14. janúar 2011
Við Unnur byrjuðum daginn í Þorlákshöfn þar sem formenn velferðarnefnda og oddvitar sveitarfélaga í Árnessýslu utan Árborgar hittust. Unnið er að hugmyndum um aukna samvinnu félagsþjónustunnar á þessu svæði og hefur þessi hópur hist að undanförnu. Var fundurinn gagnlegur og verður unnið áfram með hugmyndir sem ræddar voru þar.
Farið var síðan beint á Selfoss þar sem stjórnir stofnana SASS og fleiri stofnana á Selfossi hittust til að ræða hugmyndir um þekkingarsetur í Sandvíkur skóla á Selfossi. Sitt sýndist hverjum eins og gengur en afstaða til þessara hugmynda verður væntanlega tekin í stjórnum stofnananna fljótlega. Það sjónarmið kom auðvitað upp að ekki væri vænlegt að auka enn samþjöppun þjónustu á Selfossi og bæði fulltrúar uppsveita og Rangárþings Ytra stóðu upp og bentu á að á báðum þessum stöðum væri núna glæsilegt húsnæði sem hýst gæti nýja starfsemi án nokkurra breytinga. Er þar m.a. átt við nýuppgert húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni. Myndin af skólanum er af vef Veitingahússins Lindarinnar sem er frábær veitingastaður og vel falið leyndarmál uppsveitanna.laugarvatn.is.
Eftir hádegi var unnið að þónokkrum verkefnum og tölvupósti svarað en það tekur alltaf drjúgan tíma. Setti saman reglur um afslátt til öryrkja og eldri borgara af fasteignaskatti og fráveitugjaldi en slíkar reglur hafa ekki áður verið til hér.
Síðdegis kláraði ég grein í fréttabréf Sjálfstæðisflokksins en þar sem ég er formaður sveitarstjórnarráðs þótti rétt að gera grein fyrir störfum ráðsins.
Farið var síðan beint á Selfoss þar sem stjórnir stofnana SASS og fleiri stofnana á Selfossi hittust til að ræða hugmyndir um þekkingarsetur í Sandvíkur skóla á Selfossi. Sitt sýndist hverjum eins og gengur en afstaða til þessara hugmynda verður væntanlega tekin í stjórnum stofnananna fljótlega. Það sjónarmið kom auðvitað upp að ekki væri vænlegt að auka enn samþjöppun þjónustu á Selfossi og bæði fulltrúar uppsveita og Rangárþings Ytra stóðu upp og bentu á að á báðum þessum stöðum væri núna glæsilegt húsnæði sem hýst gæti nýja starfsemi án nokkurra breytinga. Er þar m.a. átt við nýuppgert húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni. Myndin af skólanum er af vef Veitingahússins Lindarinnar sem er frábær veitingastaður og vel falið leyndarmál uppsveitanna.laugarvatn.is.
Eftir hádegi var unnið að þónokkrum verkefnum og tölvupósti svarað en það tekur alltaf drjúgan tíma. Setti saman reglur um afslátt til öryrkja og eldri borgara af fasteignaskatti og fráveitugjaldi en slíkar reglur hafa ekki áður verið til hér.
Síðdegis kláraði ég grein í fréttabréf Sjálfstæðisflokksins en þar sem ég er formaður sveitarstjórnarráðs þótti rétt að gera grein fyrir störfum ráðsins.
Comments:
Skrifa ummæli