4. júní 2015
Bæjarráð i morgun. Þar bar hæst að Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að kröfur ábúenda á Friðarstöðum um umtalsverðar fjárbætur vegna skipulagsmála séu ekki á rökum reistar. Það er ánægjulegt en það er aftur á móti ansi blóðugt að hafa þurft að nota 3.6 milljónir af sameiginglegum sjóðum bæjarbúa til að verjast í þessu máli. Þeim peningum hefði svo sannarlega verið betur varið í annað.
Á fundinum var einnig ákveðið að ganga til samninga við Arnon ehf um lagningu bundins slitlags á veginn inn að Dalakaffi. Það verða mikil viðbrigði að losna við rykið úr Dalnum og ekki siður holurnar og þvottabrettin af veginum. Einnig var ákveðið að bjóða upp á gæsluvöll fyrir yngstu börnin í sumar. Hann verður sem sagt starfræktur frá 1. júlí - 23. júli.
Við, Elínborg og Ari fórum síðan yfir dagskrá Blóma í bæ. Þar er allt í góðum höndum og stefnir í afskaplega góða helgi. Endilega takið frá síðustu helgina í júní og svo þarf líka að huga að kökusamkeppninni, en í ár eru það blómabollakökur sem málið mun snúast um :-) Einnig verða íbúar hvattir til að skreyta innkeyrslur með kerjum af hinum ýmsu gerðum. Ekki má svo gleyma krukkukeppninni en hún snýst um að skreyta og finna hlutverk fyrir krukkur. Meira um það síðar...
Á fundinum var einnig ákveðið að ganga til samninga við Arnon ehf um lagningu bundins slitlags á veginn inn að Dalakaffi. Það verða mikil viðbrigði að losna við rykið úr Dalnum og ekki siður holurnar og þvottabrettin af veginum. Einnig var ákveðið að bjóða upp á gæsluvöll fyrir yngstu börnin í sumar. Hann verður sem sagt starfræktur frá 1. júlí - 23. júli.
Við, Elínborg og Ari fórum síðan yfir dagskrá Blóma í bæ. Þar er allt í góðum höndum og stefnir í afskaplega góða helgi. Endilega takið frá síðustu helgina í júní og svo þarf líka að huga að kökusamkeppninni, en í ár eru það blómabollakökur sem málið mun snúast um :-) Einnig verða íbúar hvattir til að skreyta innkeyrslur með kerjum af hinum ýmsu gerðum. Ekki má svo gleyma krukkukeppninni en hún snýst um að skreyta og finna hlutverk fyrir krukkur. Meira um það síðar...
Comments:
Skrifa ummæli