9. júní 2015
Þessi ótrúlega fallega dalía prýðir nú garðinn okkar, enda er ég búin að ákveða að bleikt sé liturinn í ár (eins og reyndar svo oft áður).
Skógaranimónurnar mínar er allar að breiða úr sér. Ótrúlega fallegt blóm. Einhverjir vilja kalla hana skógarsnotru. Það er islenska :-)
Ef þessi myndarlega skítahrúga uppí Dal minnkar ískyggilega á næstu dögum þá er það til marks um að einhverjir lesa þetta blogg. En þarna er eðal hrossaskítur þar sem væntanlega enginn tekur eftir þó að bæjarbúar næli sér í fötu og fötu til að færa garðinum sínum :-)
Comments:
Skrifa ummæli