2. júní 2015
Dagurinn byrjaði með fundi með leikskólastjórum þar sem við röðuðum börnum af biðlistanum inná leikskólana. Öll börn sem náð hafa 18 mánaða aldri fyrir október fá tilboð um leikskólavistun á næstu dögum. Það er síðan aðeins misjafnt hvenær þau byrja en eftir sumarfrí leikskólanna fara þau að týnast inn eitt af öðru.
Í hádeginu átti ég góðan fund með Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðingi. Hún hefur unnið fyrir Hvergerðisbæ í vetur og hefur það verið afar farsælt samstarf.
Eftir hádegi komu hingað þeir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri og Oddur Árnason, aðstoðarlögreglustjóri á Suðurlandi. Þeir fara nú á milli sveitarstjórna og ræða við sveitarstjóra á hverjum stað. Þetta var góður fundur þar sem við fórum yfir málefni er lúta að löggæslu og almannavörnum og auðvitað ýmislegt annað.
Hitti Fanneyju, skólastjóra grunnskólans og fórum við nokkuð ítarlega yfir málefni er snerta skólastarfið.
Átti fund með aðilum sem hafa hug á að setja hér upp fyrirtæki sem væntanlega myndi geta veitt nokkrum aðilum vinnu. Hef góða trú á að það gangi upp.
Í hádeginu átti ég góðan fund með Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðingi. Hún hefur unnið fyrir Hvergerðisbæ í vetur og hefur það verið afar farsælt samstarf.
Eftir hádegi komu hingað þeir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri og Oddur Árnason, aðstoðarlögreglustjóri á Suðurlandi. Þeir fara nú á milli sveitarstjórna og ræða við sveitarstjóra á hverjum stað. Þetta var góður fundur þar sem við fórum yfir málefni er lúta að löggæslu og almannavörnum og auðvitað ýmislegt annað.
Hingað komu síðan fulltrúar frá Rarik til að ræða ýmis mál, bæði ný og önnur eldri.
Undanfarnir tveir dagar hafa verið undirlagðir fundum og móttökum af einum eða öðrum toga svo að fátt annað hefur komist að. Það hefur þýtt að tölvupóstum og símtölum hefur verið sinnt seint og illa. Enn á ég eftir að ná í nokkra sem bíða en vonandi grynnkar á þeim lista á morgun.
Við Bjarni Rúnar fórum svo í langan göngutúr í kvöld, skoðuðum bæði umhverfið ofan við bæinn, hús, gróður og garða vítt og breitt um bæinn. Veðrið ekki mjög sumarlegt og klæðnaðurinn eftir því ...
Comments:
Skrifa ummæli