<$BlogRSDUrl$>

13. janúar 2011

Það er undarleg umræða sem nú á sér stað um vegbætur á Suðurlandsvegi. Innanríkisráðherra kemur fram með illa dulbúnar hótanir um að ef vegtollar verða ekki samþykktir þá verði engar úrbætur gerðar á vegum útfrá höfuðborgarsvæðinu. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að unnið er útfrá blandaðri leið 2+1 og 2+2 vegar og ekki er lengur verið að ræða um 2+2 veg nema að litlu leiti á þeim bænum. Þar kemur einnig skýrt fram að það verði ekki ráðist í neinar framkvæmdir nema að vegtollar greiði fyrir framkvæmdina. Hvað skýrir þessa afstöðu er erfitt að greina. Á fundi í innanríkisráðuneytinu nýlega komu fram hugmyndir m.a. frá þeirri sem þetta skrifar um að farin verði ódýrari leið, hringtorg sett í stað mislægra gatnamóta, að vegurinn verði á köflum 2+1 og síðast en ekki síst að framkvæmdum verði áfangaskipt mun meira en gert er ráð fyrir og árlegum kostnaði þannig haldið í lágmarki. Það virðist ekki vera nokkur vilji til að skoða þessa möguleika.

Ítrekaðar yfirlýsingar koma aftur á móti fram um það að engar framkvæmdir verði nema að vegfarendur greiði vegtoll. Það hlýtur þá um leið að vera orðin yfirlýst stefna þessarar ríkisstjórnar að notendur greiði fyrir allar vegaframkvæmdir. Að ekki verði ráðist í neinar úrbætur á vegakerfinu hvorki hér í kringum höfuðborgarsvæðið eða lengra út á landi án þess að notendur greiði fyrir. Hér er um afdrifaríka stefnubreytingu að ræða og sú spurning hlýtur að vakna hvort hún komi til með að ná til fleiri þátta samfélagsþjónustunnar þegar fram líða stundir.

Rétt er að það komi fram að í dag hafa 2.446 bílar farið um Hellisheiði þrátt fyrir hundleiðinlegt veður og auglýsta ófærð á heiðinni. Milli Hveragerðis og Selfoss hafa á sama tíma ekið 3.054 bílar. Á þessum einna fjölfarnasta vegi á Íslandi sem einungis er um 13 km. eru hátt í 20 innkeyrslur. Hver og ein þeirra veldur gríðarlegri hættu eins og fjöldi sorglegra dæma sanna. Því er það afar sérkennilegt að fylgjast nú með umræðunni sem á sér stað um að nauðsynlegar úrbætur á þessum vegi séu dekur, fjáraustur og jafnvel fordild Sunnlendinga.

Til að setja umferðarmagnið í samhengi er rétt að það komi fram að í dag hafa 325 bílar keyrt fram hjá Blönduósi þar er vegurinn skráður grænn og greiðfær, sem ekki er reyndin með Hellisheiði eða Ölfusið. Það er löngu vitað að vegaúrbætur á Suðurlandsvegi eru ekki einungis nauðsynlegar út frá umferðaröryggi heldur eru þær einnig þjóðhagslega hagkvæmar. Afstaða ráðherra og forsvarsmanna Vegagerðarinnar veldur mér og öllum áhugamönnum um vegbætur hryggð.
-------------------------
Annars var dagurinn góður og ýmsu var áorkað. Sendi fjölda bréfa til hundaeigenda sem ekki hafa greitt gjöld vegna sinna ferfættu vina en sé það ekki gert þá endar það með að hundaleyfið er afturkallað með tilheyrandi sorglegu afleiðingum.

Hitti forsvarsmenn Heilsustofnunar þar sem þeir kynntu skemmtilega mótvægishugmynd sem þeir vinna að í kjölfar kröfu ríkisins um 10% niðurskurð. Hugmynd þeirra verður kynnt á starfsmannafundi á morgun og fljótlega víðar. Það er virkilega gaman að því að í kreppunni skuli í sífellu fæðast nýjar, frjóar og skemmtilegar hugmyndir.

Hitti einnig aðila sem eru að skoða ýmsa möguleika í Verslunarmiðstöðinni. Þar eru einnig spennandi hlutir á ferð sem aukið geta líf og rekstur í því húsnæði.
Þegar öll mál eru á trúnaðarstigi þá hljómar maður auðvitað eins og véfrétt :-)

Ræddi Garðyrkju og blómasýninguna við Sesselju, varaformann félags blómaskreyta. Við munum hittast á fundi í næstu viku en mikilvægt er að fundið verði þema sýningarinnar hið allra fyrsta. Fjöldi hugmynda hefur komið fram en endilega ef þið hafið hugmyndir ekki hika við að senda þær til mín. aldis@aldis.is
Ég hef afar góða tilfinningu fyrir sýningunni, allir jákvæðir og ég held að við náum upp flottri stemningu.

Unnur,forseti bæjarstjórnar, sló nýtt met í lengd bæjarstjórnarfundar en hann tók innan við 10 mínútur í dag. Lítið á dagskrá og rólegt og mikið lagt á sig til að ná þessu meti :-) Reyndar gerir góður undirbúningur að verkum að fundirnir ganga hraðar fyrir sig en ella.

Í kvöldfréttum sjónvarpsins var mikið fjallað um öryggismyndavélar og hversu mikið vantar uppá að fólki sé gerð grein fyrir því að það sé "í mynd". Hér í Hveragerði höfum við komið upp öryggismyndavélum við innkeyrslurnar í bæjarfélagið. Sú staðreynd er kyrfilega auglýst á stærðarinnar skiltum við báðar innkeyrslurnar.
------------------------
Gat ekki beðið eftir að smakka nýja ís ársins og því var skotist út í ísgerð og ein dós af dýrðinni sótt. Þessi sló í gegn... Gott kókosbragð og áferðin og bragðið minnir á kókosbollu. En það þarf auðvitað að muna að láta ísinn standa og taka sig en berja hann ekki gaddfreðinn úr dósinni. Ef ísinn er látinn taka sig í dágóða stund þá nýtur bragðið sín enn betur og í þessu tilfelli afar vel. Þykist vita að hér sé kominn "hitter"....

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet