2. júní 2015
Gott að vinir mínir sem lesa bloggið viti að þetta litla dýr er að gera mig bilaða. Í hvert sinn sem ég sest með ipadinn þá stekkur hann á lyklaborðið og labbar þar fram og til baka. Á milli þess reyndar sem hann ræðst á mig með allar klær úti og festir sig á hina ýmsu staði. Náði honum til dæmis ekki sjálf af mér áðan þar sem hann læsti sig fastan á herðarnar á mér.
Hann hatar mig - það er nokkuð augljóst :-)
Comments:
Skrifa ummæli