<$BlogRSDUrl$>

27. júní 2015

Flogin á vit ævintýra í austri.

Nú er stefnan sett á Litháen - Armeníu og Nagorno Karabakh. Þetta verður spennandi !

Hef haft fyrir sið að setja ferðasögur á netið og svo verður einnig nú ef og þegar við komumst í netsamband. Þetta er mest gert fyrir okkur sjálf upp á seinni tíma. En áhugasamir geta að sjálfsögðu fylgst með ferðalaginu okkar.

Klikkið hér á slóðina...

Eins geta þeir alhörðustu kíkt á síðasta ævintýri á tímalínunni hér til vinstri. Það var í júní 2013 og leiðin lá til Slóveníu, Króatíu og Bosníu-Herzegovinu.
Mér finnst líka gaman að rifja upp Svartfjallaland sem einnig er hér til vinstri. Það er land sem er gaman að heimsækja eins og reyndar Balkanskagann allan.

25. júní 2015

Tökum þátt í Blómum í bæ ...  


Nú er allt að gerast í Blómabænum. Blómaskreytar út um allan bæ og líf og fjör alls staðar. Bæjarbúar eru að sjálfsögðu hvattir til að skutla eins og einu blómakeri út í innkeyrslu svona til að lífga upp á götumynd bæjarins. Það skiptir heilmiklu máli.

Dagskráin er stórglæsileg og hún Elínborg á heiður skilinn fyrir dugnaðinn og hugmyndaauðgina. Þau Ari vinna afskaplega vel saman en svona teymi er vandfundið. Síðan eru auðvitað allir hinir sem taka þátt og gera þetta mögulegt. Þið eruð frábær öll sem eitt.

Set hérna inn mynd af þeim Ara og Elínborgu okkur öllum til gleði.

Á morgun stendur mikið til en þá kemur frú Vigdís Finnbogadóttir til okkar og gróðursetur hér þrjú birkitré í Smágörðunum kl. 17. Glæsileg ungmenni úr bænum munu hjálpa Vigdísi og eitt ófætt barn sem tákn um komandi kynslóðir. Þannig gerði hún alltaf hér áður fyrr og þannig gerum við einnig nú þegar við fögnum því að 35 ár eru liðin frá því að hún var þjóðkjörin forseti, fyrst kvenna í veröldinni. Hvet alla til að mæta og hitta Vigdísi.

Setning sýningarinnar fer fram í Listigarðinum kl. 16 en þá gefst gott tækifæri til að skoða skreytingar í friði og ró. Kíkið svo endilega á dagskrána sem er mjög skemmtileg og vegleg.



19. júní 2015

Hitti Davíð Samúelsson í dag en hann hrærir nú í pottum atvinnutækifæranna fyrir okkur Hvergerðinga. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því að lokum.

Eftir hádegi vorum við Ásta í Árborg í viðtali við blaðið Sveitarstjórnarmál. Þar fjölluðum við um sveitarfélögin bæði tvö, sérstöðu þeirra og tækifæri, en einnig um samstarfsverkefni og mögulegar sameiningar. Sátum á Varmá restaurant og skoðuðum síðan hótelið á eftir. Þar er nú unnið að endurbótum á nokkrum herbergjum sem munu verða afskaplega flott.

Fór í kvennakaffi á bókasafninu þar sem boðið var uppá vöfflur og endaði síðan daginn með afskaplega skemmtilegum kvennahittingi í Sundlauginni Laugaskarði. Það var mjög vel lukkað og allar höfðum við á orði að þetta ætti að verða að árlegum viðburði. Mikið hlegið og skrafað.

Í fyrramálið kl. 11 verður farið í göngu um söguslóðir kvenna sem hafa látið til sín taka hér í Hveragerði. Það verður lagt af stað frá Kvennaskólatorginu.

Góður dagur að kveldi kominn þar sem andi þeirra kvenna sem ruddu brautina sveif yfir öllu sem gert var. Sit nú og horfi með öðru auganu á Ungfrúna góðu og húsið, fantagóða mynd ...

18. júní 2015

Bæjarráð fundaði í morgun og samþykkti þar m.a. að frá og með sumarfríum leikskólanna verði þeir opnaðir kl. 7:30 á morgnana og að Undraland hafi opið til kl. 17. Er þessi breyting í samræmi við niðurstöður úr foreldrakönnun sem gerð var í vetur og sýndi ótvíræðan vilja til rýmri opnunartíma og þá sérstaklega á morgnana.
-----------

Fundur í miðstöð Almannavarna eftir hádegi í dag sem við Ásta í Árborg sóttum í góðum félagsskap löggæslumanna í héraði og Péturs hjá Brunavörnum. Eftir fundinn heimsóttum við höfuðstöðvar Landsbjargar sem þarna eru einnig til húsa.

--------
Hér er aftur á móti linkur á flottan bækling um gæði Hveragerðisbæjar sem dreift verður í valin hús á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Þrátt fyrir að hús seljist hér eins og heitar lummur má alltaf gera betur og því er þessum bæklingi nú dreift til að vekja athygli á bæjarfélaginu sem vænlegum búsetukosti.

Bæklingur



17. júní 2015

Það sem ég held að uppskeran verði góð af rifsi þetta árið, það er að segja ef ég næ berjunum á undan störrunum :-)


16. júní 2015

Nú hafa starfsmenn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings komið sér afskaplega vel fyrir í glæsilegu húsnæði hér í Sunnumörkinni.
Þarna munu 6-7 starfsmenn hafa starfsstöð sína þó að starfið fari að mestu fram í skólum á svæðinu.


15. júní 2015

Allt að gerast í Hveragerði ...

Pétur Jóhann á Örkinni annað kvöld.
Dagskrá á þjóðhátíðardaginn sem þið viljið ekki missa af.
Konuskemmtun í sundlauginni á föstudaginn kl. 17. Léttar veitingar og stemning !
Söguganga um kvennaslóðir á laugardaginn kl. 11.
Jónsmessuhátíð Norræna félagsins eftir hádegi á laugardaginn.
og
Blóm í bæ um þarnæstu helgi !

Og til að kóróna þetta allt saman eru framkvæmdir út um allan bæ !

Hér eru myndir teknar í Drullusundinu þar sem nú er verið að leggja glæsilegan göngustíg með snjóbræðslu. Á neðri myndinni eru Guðmundur Baldursson og Þorsteinn Árnason að spá í snjóbræðsluna...





14. júní 2015

Loksins var eitthvað nefnt í höfuðið á mér...
Átti reyndar síður von á að það yrðu frostpinnar!

Til að byrja með fannst mér hugmyndin arfavitlaus en síðan hefur þetta vanist furðanlega.
Þau vissu það systkini mín að ég hefði ALDREI samþykkt hugmyndina um ísinn Aldís ef ég hefði verið spurð álits og því var laumupokast með þetta þangað til það var orðið of seint að hætta við!

Hér sjáið þið hvernig mér varð við þegar Guðrún rétti mér nýja pinnaplakatið :-)
Þið dyggir lesendur aldis.is eruð þeir einu sem fáið að sjá þessa mynd! ! !



Síðan hef ég örlítið vanist tilhugsuninni þrátt fyrir griðarlegt einelti allra sem ég þekki.
En það þarf nú ekki sérlega frjótt hugmyndaflug til að ímynda sér í hverju það felst...

En hér er ég að prófa fyrsta pinnann - þetta eru reyndar alveg hrikalega góðir pinnar - og næstum því hreinlega hollir :-)

12. júní 2015

Fundur bæjarstjórnar í gær var helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni var tekið saman yfirlit yfir þær konur sem fyrstar sátu í hreppsnefnd hér í Hveragerði.

Fyrsta konan sem kjörin var í hreppsnefnd Hveragerðishrepps var Þórgunnur Björnsdóttir(3.8.1921-23.2.2012), kennari við Barna- og Unglingaskólann í Hveragerði. Hún hlaut kosningu í hreppsnefndarkosningum 31.5.1970 og sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 14.6.1970.

Í grein sem fannst á netinu segir hún eftirfarandi í viðtali sem tekið var rétt fyrir kosningarnar umræddu:

„....það er vitlaus þessi árátta að draga fólk í dilka eftir kynjum og aldri. Það er víst annars mín kynslóð, sem á mesta sök á því , en þróunin þyrfti að vera sú, að aðskilnaður kynjanna og aldursflokkanna í störfum og heimilislífi minnkaði. Ég hef það mikið álit á karlmönnum, að ég tel að þeir eigi að hafa meiri dagleg afskipti og fyrirhöfn af börnum sínum. Krakkarnir hefðu gott af því, feðurnir þó enn betra. Atvinnuhættir þyrftu að breytast í það horf, að meira jafnvægi gæti orðið í heimilislífinu, feðurnir meira heima, en mæðurnar þyrftu ekki alla tíma að vera innan veggja heimilisins. Og húsmæðurnar þurfa að komast út í atvinnulífið.“

Eins og skrifað í gær...

En Líney Kristinsdóttir var fyrst kvenna til að taka sæti á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði. Hún sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 13.5.1964. Hún var í áratugi forstöðukona á Ási.

Elín Guðjónsdóttir, sem gift var Stefáni hrepssstjóra sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 5.4.1968 sem varamaður og það gerði líka Sigurlaug Guðmundsdóttir en hún var gift Hallgrími garðyrkjubónda og saman ráku þau Grímsstaði garðyrkjustöð.

Á fundinum kom Njörður með áhugavert innlegg enda er hann áhugamaður um sögu verandi sagnfræðinur. Frá upphafi hafa einungis 13 konur verið kjörnar í sveitarstjórn í Hveragerði. Af þeim hefur sú sem þetta ritar setið lengst en nú ég hef víst verið kosin 5 sinnum í sveitarstjórn.



Afslöppun á þúfu undir Reykjafjalli í gærkvöldi í yndislegu veðri :-)

11. júní 2015

Í gærkvöldi kíktum við Lalli til Elítu en við erum að fara með henni í sumarfrí í lok júní. Ætlum fyrst til Litháen og ferðast þar um hennar heimaslóðir síðan fljúgum við sem leið liggur til Moskvu og þaðan til Yerevan, höfuðborgar Armeníu. Það verðum við í nokkra daga og skoðum okkur um áður en við verðum sótt af ættingjum Grantasar heitins, eiginmanns Elítu, og við keyrð yfir til Ngorno Karabakh sem er landlukt hérað inní Azerbaijan. Þar verðum við í nokkra daga áður en við tókum strikið aftur heim. Þetta verður ansi mikil ferð en afar spennandi. Vorum semsagt að skipuleggja og plana í gærkvöldi...

10. júní 2015

Engir fundir í vinnunni í dag þannig að það var hægt að halda áfram með hin ýmsu mál sem sum hver hafi aðeins þurft að bíða að undanförnu.

Skoðaði skiltamál í bænum og bíð núna eftir útlitsteikningu. Það er vilji meirihlutans að koma til móts við sjónarmið rekstraraðila sem vilja geta auglýst sín fyrirtæki við Breiðumörkina. Það er samt mikilvægt að það sé gert með samræmdum og smekklegum hætti, en stefnt er að einu skilti fyrir alla. Laus skilti út um allt eru ekki eitthvað sem hægt er að leyfa í miðbænum. Út við Suðurlandsveg hefði ég síðan talið að rekstraraðilar gætu auglýst starfsemi sína í samvinnu við Vegagerðina eins og víða er gert með þessum bláu þjónustuskiltum. Það hefur klárlega góð áhrif markaðslega séð.

Í dag flutti Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings í húsnæði Vinnueftirlitsins í Sunnumörk. Þar munu starfa tveir sálfræðingar, tveir kennsluráðgjafar, starfsmaður er sinnir um málefni fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir sem veitir þessari þjónustu forstöðu. Þjónustan er rekin í góðu samstarfi sveitarfélaga í Árnessýslu utan Árborgar og hefur verið afar farsæl. Það munu verða heilmikil viðbrigði á bæjarskrifstofunni við flutninginn enda hefur verið ansi þröngt um hópinn okkar að undanförnu.

Við Ari áttum gott spjall um umhverfismál í dag. Bærinn er fallegur og gestir hafa á orði hvað allt er snyrtilegt. Það er okkur kappsmál að svo sé en heiðurinn eiga klárlega starfsmenn áhaldahúss sem eru ávallt á tánum og sjá til þess að rusl sé helst hvergi sjáanlegt. Núna eru flokksstjórar áhaldahúss komnir til starfa og í dag bættust við krakkarnir í Vinnuskólanum. Það er alltaf gaman að þvi þegar þessi flotti hópur dreifir sér um bæinn og snurfusar og lagar hvar sem þess þarf.

Síðdegis var aðalfundur Kjörís. Í stjórn sitjum við systur, auk mömmu og Guðmundar föðurbróður okkar. Guðmundur var í miklu stuði í dag eins og oft gerist. Við erum miklu fróðari núna en áður um það hvað tekur við í Sumarlandinu. Það þarf enginn að kvíða þeim vistaskiptum miðað við lýsingar frænda sem er manna fróðastur um handanheima.


Íbúafundur um bæjarhátíðina Blómstrandi daga var haldinn í Listasafninu síðdegis. Góðmennt á fundinum sem var afar góður. Skemmtilegt spjall við hugmyndaríkt og jákvætt fólk hlýtur alltaf að skila einhverju góðu.

-------------

Það var svo gaman að sjá öll reiðhjólin fyrir utan Kjörís í dag. Hjólað í vinnuna átakið er greinilega enn í gangi þarna :-)


9. júní 2015



Þessi ótrúlega fallega dalía prýðir nú garðinn okkar, enda er ég búin að ákveða að bleikt sé liturinn í ár (eins og reyndar svo oft áður).

Skógaranimónurnar mínar er allar að breiða úr sér. Ótrúlega fallegt blóm. Einhverjir vilja kalla hana skógarsnotru. Það er islenska :-)

Ef þessi myndarlega skítahrúga uppí Dal minnkar ískyggilega á næstu dögum þá er það til marks um að einhverjir lesa þetta blogg. En þarna er eðal hrossaskítur þar sem væntanlega enginn tekur eftir þó að bæjarbúar næli sér í fötu og fötu til að færa garðinum sínum :-)

Það var ansi líflegur hjá mér morguninn...

Kötturinn réðst til inngöngu í hjónaherbergið rétt þegar ég ætlaði í vinnuna og hékk þar í orðsins fyllstu í gardínunum áður en hann faldi sig lengst undir hjónarúmi vitandi það að ég ætlaði að loka hann inni í þvottahúsi þar sem hann á að vera yfir daginn. Tók óratíma að lokka hann undan rúminu og þá klóraði hann svo kröftuglega frá sér að það var ekki hægt að ná honum nema með meiriháttar tilfæringum. Þetta er nú meira dýrið ;-)

Kláraði fundarboð bæjarstjórnar alveg ein og sjálf sem er heldur óvanalegt en í dag eru ritararnir báðir veikir. Prentaði fyrst á vitlausan pappír, svo í röngum gæðum, flækti svo allt saman í ljósritunarvélinni svo það sauð allverulega á mér enda þurfti ég að vera komin á fund í Vík kl. 13 og mátti alls ekki vera að þessu rugli.

Bæjarfulltrúar eru því beðnir afsökunar á litagæðum fundarboðsins :-)

En fundur eftir hádegi í Vík í stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Fundinn sátu einnig fulltrúar í þjónusturáði en þar sitja félagsmálastjórar svæðisins og fjármálastjóri Árborgar. Á fundinum var fyrirferðamest umræða um fjárskort svæðisins en miðað við nýjustu fréttir er vöntun fjár til málaflokksins farin að slaga í 180 mkr. Málaflokks sem sveitarfélögin tóku við fyrir örfáum árum undir því fororði að nægjanlegt fé fylgdi frá ríki. Það hefur ekki reynst vera raunin. Stjórnin mun í framhaldinu setjast yfir alla þjónustuliði og kanna hvers vegna staðan er með þeim hætti sem raun er.

Að fundi loknum fórum við og heimsóttum Kerlingardal en þar er rekið heimili fyrir fatlað fólk. Móttökurnar voru afskaplega góðar og greinilegt að heimilisfólk er ánægt á staðnum.

8. júní 2015

Á föstudaginn átti ég góðan fund með Þórarni Sveinssyni, atvinnuráðgjafa SASS, um atvinnumál í Hveragerði. Hann er mikill reynslubolti í atvinnulífinu og hefur víða komið við. Það er afskaplega gaman að fara yfir sviðið með honum en við vinnum nú að gerð atvinnustefnu bæjarins sem mun væntanlega koma á borð bæjarráðs í haust.

Um kvöldið var síðasi leikur blaklandsliðsins á Smáþjóðaleikunum. Þar fóru tvíburafrændurnir á kostum og það var ansi stolt frænka sem fylgdist með í stúkunni þetta kvöld. Silfur í höfn og glæsilegur sigur á San Marino.

Helginni var eytt í garðinum við færslu á blómum og runnum, tiltekt í beðum og öðrum skemmtilegheitum. Veðrið var afskaplega gott, mátti ekki vera betra því þá hefði ég ekki nennt þessu puði :-)

Í dag mánudag var góður vinnudagur á skrifstofunni. Undirbúningur fyrir meirhlutafund sem haldinn var í kvöld tók drjúgan tíma en eins var ýmsum málum sinnt í gegnum tölvupóst og síma.

Nú er undirbúningur fyrir Blóm í bæ í fullum gangi en það stefnir í góða hátíð. Þema sýningarinnar er „Flower power“ og því munu allar skreytingar taka mið af hippatímanum og þeim anda sem þá ríkti.

Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í sýningunni með því að skreyta hús sín og garða á frumlegan hátt með blómum.
Nú þurfum við öll að gera snyrtilegt í kringum húsin okkar því við viljum gjarnan að bærinn sé okkur öllum til sóma þegar gestir eru boðnir velkomnir.

4. júní 2015

Bæjarráð i morgun. Þar bar hæst að Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að kröfur ábúenda á Friðarstöðum um umtalsverðar fjárbætur vegna skipulagsmála séu ekki á rökum reistar. Það er ánægjulegt en það er aftur á móti ansi blóðugt að hafa þurft að nota 3.6 milljónir af sameiginglegum sjóðum bæjarbúa til að verjast í þessu máli. Þeim peningum hefði svo sannarlega verið betur varið í annað.

Á fundinum var einnig ákveðið að ganga til samninga við Arnon ehf um lagningu bundins slitlags á veginn inn að Dalakaffi. Það verða mikil viðbrigði að losna við rykið úr Dalnum og ekki siður holurnar og þvottabrettin af veginum. Einnig var ákveðið að bjóða upp á gæsluvöll fyrir yngstu börnin í sumar. Hann verður sem sagt starfræktur frá 1. júlí - 23. júli.

Við, Elínborg og Ari fórum síðan yfir dagskrá Blóma í bæ. Þar er allt í góðum höndum og stefnir í afskaplega góða helgi. Endilega takið frá síðustu helgina í júní og svo þarf líka að huga að kökusamkeppninni, en í ár eru það blómabollakökur sem málið mun snúast um :-) Einnig verða íbúar hvattir til að skreyta innkeyrslur með kerjum af hinum ýmsu gerðum. Ekki má svo gleyma krukkukeppninni en hún snýst um að skreyta og finna hlutverk fyrir krukkur. Meira um það síðar...

3. júní 2015

Fundur í Ferðamálaráði fyrir hádegi í dag. Þar var meðal annars farið yfir samgöngumál, uppbyggingu ferðamannastaða og fleira.

Fór síðan beint á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins en þar hef ég seturétt sem formaður Sveitarstjórnarráðs. Sá réttur til setu fékkst í gegn nú í vetur en ég hef nú samt ekki mætt fyrr en nú. Þetta var hinn besti fundur og gaman að því að mörg þeirra mála sem voru á dagskrá lutu beint að málefnum sveitarfélaga.

Um kvöldið fór ég á minn fyrsta blakleik en nú eru strákarnir þeirra Valda og Sigrúnar að keppa á smáþjóðaleikunum. Þetta var hin besta skemmtun og gaman að sjá hversu góðir strákarnir eru. Kristján var til dæmis stigahæstur í íslenska liðinu.

2. júní 2015

Gott að vinir mínir sem lesa bloggið viti að þetta litla dýr er að gera mig bilaða.  Í hvert sinn sem ég sest með ipadinn þá stekkur hann á lyklaborðið og labbar þar fram og til baka. Á milli þess reyndar sem hann ræðst á mig með allar klær úti og festir sig á hina ýmsu staði.  Náði honum til dæmis ekki sjálf af mér áðan þar sem hann læsti sig fastan á herðarnar á mér.    
Hann hatar mig - það er nokkuð augljóst :-)


Dagurinn byrjaði með fundi með leikskólastjórum þar sem við röðuðum börnum af biðlistanum inná leikskólana.  Öll börn sem náð hafa 18 mánaða aldri fyrir október fá tilboð um leikskólavistun á næstu dögum.  Það er síðan aðeins misjafnt hvenær þau byrja en eftir sumarfrí leikskólanna fara þau að týnast inn eitt af öðru. 

Hitti Fanneyju, skólastjóra grunnskólans og fórum við nokkuð ítarlega yfir málefni er snerta skólastarfið. 

Átti fund með aðilum sem hafa hug á að setja hér upp fyrirtæki sem væntanlega myndi geta veitt nokkrum aðilum vinnu.  Hef góða trú á að það gangi upp. 

Í hádeginu átti ég góðan fund með Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðingi. Hún hefur unnið fyrir Hvergerðisbæ í vetur og hefur það verið afar farsælt samstarf. 

Eftir hádegi komu hingað þeir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri  og Oddur Árnason, aðstoðarlögreglustjóri á Suðurlandi.  Þeir fara nú á milli sveitarstjórna og ræða við sveitarstjóra á hverjum stað.  Þetta var góður fundur þar sem við fórum yfir málefni er lúta að löggæslu og almannavörnum og auðvitað ýmislegt annað.   

Hingað komu síðan fulltrúar frá Rarik til að ræða ýmis mál, bæði ný og önnur eldri.  

Undanfarnir tveir dagar hafa verið undirlagðir fundum og móttökum af einum eða öðrum toga svo að fátt annað hefur komist að.  Það hefur þýtt að tölvupóstum og símtölum hefur verið sinnt seint og illa.  Enn á ég eftir að ná í nokkra sem bíða en vonandi grynnkar á þeim lista á morgun. 

Við Bjarni Rúnar fórum svo í langan göngutúr í kvöld, skoðuðum bæði umhverfið ofan við bæinn, hús, gróður og garða vítt og breitt um bæinn.  Veðrið ekki mjög sumarlegt og klæðnaðurinn eftir því ...

1. júní 2015

Ætla ekki enn eina ferðina að dæsa yfir því hvert tíminn fljúgi... En hvað á það að þýða að skyndilega sé liðinn meira en mánuður frá því að ég skrifaði hér síðast? Það er augljóst að það er eitthvað skrýtið í gangi svona tímalega séð...

En í dag hefur dagskráin verið ansi þétt pökkuð. Setti þing evrópskra byggingaraeftirlitsmanna á Hótel Örk kl. 9 í morgun. Brunaði síðan beint til Reykjavíkur og náði á fund hjá Landsneti kl. 10. Þar ræddum við Guðmundur og Eyþór um legu Búrfells og Sogslínunnar sem liggja samhliða Suðurlandsveginum framhjá Hveragerði. Það er ljóst að við færslu vegarins og breikkun sem nú styttist í verður Sogslínan að lágmarki að víkja. Komum við þeim skilaboðum vel á framfæri og viðbrögð voru framar vonum. Fengum síðan að skoða stjórnstöð Landsnets sem var fróðlegt.

Hér fyrir austan átti ég góðan fund með Guðna Guðjónssyni sem fær einhverjar þær bestu hugmyndir sem ég veit um. Alltaf gaman að hitta hann.

Hittum síðan fulltrúa stórfyrirtækis sem veltir fyrir sér framkvæmdum sem væru afar farsælar fyrir bæinn ef af yrðu. Meira um það síðar.

Kl. 16 tók ég á móti evrópsku byggingafulltrúunum og fór með þá í skoðunarferð um Hveragerði, fótgangandi í rokinu !
Skilaði þeim til Guðrúnar systur í Kjörís um hálf sex áður en ég stökk heim til að taka á móti hópi gesta frá Hong Kong sem hingað voru komnir með kveðjur frá Tim skiptinemanum okkar. Virkilega skemmtileg heimsókn.

Um kvöldið tók ég síðan þátt í hátíðarkvöldverði hinna evrópsku gesta á Hótel Örk sem var afskaplega skemmtilegur. Þetta var sem sagt afar alþjóðlegur dagur og jafnt rætt um málin á ensku sem íslensku. Það er hollt fyrir hugann :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet