11. júní 2015
Í gærkvöldi kíktum við Lalli til Elítu en við erum að fara með henni í sumarfrí í lok júní. Ætlum fyrst til Litháen og ferðast þar um hennar heimaslóðir síðan fljúgum við sem leið liggur til Moskvu og þaðan til Yerevan, höfuðborgar Armeníu. Það verðum við í nokkra daga og skoðum okkur um áður en við verðum sótt af ættingjum Grantasar heitins, eiginmanns Elítu, og við keyrð yfir til Ngorno Karabakh sem er landlukt hérað inní Azerbaijan. Þar verðum við í nokkra daga áður en við tókum strikið aftur heim. Þetta verður ansi mikil ferð en afar spennandi. Vorum semsagt að skipuleggja og plana í gærkvöldi...
Comments:
Skrifa ummæli