1. janúar 2011
Yndisleg jól og áramót að baki. Venju samkvæmt hittist Þelamerkur familían ansi oft yfir hátíðirnar og enn oftar en venjulega þetta árið því við bættist fögnuður vegna útnefningar Valdimars bróður sem manns ársins í íslensku atvinnulífi árið 2010. Mikill heiður fyrir hann og Kjörís og við erum afar stolt af honum fjölskyldan.
Hér til hliðar má sjá mynd af Valdimar með mömmu og okkur systrum, það verður ekki af honum skafið að hann býr við mikið kvennaveldi. Sérstaklega núna þegar tvíburarnir dvelja erlendis og hann er líka einn heima með konunni og einkadótturinni :-)
Annars er alltaf nóg af afmælum til að fagna á aðventunni og á jólum, því tengdasynirnir báðir, Guðjón og Elvar eiga afmæli annar í lok nóvember og hinn 11. desember, Haukur litli frændi er þann 13. Ég og Guðbjörg Valdimarsdóttir fögnum okkar afmælum þann 21. og Dagný Lísa varð 14 ára í dag þann 2. janúar. Nóg af skemmtilegum veislum sem blandast saman við jólaboðin. Við fórum líka í góða heimsókn í Gýgjarhólskot en Adda var heima yfir hátíðarnar. Það er alltaf notalegt að koma í "Kotið".
Hátíðin einkenndist reyndar af því að þetta voru sannkölluð vinnuveitenda jól, óvanalega fáir frídagar og vinna milli hátiða. Hér var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða þann 30. desember. Minnihlutinn greiddi reyndar atkvæði gegn fjárfestingaráætluninni en það var vitað fyrir vegna andstöðu þeirra við hugmyndir um uppbyggingu á loftbornu íþróttahúsi. Um það er einfaldlega ágreiningur.
Eftir fundinn buðum við Lárus hópnum heim til kvöldverðar og var það hin besta kvöldstund. Það er gaman að starfa í hinu pólitíska umhverfi þegar starfsandinn er svona góður og fólk einbeitir sér að málefnum bæjarins.
Íþróttamenn ársins voru líka útnefndir þann 30. desember. Fyrir valinu urðu þau Helga Hjartardóttir, fimleikakona, og Kristján Valdimarsson, blakmaður. Þau eru vel að þessum heiðri komin, bæði framúrskarandi íþróttafólk og til fyrirmyndar utan sem innan vallar.
Í dag nýársdag var hlustað á forsetann og fylgst með innlendum fréttaannál áður en haldið var í afmæli Dagnýjar Lísu. Í kvöld skaust ég á Selfoss í heimsókn til Öddu vinkonu sem nú er komin aftur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Hér til hliðar má sjá mynd af Valdimar með mömmu og okkur systrum, það verður ekki af honum skafið að hann býr við mikið kvennaveldi. Sérstaklega núna þegar tvíburarnir dvelja erlendis og hann er líka einn heima með konunni og einkadótturinni :-)
Annars er alltaf nóg af afmælum til að fagna á aðventunni og á jólum, því tengdasynirnir báðir, Guðjón og Elvar eiga afmæli annar í lok nóvember og hinn 11. desember, Haukur litli frændi er þann 13. Ég og Guðbjörg Valdimarsdóttir fögnum okkar afmælum þann 21. og Dagný Lísa varð 14 ára í dag þann 2. janúar. Nóg af skemmtilegum veislum sem blandast saman við jólaboðin. Við fórum líka í góða heimsókn í Gýgjarhólskot en Adda var heima yfir hátíðarnar. Það er alltaf notalegt að koma í "Kotið".
Hátíðin einkenndist reyndar af því að þetta voru sannkölluð vinnuveitenda jól, óvanalega fáir frídagar og vinna milli hátiða. Hér var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða þann 30. desember. Minnihlutinn greiddi reyndar atkvæði gegn fjárfestingaráætluninni en það var vitað fyrir vegna andstöðu þeirra við hugmyndir um uppbyggingu á loftbornu íþróttahúsi. Um það er einfaldlega ágreiningur.
Eftir fundinn buðum við Lárus hópnum heim til kvöldverðar og var það hin besta kvöldstund. Það er gaman að starfa í hinu pólitíska umhverfi þegar starfsandinn er svona góður og fólk einbeitir sér að málefnum bæjarins.
Íþróttamenn ársins voru líka útnefndir þann 30. desember. Fyrir valinu urðu þau Helga Hjartardóttir, fimleikakona, og Kristján Valdimarsson, blakmaður. Þau eru vel að þessum heiðri komin, bæði framúrskarandi íþróttafólk og til fyrirmyndar utan sem innan vallar.
Í dag nýársdag var hlustað á forsetann og fylgst með innlendum fréttaannál áður en haldið var í afmæli Dagnýjar Lísu. Í kvöld skaust ég á Selfoss í heimsókn til Öddu vinkonu sem nú er komin aftur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Comments:
Skrifa ummæli