11. janúar 2011
Fyrsti fundur í dag vegna Garðyrkju- og blómasýningarinnar Blóm í bæ 2011. Rætt var um sýninguna frá ýmsum hliðum en það er mikill vilji hjá öllum sem að henni koma til að standa vel og faglega að henni eins og undanfarin ár. Alþingi hefur veitt 1 mkr til sýningarinnar og munar mikið um þann fjárstuðning. Með þessum stuðningi er mikilvægi sýningarinnar fyrir íslenska garðyrkju og græna geirann líka viðurkennt. Við ræddum fram og til baka um þema sýningarinnar í ár og sýndist sitt hverjum. Næsta skref er að hitta blómaskreyta sem hafa alltaf komið með gríðarleg myndarlegum hætti að þessari sýningu en sá hópur hefur mest að segja um það þema sem ríkja mun á sýningunni.
Á fundi skipulags- og bygginganefndar var Guðmundur Baldursson með kynningu á nýjum skipulags og byggingalögum. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfinu sem miða að meiri skilvirkni og virkari þátttöku íbúa í aðdraganda ákvarðana á þessu sviði. Gagnleg kynning og vel upp sett sem skýrði breytingarnar með ítarlegum hætti.
Á fundi skipulags- og bygginganefndar var Guðmundur Baldursson með kynningu á nýjum skipulags og byggingalögum. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfinu sem miða að meiri skilvirkni og virkari þátttöku íbúa í aðdraganda ákvarðana á þessu sviði. Gagnleg kynning og vel upp sett sem skýrði breytingarnar með ítarlegum hætti.
Comments:
Skrifa ummæli