12. júní 2015
Fundur bæjarstjórnar í gær var helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni var tekið saman yfirlit yfir þær konur sem fyrstar sátu í hreppsnefnd hér í Hveragerði.
Fyrsta konan sem kjörin var í hreppsnefnd Hveragerðishrepps var Þórgunnur Björnsdóttir(3.8.1921-23.2.2012), kennari við Barna- og Unglingaskólann í Hveragerði. Hún hlaut kosningu í hreppsnefndarkosningum 31.5.1970 og sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 14.6.1970.
Í grein sem fannst á netinu segir hún eftirfarandi í viðtali sem tekið var rétt fyrir kosningarnar umræddu:
„....það er vitlaus þessi árátta að draga fólk í dilka eftir kynjum og aldri. Það er víst annars mín kynslóð, sem á mesta sök á því , en þróunin þyrfti að vera sú, að aðskilnaður kynjanna og aldursflokkanna í störfum og heimilislífi minnkaði. Ég hef það mikið álit á karlmönnum, að ég tel að þeir eigi að hafa meiri dagleg afskipti og fyrirhöfn af börnum sínum. Krakkarnir hefðu gott af því, feðurnir þó enn betra. Atvinnuhættir þyrftu að breytast í það horf, að meira jafnvægi gæti orðið í heimilislífinu, feðurnir meira heima, en mæðurnar þyrftu ekki alla tíma að vera innan veggja heimilisins. Og húsmæðurnar þurfa að komast út í atvinnulífið.“
Eins og skrifað í gær...
En Líney Kristinsdóttir var fyrst kvenna til að taka sæti á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði. Hún sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 13.5.1964. Hún var í áratugi forstöðukona á Ási.
Elín Guðjónsdóttir, sem gift var Stefáni hrepssstjóra sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 5.4.1968 sem varamaður og það gerði líka Sigurlaug Guðmundsdóttir en hún var gift Hallgrími garðyrkjubónda og saman ráku þau Grímsstaði garðyrkjustöð.
Á fundinum kom Njörður með áhugavert innlegg enda er hann áhugamaður um sögu verandi sagnfræðinur. Frá upphafi hafa einungis 13 konur verið kjörnar í sveitarstjórn í Hveragerði. Af þeim hefur sú sem þetta ritar setið lengst en nú ég hef víst verið kosin 5 sinnum í sveitarstjórn.
Fyrsta konan sem kjörin var í hreppsnefnd Hveragerðishrepps var Þórgunnur Björnsdóttir(3.8.1921-23.2.2012), kennari við Barna- og Unglingaskólann í Hveragerði. Hún hlaut kosningu í hreppsnefndarkosningum 31.5.1970 og sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 14.6.1970.
Í grein sem fannst á netinu segir hún eftirfarandi í viðtali sem tekið var rétt fyrir kosningarnar umræddu:
„....það er vitlaus þessi árátta að draga fólk í dilka eftir kynjum og aldri. Það er víst annars mín kynslóð, sem á mesta sök á því , en þróunin þyrfti að vera sú, að aðskilnaður kynjanna og aldursflokkanna í störfum og heimilislífi minnkaði. Ég hef það mikið álit á karlmönnum, að ég tel að þeir eigi að hafa meiri dagleg afskipti og fyrirhöfn af börnum sínum. Krakkarnir hefðu gott af því, feðurnir þó enn betra. Atvinnuhættir þyrftu að breytast í það horf, að meira jafnvægi gæti orðið í heimilislífinu, feðurnir meira heima, en mæðurnar þyrftu ekki alla tíma að vera innan veggja heimilisins. Og húsmæðurnar þurfa að komast út í atvinnulífið.“
Eins og skrifað í gær...
En Líney Kristinsdóttir var fyrst kvenna til að taka sæti á bæjarstjórnarfundi í Hveragerði. Hún sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 13.5.1964. Hún var í áratugi forstöðukona á Ási.
Elín Guðjónsdóttir, sem gift var Stefáni hrepssstjóra sat sinn fyrsta hreppsnefndarfund 5.4.1968 sem varamaður og það gerði líka Sigurlaug Guðmundsdóttir en hún var gift Hallgrími garðyrkjubónda og saman ráku þau Grímsstaði garðyrkjustöð.
Á fundinum kom Njörður með áhugavert innlegg enda er hann áhugamaður um sögu verandi sagnfræðinur. Frá upphafi hafa einungis 13 konur verið kjörnar í sveitarstjórn í Hveragerði. Af þeim hefur sú sem þetta ritar setið lengst en nú ég hef víst verið kosin 5 sinnum í sveitarstjórn.
Comments:
Skrifa ummæli