1. júní 2015
Ætla ekki enn eina ferðina að dæsa yfir því hvert tíminn fljúgi... En hvað á það að þýða að skyndilega sé liðinn meira en mánuður frá því að ég skrifaði hér síðast? Það er augljóst að það er eitthvað skrýtið í gangi svona tímalega séð...
En í dag hefur dagskráin verið ansi þétt pökkuð. Setti þing evrópskra byggingaraeftirlitsmanna á Hótel Örk kl. 9 í morgun. Brunaði síðan beint til Reykjavíkur og náði á fund hjá Landsneti kl. 10. Þar ræddum við Guðmundur og Eyþór um legu Búrfells og Sogslínunnar sem liggja samhliða Suðurlandsveginum framhjá Hveragerði. Það er ljóst að við færslu vegarins og breikkun sem nú styttist í verður Sogslínan að lágmarki að víkja. Komum við þeim skilaboðum vel á framfæri og viðbrögð voru framar vonum. Fengum síðan að skoða stjórnstöð Landsnets sem var fróðlegt.
Hér fyrir austan átti ég góðan fund með Guðna Guðjónssyni sem fær einhverjar þær bestu hugmyndir sem ég veit um. Alltaf gaman að hitta hann.
Hittum síðan fulltrúa stórfyrirtækis sem veltir fyrir sér framkvæmdum sem væru afar farsælar fyrir bæinn ef af yrðu. Meira um það síðar.
Kl. 16 tók ég á móti evrópsku byggingafulltrúunum og fór með þá í skoðunarferð um Hveragerði, fótgangandi í rokinu !
Skilaði þeim til Guðrúnar systur í Kjörís um hálf sex áður en ég stökk heim til að taka á móti hópi gesta frá Hong Kong sem hingað voru komnir með kveðjur frá Tim skiptinemanum okkar. Virkilega skemmtileg heimsókn.
Um kvöldið tók ég síðan þátt í hátíðarkvöldverði hinna evrópsku gesta á Hótel Örk sem var afskaplega skemmtilegur. Þetta var sem sagt afar alþjóðlegur dagur og jafnt rætt um málin á ensku sem íslensku. Það er hollt fyrir hugann :-)
En í dag hefur dagskráin verið ansi þétt pökkuð. Setti þing evrópskra byggingaraeftirlitsmanna á Hótel Örk kl. 9 í morgun. Brunaði síðan beint til Reykjavíkur og náði á fund hjá Landsneti kl. 10. Þar ræddum við Guðmundur og Eyþór um legu Búrfells og Sogslínunnar sem liggja samhliða Suðurlandsveginum framhjá Hveragerði. Það er ljóst að við færslu vegarins og breikkun sem nú styttist í verður Sogslínan að lágmarki að víkja. Komum við þeim skilaboðum vel á framfæri og viðbrögð voru framar vonum. Fengum síðan að skoða stjórnstöð Landsnets sem var fróðlegt.
Hér fyrir austan átti ég góðan fund með Guðna Guðjónssyni sem fær einhverjar þær bestu hugmyndir sem ég veit um. Alltaf gaman að hitta hann.
Hittum síðan fulltrúa stórfyrirtækis sem veltir fyrir sér framkvæmdum sem væru afar farsælar fyrir bæinn ef af yrðu. Meira um það síðar.
Kl. 16 tók ég á móti evrópsku byggingafulltrúunum og fór með þá í skoðunarferð um Hveragerði, fótgangandi í rokinu !
Skilaði þeim til Guðrúnar systur í Kjörís um hálf sex áður en ég stökk heim til að taka á móti hópi gesta frá Hong Kong sem hingað voru komnir með kveðjur frá Tim skiptinemanum okkar. Virkilega skemmtileg heimsókn.
Um kvöldið tók ég síðan þátt í hátíðarkvöldverði hinna evrópsku gesta á Hótel Örk sem var afskaplega skemmtilegur. Þetta var sem sagt afar alþjóðlegur dagur og jafnt rætt um málin á ensku sem íslensku. Það er hollt fyrir hugann :-)
Comments:
Skrifa ummæli