myndin var fín og vel þess virði að skreppa í bíó til að sjá hana þessa. Vandræðalegar þagnir sem hafa verið einkennismerki íslenskra bíómynda eru alveg að vera útdauðar, það er gott...
Comments:
Skrifa ummæli