30. nóvember 2011
Vann umsókn um styrk frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu vegna Garðyrkju- og blómasýningarinar Blóm í bæ sem við stefnum á að halda helgina 22. - 24. júní 2012. Í ár fengum við 1 mkr á fjárlögum til sýningarinar en nú hefur fjárlaganefnd breytt fyrirkomulagi úthlutunar og því sækjum við nú um styrk til ráðuneytisins. Hef fulla trú á að umsókninni verði vel tekið enda hefur ráðherra sýnt okkur mikinn velvilja og opnað sýninguna tvö ár í röð.
Við Jóhanna,menningar og frístundafulltrúi, skoðuðum íþróttahúsið hátt og lágt með tilliti til viðhalds á næsta ári. Húsið er eins og margar aðrar byggingar hér í bæ komið af unglingsaldri og því er komið þar að ýmsu viðhaldi. Það er aftur á móti jafnljóst að á næsta ári verður aðaláherslan lögð á að koma upp Hamarshöllinni en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir 1,9 mkr í viðhald íþróttahússins á fyrstu drögum fjárhagsáætlunar sem rædd verður í fyrramálið í bæjarráði.
Í hádeginu fór fram heilmikil rekistefna og stílisering á keppenda okkar í Útsvarinu. Hvergerðingar munu mæta Skagamönnum næsta föstudag svo nú er spennan farin að aukast fyrir keppnina. Á tímabili leit út fyrir að yngsti meðlimur liðsins Ólafur Hafstein Pjetursson myndi ekki geta tekið þátt vegna anna við próflestur en úr því rættist á farsælan hátt um síðustu helgi, okkur öllum til mikillar gleði :-)
En einhverjir hafa haft á orði að þeir þekki ekki liðsmenn okkar í Útsvarsliðinu. Óskiljanlegt ef rétt er, en kannski er rétt að kynna þau örstutt til sögunnar:
María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri Árnesþings var áður félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar. Hún er búin að búa niður í Heiðarbrún í allavega 7-8 ár. Var hér einnig starfandi félagsmálastjóri rétt fyrir 2000 en sneri aftur af því hér er klárlega best að búa. Hún var formaður leikfélagsins til fjölda ára!
Ólafur Hafstein Pjetursson er uppalinn hér í Hveragerði, fæddur 1992. Gekk hér í Grunnskólann og útskrifaðist eins og vænta mátti með feykigóðar einkunnir og stundar nú nám í verkfræði við HÍ. Hann var liðsmaður MR í Gettu betur og stóð sig afburða vel þar.
Úlfur Óskarsson; er frá Selfossi en hann flutti til Hveragerðis á síðasta ári eftir að hafa búið í Fifilbrekku á Reykjum í nokkur ár. Fífilbrekka er eins og allir vita næstum því í Hveragerði! Hann er kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, ötull skógræktar og garðáhugamaður og er dyggur félagi í Skógræktarfélagi Hveragerðis.
Svo nú vita allir hverjir skipa Útsvars liðið okkar í ár !
Við Jóhanna,menningar og frístundafulltrúi, skoðuðum íþróttahúsið hátt og lágt með tilliti til viðhalds á næsta ári. Húsið er eins og margar aðrar byggingar hér í bæ komið af unglingsaldri og því er komið þar að ýmsu viðhaldi. Það er aftur á móti jafnljóst að á næsta ári verður aðaláherslan lögð á að koma upp Hamarshöllinni en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir 1,9 mkr í viðhald íþróttahússins á fyrstu drögum fjárhagsáætlunar sem rædd verður í fyrramálið í bæjarráði.
Í hádeginu fór fram heilmikil rekistefna og stílisering á keppenda okkar í Útsvarinu. Hvergerðingar munu mæta Skagamönnum næsta föstudag svo nú er spennan farin að aukast fyrir keppnina. Á tímabili leit út fyrir að yngsti meðlimur liðsins Ólafur Hafstein Pjetursson myndi ekki geta tekið þátt vegna anna við próflestur en úr því rættist á farsælan hátt um síðustu helgi, okkur öllum til mikillar gleði :-)
En einhverjir hafa haft á orði að þeir þekki ekki liðsmenn okkar í Útsvarsliðinu. Óskiljanlegt ef rétt er, en kannski er rétt að kynna þau örstutt til sögunnar:
María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri Árnesþings var áður félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar. Hún er búin að búa niður í Heiðarbrún í allavega 7-8 ár. Var hér einnig starfandi félagsmálastjóri rétt fyrir 2000 en sneri aftur af því hér er klárlega best að búa. Hún var formaður leikfélagsins til fjölda ára!
Ólafur Hafstein Pjetursson er uppalinn hér í Hveragerði, fæddur 1992. Gekk hér í Grunnskólann og útskrifaðist eins og vænta mátti með feykigóðar einkunnir og stundar nú nám í verkfræði við HÍ. Hann var liðsmaður MR í Gettu betur og stóð sig afburða vel þar.
Úlfur Óskarsson; er frá Selfossi en hann flutti til Hveragerðis á síðasta ári eftir að hafa búið í Fifilbrekku á Reykjum í nokkur ár. Fífilbrekka er eins og allir vita næstum því í Hveragerði! Hann er kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, ötull skógræktar og garðáhugamaður og er dyggur félagi í Skógræktarfélagi Hveragerðis.
Svo nú vita allir hverjir skipa Útsvars liðið okkar í ár !
29. nóvember 2011
Við Helga, skrifstofustjóri, spændum einu sinni enn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Nú að teknu tilliti til athugasemda meirihlutans frá því í gærkvöldi. Þetta lítur ekkert illa út sýnist mér, þó allir myndu sjálfsagt þiggja hærri fjárveitingu.
Hittum síðan Ólaf og Elínu frá endurskoðunarstofunni PwC en nú er að hefjast hin árlega vinna við endurskoðun. Hún hefst alltaf á góðum fundi þar sem farið er yfir hin ýmsu atriði er lúta að endurskoðuninni. Fínn fundur og margt rætt, bæði viðkomandi rekstri bæjarfélagsins og ekki síður ýmsir ytri þættir sem við höfum enga stjórn á.
Var of sein á símafund um almenningssamgöngur þar sem við gleymdum okkur í spjallinu. Nú var tekin ákvörðun sem staðið verður við og væntanlega munu mál skýrast í kjölfar þessa fundar.
Eftir hádegi hitti ég Ólaf Sóleiman hjá My Secret. Hann framleiðir engiferdrykkinn fræga hér í Hveragerði og lítur stundum við til að ræða ýmislegt varðandi framleiðsluna. Virkilega flott vara en það er gaman að fylgjast með fólki sem fær jafn mikið af góðum hugmyndum og þau gera.
Kláruðum líka fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag. Í því eru tekjuforsendur næsta árs ásamt rekstraryfirliti. Bæjarráðsfundurinn verður örugglega í lengsta lagi því minnihlutinn hafnaði samstarfi um gerð fjárhagsáætlunar og er því að sjá þessi gögn fyrst núna.
Sendi grein frá okkur Ninnu Sif til Dagskrárinnar sem svar við grein Páls Sveinssonar frá því í síðustu viku. Við svörum ekki efnislega einstökum atriðum í greininni en gleðjumst yfir góðum skóla og því frábæra starfi sem þar er unnið. Það er mikilvægt að halda því til haga. Ennfremur ræðum við um þróun í fjölda nemenda og segjum eftirfarandi:
Því er ekki að leyna að nú stendur Grunnskólinn í Hveragerði á nokkrum tímamótum. Staðreyndin er sú að á síðustu 7 árum hefur nemendum í skólanum fækkað um tæplega 80. Á sama tíma hefur starfsfólki fjölgað um 7,6 stöðugildi. Nú er svo komið að sumar bekkjardeildir eru afar fámennar og í rúmlega 75% tilfella eru 13-17 nemendur í hverri bekkjardeild. Næsta haust mun enn fækka í skólanum þegar stærsti árgangurinn lýkur námi, 45 nemendur og inn koma 6 ára börnin sem munu væntanlega verða um 25 talsins. Grunnskólinn í Hveragerði hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem við treystum afskaplega vel til að standa vörð um gott innra starf skólans og bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum .
En Magnús Hlynur sendi mér þessa fínu mynd af systkinum mínum með nýja jólaísinn. Mér finnst nú eiginlega algjört lágmark að manni séu sendir svona eins og 1-2 ltr hingað niður eftir til að smakka :-)
P.S. Nældi mér í nýja jólaísinn í kvöld. Í honum eru gómsætir bitar af piparkökum, mjög góður og jólalegur !
Hittum síðan Ólaf og Elínu frá endurskoðunarstofunni PwC en nú er að hefjast hin árlega vinna við endurskoðun. Hún hefst alltaf á góðum fundi þar sem farið er yfir hin ýmsu atriði er lúta að endurskoðuninni. Fínn fundur og margt rætt, bæði viðkomandi rekstri bæjarfélagsins og ekki síður ýmsir ytri þættir sem við höfum enga stjórn á.
Var of sein á símafund um almenningssamgöngur þar sem við gleymdum okkur í spjallinu. Nú var tekin ákvörðun sem staðið verður við og væntanlega munu mál skýrast í kjölfar þessa fundar.
Eftir hádegi hitti ég Ólaf Sóleiman hjá My Secret. Hann framleiðir engiferdrykkinn fræga hér í Hveragerði og lítur stundum við til að ræða ýmislegt varðandi framleiðsluna. Virkilega flott vara en það er gaman að fylgjast með fólki sem fær jafn mikið af góðum hugmyndum og þau gera.
Kláruðum líka fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag. Í því eru tekjuforsendur næsta árs ásamt rekstraryfirliti. Bæjarráðsfundurinn verður örugglega í lengsta lagi því minnihlutinn hafnaði samstarfi um gerð fjárhagsáætlunar og er því að sjá þessi gögn fyrst núna.
Sendi grein frá okkur Ninnu Sif til Dagskrárinnar sem svar við grein Páls Sveinssonar frá því í síðustu viku. Við svörum ekki efnislega einstökum atriðum í greininni en gleðjumst yfir góðum skóla og því frábæra starfi sem þar er unnið. Það er mikilvægt að halda því til haga. Ennfremur ræðum við um þróun í fjölda nemenda og segjum eftirfarandi:
Því er ekki að leyna að nú stendur Grunnskólinn í Hveragerði á nokkrum tímamótum. Staðreyndin er sú að á síðustu 7 árum hefur nemendum í skólanum fækkað um tæplega 80. Á sama tíma hefur starfsfólki fjölgað um 7,6 stöðugildi. Nú er svo komið að sumar bekkjardeildir eru afar fámennar og í rúmlega 75% tilfella eru 13-17 nemendur í hverri bekkjardeild. Næsta haust mun enn fækka í skólanum þegar stærsti árgangurinn lýkur námi, 45 nemendur og inn koma 6 ára börnin sem munu væntanlega verða um 25 talsins. Grunnskólinn í Hveragerði hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem við treystum afskaplega vel til að standa vörð um gott innra starf skólans og bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum .
En Magnús Hlynur sendi mér þessa fínu mynd af systkinum mínum með nýja jólaísinn. Mér finnst nú eiginlega algjört lágmark að manni séu sendir svona eins og 1-2 ltr hingað niður eftir til að smakka :-)
P.S. Nældi mér í nýja jólaísinn í kvöld. Í honum eru gómsætir bitar af piparkökum, mjög góður og jólalegur !
28. nóvember 2011
Afmæliskaffi í vinnunni er góður siður sem tryggir að við fáum hér reglulega góðan skammt af góðgæti með morgunkaffinu. Í dag var afmæliskaffi, það er alltaf skemmtilegt!
Símafundur í morgun vegna útboðs almenningssamgangna. Unnið er að því að ná lendingu í því máli og vonandi gengur það í þessari viku. Átti tvö símtöl vegna þessa málaflokks. Annað var við mann sem hafði verið skilinn eftir í Reykjavík í gær kl. 17:30. Reyndar 13 einstaklingar aðrir einnig. Þá voru rúmir þrír tímar í næsta bíl austur svo eðlilega skapaðist þarna reiði og ergelsi sem er vont að þurfa að upplifa. Einmitt vegna þessa leggjum við mikla áherslu á þann möguleika að hægt sé að standa í vögnunum í framtíðinni. Veit að mörgum finnst það óðs manns æði en á höfuðborgarsvæðinu er líka staðið í bílunum á oft jafnmikilli ferð og í jafnlangan tíma. Þurfum bara að venjast þessari tilhugsun.
Eftir hádegi fór ég yfir gögn vegna fundar bæjarráðs í vikunni. Síðan hófst kynningarfundur um jafnréttisáætlanir kl. 14 og stóð hann í tvo tíma. Góður og fróðlegur fundur sem fleiri hefðu að ósekju mátt sækja.
Klukkan 17 hófst fundur meirihlutans um fjárhagsáætlun sem stóð fram á kvöld. Unnið var í fjárhagsáætlun og nú held ég að þetta sé komið :-)
-------------------------
Í hádeginu var mér litið niður á gólfið í kaffistofunni og hvað blasti við þar nema dauð mús. Það er algjör ráðgáta hvernig kvikindið komst inn en hér er aldrei opið út. Mig grunar loftræstikerfið ! ! !
Símafundur í morgun vegna útboðs almenningssamgangna. Unnið er að því að ná lendingu í því máli og vonandi gengur það í þessari viku. Átti tvö símtöl vegna þessa málaflokks. Annað var við mann sem hafði verið skilinn eftir í Reykjavík í gær kl. 17:30. Reyndar 13 einstaklingar aðrir einnig. Þá voru rúmir þrír tímar í næsta bíl austur svo eðlilega skapaðist þarna reiði og ergelsi sem er vont að þurfa að upplifa. Einmitt vegna þessa leggjum við mikla áherslu á þann möguleika að hægt sé að standa í vögnunum í framtíðinni. Veit að mörgum finnst það óðs manns æði en á höfuðborgarsvæðinu er líka staðið í bílunum á oft jafnmikilli ferð og í jafnlangan tíma. Þurfum bara að venjast þessari tilhugsun.
Eftir hádegi fór ég yfir gögn vegna fundar bæjarráðs í vikunni. Síðan hófst kynningarfundur um jafnréttisáætlanir kl. 14 og stóð hann í tvo tíma. Góður og fróðlegur fundur sem fleiri hefðu að ósekju mátt sækja.
Klukkan 17 hófst fundur meirihlutans um fjárhagsáætlun sem stóð fram á kvöld. Unnið var í fjárhagsáætlun og nú held ég að þetta sé komið :-)
-------------------------
Í hádeginu var mér litið niður á gólfið í kaffistofunni og hvað blasti við þar nema dauð mús. Það er algjör ráðgáta hvernig kvikindið komst inn en hér er aldrei opið út. Mig grunar loftræstikerfið ! ! !
27. nóvember 2011
Föstudagurinn annasamur að venju. Byrjaði með fundi þar sem formaður fræðslunefndar, forseti bæjarstjórnar og ég hittum Pál Sveinsson sem skrifaði grein í Dagskrána í vikunni. Greinina var gott að ræða og einstök efnisatriði í henni.
Eftir hádegi var venju fremur stuttur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komst heim áður en allir yfirgáfu skrifstofuna fyrir helgina. Síðdegis hittust nokkrar hressar konur í árlegu glæsilegu jólaboði. En þar gat ég því miður ekki stoppað lengi þar sem jólahlaðborð Kjörís var haldið á Hótel Örk þetta kvöld. Gómsætur matur og góður félagsskapur tryggði gott kvöld.
Fengum góða gesti í opið hús Sjálfstæðismanna en Björg okkar Einarsdóttir bauð til okkar Elínu Pálmadóttur, rithöfundi. Hún er hafsjór af fróðleik og þrátt fyrir að vera komin hátt á níræðisaldur öldungis eldspræk. Svona konur eru stórkostlegar fyrirmyndir það er víst alveg ábyggilegt :-)
Þar sem systur mína voru út og suður þessa helgi þá fékk ég að passa bæði Hauk og Hafrúnu. Það er búið að vera óskaplega skemmtilegt hjá okkur. Búið að hitta jólasveina í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, fara á kaffihús, setja upp jólaborgina hér á Heiðmörkinni, gefa fuglunum, leika sér í snjónum og margt margt fleira! Þau sváfu eins og englar en sáu reyndar til þess að ekki var sofið út :-) Horfði á Sveppa og Tinna í morgunsjónvarpinu í staðinn. Það skeður annars aldrei !
Náði í dag að pakka inn svotil öllum jólagjöfunum. Þá er heilmikið frá! Eplaskífukaffi hjá Guðrúnu og Jóa, síðdegis og síðan rölti stórfjölskyldan uppí miðbæ þar sem kveikt var á ljósunum á jólatré bæjarins. Alveg einstakt veður og yndislega fallegt um að litast!
Ég sendi örstutt skeyti til vinabæjar okkar í Færeyjum daginn eftir óveðrið sem gekk þar yfir í liðinni viku. Heyrði frá þeim í dag og sluppu þeir betur en margir vegna staðsetningar Tófta. En þeim þótti svo vænt um kveðjuna frá okkur að hún rataði á heimasíðuna þeirra. Mér þótti ekki síður vænt um það !
Set hér með mynd af störrunum þar sem þeir bíða eftir matnum sínum í garðinum okkar og eina jólasnjó mynd. Gulli var náttúrulega svo einstaklega forvitinn að hann hætti sér út til að fylgjast með myndatökunni :-)
Eftir hádegi var venju fremur stuttur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komst heim áður en allir yfirgáfu skrifstofuna fyrir helgina. Síðdegis hittust nokkrar hressar konur í árlegu glæsilegu jólaboði. En þar gat ég því miður ekki stoppað lengi þar sem jólahlaðborð Kjörís var haldið á Hótel Örk þetta kvöld. Gómsætur matur og góður félagsskapur tryggði gott kvöld.
Fengum góða gesti í opið hús Sjálfstæðismanna en Björg okkar Einarsdóttir bauð til okkar Elínu Pálmadóttur, rithöfundi. Hún er hafsjór af fróðleik og þrátt fyrir að vera komin hátt á níræðisaldur öldungis eldspræk. Svona konur eru stórkostlegar fyrirmyndir það er víst alveg ábyggilegt :-)
Þar sem systur mína voru út og suður þessa helgi þá fékk ég að passa bæði Hauk og Hafrúnu. Það er búið að vera óskaplega skemmtilegt hjá okkur. Búið að hitta jólasveina í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, fara á kaffihús, setja upp jólaborgina hér á Heiðmörkinni, gefa fuglunum, leika sér í snjónum og margt margt fleira! Þau sváfu eins og englar en sáu reyndar til þess að ekki var sofið út :-) Horfði á Sveppa og Tinna í morgunsjónvarpinu í staðinn. Það skeður annars aldrei !
Náði í dag að pakka inn svotil öllum jólagjöfunum. Þá er heilmikið frá! Eplaskífukaffi hjá Guðrúnu og Jóa, síðdegis og síðan rölti stórfjölskyldan uppí miðbæ þar sem kveikt var á ljósunum á jólatré bæjarins. Alveg einstakt veður og yndislega fallegt um að litast!
Ég sendi örstutt skeyti til vinabæjar okkar í Færeyjum daginn eftir óveðrið sem gekk þar yfir í liðinni viku. Heyrði frá þeim í dag og sluppu þeir betur en margir vegna staðsetningar Tófta. En þeim þótti svo vænt um kveðjuna frá okkur að hún rataði á heimasíðuna þeirra. Mér þótti ekki síður vænt um það !
Set hér með mynd af störrunum þar sem þeir bíða eftir matnum sínum í garðinum okkar og eina jólasnjó mynd. Gulli var náttúrulega svo einstaklega forvitinn að hann hætti sér út til að fylgjast með myndatökunni :-)
24. nóvember 2011
Í morgun fórum við Helga, skrifstofusstjóri og Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi yfir viðhaldsverkefni húseigna bæjarins fyrir næsta ár. Undanfarin ár hafa ávallt verið settir þónokkrir fjármunir til viðhaldsverkefna þó aldrei sé það nóg. Grunnskólinn fær eins og endranær hæstu fjármunina ef tillögur okkar verða samþykktar af meirihlutanum.
Vann umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamálastofu fyrir hönd Hveragarðsins í miðbænum sem verður send á morgun. Hefði gjarnan viljað senda aðra umsókn vegna tjaldsvæðisins en það er spurning hvort það sé ekki aðeins of mikið þar sem við erum líka þátttandur í umsókn um úrbætur á gönguleiðinni inn Reykjadal og að heita læknum. Það er svolítið gaman að því að hún Laufey Sif vann greiningu á gönguleiðinni sem BS verkefni í umhverfisskipulagi og hefur nú tekist að vekja heilmikinn áhuga á verkefninu með góðri kynningu niður í Ölfusi sem og hér. Verst að hún skuli vera á Indlandi en ekki hér til að fylgja þessu eftir :-)
Við Helga fórum síðan eina umferð yfir fjárhagsáætlun ársins 2012 sem nú er að nálgast endanlega mynd.
Borðaði síðan gjörsamlega yfir mig í kvöldverðarboði hjá Baniprosonno og Putul sem nú eru í Varmahlíðarhúsinu. Indversk matargerð af bestu gerð, áhugaverðar umræður og listaverkaskoðun gerði kvöldið ógleymanlegt. Yndislegt fólk sem við erum svo lánsöm að hafa kynnst !
Vann umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamálastofu fyrir hönd Hveragarðsins í miðbænum sem verður send á morgun. Hefði gjarnan viljað senda aðra umsókn vegna tjaldsvæðisins en það er spurning hvort það sé ekki aðeins of mikið þar sem við erum líka þátttandur í umsókn um úrbætur á gönguleiðinni inn Reykjadal og að heita læknum. Það er svolítið gaman að því að hún Laufey Sif vann greiningu á gönguleiðinni sem BS verkefni í umhverfisskipulagi og hefur nú tekist að vekja heilmikinn áhuga á verkefninu með góðri kynningu niður í Ölfusi sem og hér. Verst að hún skuli vera á Indlandi en ekki hér til að fylgja þessu eftir :-)
Við Helga fórum síðan eina umferð yfir fjárhagsáætlun ársins 2012 sem nú er að nálgast endanlega mynd.
Borðaði síðan gjörsamlega yfir mig í kvöldverðarboði hjá Baniprosonno og Putul sem nú eru í Varmahlíðarhúsinu. Indversk matargerð af bestu gerð, áhugaverðar umræður og listaverkaskoðun gerði kvöldið ógleymanlegt. Yndislegt fólk sem við erum svo lánsöm að hafa kynnst !
23. nóvember 2011
Virkilega góður fundur í hönnunarhópi Hamarshallarinnar í dag. Nú er verið að leggja lokahönd á teikningar og þær grundvallarforsendur sem þurfa að vera til staðar. Húsið verður stagað niður með vírum sem festir verða í sérstakar festingar í sökklunum. Þetta er öryggisráðstöfun umfram það sem annars staðar þekkist til að tryggja það að húsið haggist ekki á hverju sem dynur. Sökklarnir eru einnig margfalt stærri en þeir sem við þekkjum frá sambærilegum húsum annars staðar en allar eru þessar forsendur hér unnar af færustu sérfræðingum til að tryggja að rétt og örugglega sé staðið að málum.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, boðaði mig á fund hjá OR í dag þar sem hópur sérfræðinga hittist til að hefja störf í hópi sem á að skoða og greina ástæður manngerðu jarðskjálftanna í Húsmúla. Mér finnst þetta gott skref hjá Orkuveitunni og ég hef mikla trú á þessum hópi sem er skipaður afar færum óháðum sérfræðingum. Vinnunni stýrir Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands. Umræðurnar voru afar áhugaverðar svo það verður gaman að fylgjast með þessari vinnu í framtíðinni. Á fundi bæjarráðs í næstu viku munum við væntanlega skipa fulltrúa Hveragerðisbæjar í hópinn.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, boðaði mig á fund hjá OR í dag þar sem hópur sérfræðinga hittist til að hefja störf í hópi sem á að skoða og greina ástæður manngerðu jarðskjálftanna í Húsmúla. Mér finnst þetta gott skref hjá Orkuveitunni og ég hef mikla trú á þessum hópi sem er skipaður afar færum óháðum sérfræðingum. Vinnunni stýrir Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands. Umræðurnar voru afar áhugaverðar svo það verður gaman að fylgjast með þessari vinnu í framtíðinni. Á fundi bæjarráðs í næstu viku munum við væntanlega skipa fulltrúa Hveragerðisbæjar í hópinn.
22. nóvember 2011
Dagurinn byrjaði með stjórnarfundi hjá Sorpstöð Suðurlands. Þar var rætt um jarðgerð og moltu og þær miklu kröfur sem gerðar eru til moltunnar eigi hún að nýtast sem jarðvegsbætir. Kröfurnar sem gerðar eru til kjötmjölsins eru af sama tog enda virðist næstum því hvergi mega nota það. Þrátt fyrir gríðarlega hitameðhöndlun. Það er hreint með ólíkindum hvað við erum hér á Íslandi að verða heilagri en páfinn þegar kemur að því að fylgja eftir regluverki sem þrátt fyrir að vera sett í Brussel er ekki tíðkað með sama offorsi í Evrópu eins og hér er gert. Eftirlitsstofnanir fara nú hamförum og ná um leið að telja fólki trú um að hér sé allt í kalda koli. Það er athyglisverð forgangsröðun og svo mér gott innlegg í þá stöðu sem við búum við nú, á tímum mestu efnahagslægðar síðari tíma.
Mér finnst það líka mjög "gott" innlegg hjá Páli Sveinssyni, kennara við Grunnskólann í Hveragerði og yfirmanni félagsmiðstöðvarinnar að opinberlega lýsa því yfir að hér sé grunnskólinn ekki á vetur setjandi. Grein hans er komin á netið og mun væntanlega verða í Dagskránni í vikunni. Þar segir hann aðbúnað skólans til háborinnar skammar og börnunum séu hér búin hörmuleg skilyrði til náms. Ég er sjálf búin að eiga börn hér í skólanum í 20 ár samfellt og þykir því mjög miður hvernig Páll talar um skólann. Ég get alveg fullyrt að börn í grunnskólanum hafa aðgang að rennandi vatni! Það eru heldur ekki hundruðir metra út í "Mjólkurbúið" þar sem yngstu börnunum hefur verið búin afar góð aðstaða og flestum foreldrum hefur fundist yndislegt að geta leyft þeim að aðlagast grunnskólanum í frið og ró í því húsnæði. Merkileg fannst mér líka umræðan um töluverið en þar voru þær tölvur sem enn voru í góðu lagi settar í önnur not innan skólans og í staðinn var keyptur tölvuvagn með 12 fartölvum, þetta var gert í fullkomnu samráði við stjórnendateymi skólans. Það er nefnilega þannig að skólinn fær ákveðna fjárupphæð til umráða á ári. Hvort henni er ráðstafað í nemendaskápa, ferðalög eða tölvur er skólans að ákveða! En grein Páls finnst mér vont innlegg í kjölfarið á þeirri miklu vinnu sem við höfum lagt í til að rétta af orðspor skólans, Hveragerðisbæjar og Hvergerðinga eftir eineltisumræðuna fyrr á árinu. Þar lögðumst við öll á eitt, sameinuð og stóðum þétt saman. Við í bæjarstjórninni erum nefnilega ekki óvinir skólans. Við erum samherjar, þá staðreynd virðast því miður sumir ekki muna lengur!
En svargrein mun birtast fljótlega þar sem betur verður farið yfir staðreyndir varðandi rekstur skólans.
Mér finnst það líka mjög "gott" innlegg hjá Páli Sveinssyni, kennara við Grunnskólann í Hveragerði og yfirmanni félagsmiðstöðvarinnar að opinberlega lýsa því yfir að hér sé grunnskólinn ekki á vetur setjandi. Grein hans er komin á netið og mun væntanlega verða í Dagskránni í vikunni. Þar segir hann aðbúnað skólans til háborinnar skammar og börnunum séu hér búin hörmuleg skilyrði til náms. Ég er sjálf búin að eiga börn hér í skólanum í 20 ár samfellt og þykir því mjög miður hvernig Páll talar um skólann. Ég get alveg fullyrt að börn í grunnskólanum hafa aðgang að rennandi vatni! Það eru heldur ekki hundruðir metra út í "Mjólkurbúið" þar sem yngstu börnunum hefur verið búin afar góð aðstaða og flestum foreldrum hefur fundist yndislegt að geta leyft þeim að aðlagast grunnskólanum í frið og ró í því húsnæði. Merkileg fannst mér líka umræðan um töluverið en þar voru þær tölvur sem enn voru í góðu lagi settar í önnur not innan skólans og í staðinn var keyptur tölvuvagn með 12 fartölvum, þetta var gert í fullkomnu samráði við stjórnendateymi skólans. Það er nefnilega þannig að skólinn fær ákveðna fjárupphæð til umráða á ári. Hvort henni er ráðstafað í nemendaskápa, ferðalög eða tölvur er skólans að ákveða! En grein Páls finnst mér vont innlegg í kjölfarið á þeirri miklu vinnu sem við höfum lagt í til að rétta af orðspor skólans, Hveragerðisbæjar og Hvergerðinga eftir eineltisumræðuna fyrr á árinu. Þar lögðumst við öll á eitt, sameinuð og stóðum þétt saman. Við í bæjarstjórninni erum nefnilega ekki óvinir skólans. Við erum samherjar, þá staðreynd virðast því miður sumir ekki muna lengur!
En svargrein mun birtast fljótlega þar sem betur verður farið yfir staðreyndir varðandi rekstur skólans.
21. nóvember 2011
Unnið í fjárhagsáætlun meira og minna í dag. Reyndar varð að svara tölvupóstum helgarinnar og skipuleggja vikuna framundan sem alltaf tekur tíma. En fjárhagsáætlunin er mál málanna núna þegar fundaröð undangenginna vikna er að baki. Við erum að vona að ekki þurfi að koma til mikils niðurskurðar til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert en auðvitað er ástand efnahagsmála með þeim hætti að enn verður að halda vel um hverja króna og spara allt sem hægt er. Í kvöld var langur fundur meirihlutans þar sem við fórum yfir hverja deild, lið fyrir lið. Á morgun munum við Helga hitta grunnskólafólk til að fara enn betur yfir ýmsar stærðir í þeim rekstri. Það er ekki nema eðlilegt að horft sé sérstaklega til grunnskólans þar sem hann tekur til sín stærsta einstaka hluta tekna bæjarins og því er mikilvægt að þar sé vel haldið utan um alla hluti. Það hefur reyndar verið gert og erum við starfsmönnum og stjórnendum afar þakklát fyrir það góða starf sem þar er unnið.
Nú vinna starfsmenn áhaldahúss hörðum höndum að því að setja upp jólaskreytingar í bæjarfélaginu. Kveikt var á ljósunum á staurunum á fimmtudaginn og á hverjum degi bætast nýjar skreytingar við. Þær lífga uppá skammdegið sérstaklega þegar jafn dimmt er yfir og nú er. Við Jóhanna fórum á stúfana í síðustu viku að skoða jólatré í görðum bæjarbúa sem okkur hafa staðið til boða að undanförnu. Mörg er ansi erfitt að ná í svo þau koma varla til greina. En önnur jafnvel svo falleg að ég myndi aldrei fella þau :-) Reyndar fékk ég ferlega góða hugljómun (að mínu mati) í vikunni varðandi jólatré bæjarins sem ég ætla að þróa aðeins betur áður en ég viðra hana í stærri hópi. Nú er spurning hvort Hvergerðingar séu ekki tilbúnir fyrir nýjungar á næsta ári :-)
Nú vinna starfsmenn áhaldahúss hörðum höndum að því að setja upp jólaskreytingar í bæjarfélaginu. Kveikt var á ljósunum á staurunum á fimmtudaginn og á hverjum degi bætast nýjar skreytingar við. Þær lífga uppá skammdegið sérstaklega þegar jafn dimmt er yfir og nú er. Við Jóhanna fórum á stúfana í síðustu viku að skoða jólatré í görðum bæjarbúa sem okkur hafa staðið til boða að undanförnu. Mörg er ansi erfitt að ná í svo þau koma varla til greina. En önnur jafnvel svo falleg að ég myndi aldrei fella þau :-) Reyndar fékk ég ferlega góða hugljómun (að mínu mati) í vikunni varðandi jólatré bæjarins sem ég ætla að þróa aðeins betur áður en ég viðra hana í stærri hópi. Nú er spurning hvort Hvergerðingar séu ekki tilbúnir fyrir nýjungar á næsta ári :-)
20. nóvember 2011
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk síðdegis í dag. Árangursríkur og góður fundur þar sem tekist var á um hin ýmsu málefni bæði í nefndastarfi og í aðalsal. Það er svo merkilegt að fólk virðist halda að á svona þingum séu allir alltaf sammála og hjarðhegðunin svo til óbærileg. Slíkt er órafjarri raunveruleikanum og það vita allir þeir fjölmörgu sem sótt hafa landsfundina í gegnum tíðina.
Ég tók þátt í starfi efnahags- og skattanefndar. Þar hafði, í drögum að ályktun, fyrir fundinn verið gert ráð fyrir samþykkt tillögu um að leggja bæri Jöfnunarsjóð sveitarfélaga niður. Tillaga sem ég fylgdi þar eftir fyrir hönd nokkra annarra bæjarsjóra, um að hætt yrði við þær fyrirætlanir var samþykkt.
Aftur á móti var felld frá mér tillaga um að ekki yrðu felld úr lögum ákvæði um lágmarksútsvar. Það fannst mér slæmt þar sem lög um lágmarksútsvar gera að verkum að ákveðið samræmi er í skattheimtu sveitarfélaga óháð þeim tekjum sem þau hugsanlega hafa af öðru en útsvari. Staða sumra sveitarfélaga er nefnilega þannig að þau gætu sleppt því að innheimta útsvar því virkjanir eða önnur stórfyrirtæki, jafnvel opinber, eru staðsett í viðkomandi sveitarfélagi og þannig myndast oft óheyrilegar tekjur óháð þjónustu við viðkomandi stofnun. Sem dæmi um þetta má nefna að Orkuveita Reykjavíkur ein og sér borgar milli 80-90 mkr í fasteignagjöld í Ölfusi á meðan að öll fasteignagjöld hér í Hveragerði af fyrirtækjum, stofnunum og íbúum er um 134 mkr. Þessar staðreyndar skekkja verulega stöðuna á milli sveitarfélaga á landinu og þá þjónustu sem þau geta veitt íbúum sínum. Viðtökur nefndarmanna við tillögunni voru á þá leið að það var auðséð að hún myndi aldrei fá brautargengi í stóra salnum svo ég flutt hana ekki aftur þar !
Hvergerðingar náðu líka inn í ályktunina um orkumál texta um að við framkvæmdir við orkunýtingu mætti aldrei valda skaða á lífi og heilsu fólks. Friðrik Sigurbjörnsson stóð sig vel og flutti tillögu í stóra salnum sem tryggði aðkomu ungra Sjálfstæðismanna að kjördæmisráðum. Það var vel að verki staðið. Við áttum síðan stóran hóp í talningu atkvæða og Unnur stýrði Velferðarnefndinni á fundinum. Virkilega vel að verki staðið hjá okkar fólki :-)
Annars var ég afskaplega ánægð með fundinn og vonast til að hann verði sú lyftistöng í starfinu sem hann svo sannarlega ætti að vera. Forysta flokksins var endurkjörin og þrátt fyrir að valið hafi verið á milli manna þá sætta allir sig við niðurstöðuna. Hanna Birna stóð sig gríðarlega vel á fundinum og hélt frábæra ræðu á laugardeginum. Það gerði Bjarni líka svo það var auðvitað ekki skrýtið þó valið á milli þeirra væri mörgum erfitt. En það er líka virkilega gaman að sjá hversu flotta leiðtoga við eigum og við getum verið stolt af þeim öllum þremur því Ólöf Nordal kemur alltaf einstaklega vel fyrir, er skemmtilega frjálsleg og mjög skynsamur stjórnmálamaður. Við erum vel stödd með þetta flotta fólk í forystusveitinni í landsmálunum og í höfuðborginni !
Ég tók þátt í starfi efnahags- og skattanefndar. Þar hafði, í drögum að ályktun, fyrir fundinn verið gert ráð fyrir samþykkt tillögu um að leggja bæri Jöfnunarsjóð sveitarfélaga niður. Tillaga sem ég fylgdi þar eftir fyrir hönd nokkra annarra bæjarsjóra, um að hætt yrði við þær fyrirætlanir var samþykkt.
Aftur á móti var felld frá mér tillaga um að ekki yrðu felld úr lögum ákvæði um lágmarksútsvar. Það fannst mér slæmt þar sem lög um lágmarksútsvar gera að verkum að ákveðið samræmi er í skattheimtu sveitarfélaga óháð þeim tekjum sem þau hugsanlega hafa af öðru en útsvari. Staða sumra sveitarfélaga er nefnilega þannig að þau gætu sleppt því að innheimta útsvar því virkjanir eða önnur stórfyrirtæki, jafnvel opinber, eru staðsett í viðkomandi sveitarfélagi og þannig myndast oft óheyrilegar tekjur óháð þjónustu við viðkomandi stofnun. Sem dæmi um þetta má nefna að Orkuveita Reykjavíkur ein og sér borgar milli 80-90 mkr í fasteignagjöld í Ölfusi á meðan að öll fasteignagjöld hér í Hveragerði af fyrirtækjum, stofnunum og íbúum er um 134 mkr. Þessar staðreyndar skekkja verulega stöðuna á milli sveitarfélaga á landinu og þá þjónustu sem þau geta veitt íbúum sínum. Viðtökur nefndarmanna við tillögunni voru á þá leið að það var auðséð að hún myndi aldrei fá brautargengi í stóra salnum svo ég flutt hana ekki aftur þar !
Hvergerðingar náðu líka inn í ályktunina um orkumál texta um að við framkvæmdir við orkunýtingu mætti aldrei valda skaða á lífi og heilsu fólks. Friðrik Sigurbjörnsson stóð sig vel og flutti tillögu í stóra salnum sem tryggði aðkomu ungra Sjálfstæðismanna að kjördæmisráðum. Það var vel að verki staðið. Við áttum síðan stóran hóp í talningu atkvæða og Unnur stýrði Velferðarnefndinni á fundinum. Virkilega vel að verki staðið hjá okkar fólki :-)
Annars var ég afskaplega ánægð með fundinn og vonast til að hann verði sú lyftistöng í starfinu sem hann svo sannarlega ætti að vera. Forysta flokksins var endurkjörin og þrátt fyrir að valið hafi verið á milli manna þá sætta allir sig við niðurstöðuna. Hanna Birna stóð sig gríðarlega vel á fundinum og hélt frábæra ræðu á laugardeginum. Það gerði Bjarni líka svo það var auðvitað ekki skrýtið þó valið á milli þeirra væri mörgum erfitt. En það er líka virkilega gaman að sjá hversu flotta leiðtoga við eigum og við getum verið stolt af þeim öllum þremur því Ólöf Nordal kemur alltaf einstaklega vel fyrir, er skemmtilega frjálsleg og mjög skynsamur stjórnmálamaður. Við erum vel stödd með þetta flotta fólk í forystusveitinni í landsmálunum og í höfuðborginni !
17. nóvember 2011
Þá er landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn. Setningin er alltaf einstaklega hátíðleg og setur í hvert skipti tóninn fyrir helgina og þá vinnu sem framundan er. Mér finnst vera afskaplega góður andi á þessum fundi og þrátt fyrir komandi formannskosningu virðist manni sem mikil og góð eining sé ríkjandi. Veit á gott !
Hér til hliðar má sjá ábúðarmikla Hvergerðinga bíða eftir að setningarathöfnin hefjist.
En dagurinn í dag hófst að öðru leyti með fundi bæjarráðs. Þar var m.a. samþykkt ályktun til stuðnings Réttargeðdeildinni á Sogni en mikilvægt er að stand vörð um það góða starf sem þar er unnið og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir gerræðislegar ákvarðanir sem virðast ekki studdar nægilega góðum rökum.
Eftir hádegi var langur fundur í Reykjavík vegna almenningssamgangna hér á Suðurlandi. Unnið er að samningagerð í kjölfar útboðsins sem efnt var til á haustmánuðum. Bílar og fólk áttu lægsta tilboð og hittum við fulltrúa félagsins í dag.
16. nóvember 2011
Undanfarnir dagar hafa verið ansi viðburðaríkir og þéttsetnir. Það er líka oftast skýringin þegar engar færslur koma á bloggið í lengri tíma. Þetta er klárlega það sem situr oftast á hakanum enda svo sem enginn landbrestur þó ekkert sé fært hér á síðuna!
En í dag hittumst við Anna Björg, Sigurður og Hróðmar frá Sveitarfélaginu Ölfusi, ég og Guðmundur Baldursson frá Hveragerðisbæ og Guðríður staðarhaldari á Landbúnaðarháskólanum að Reykjum til að ræða Reykjadal og Grænsdal. Þetta var afskaplega góður og árangursríkur fundur þar sem fram kom vilji til að þetta svæði allt yrði friðlýst og að þegar yrði hafinn undirbúningur að því. Ennfremur var samþykkt að stefna að umsókn í Framkvæmdasjóð Ferðamálastofu til þess að hægt yrði að ráðast í úrbætur á þeim stöðum sem hvað hættulegastir eru á þessari gönguleið. Á fundi bæjarráðs í fyrramálið verður fundargerð þessa fundar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu svo nú ganga hlutirnir hratt fyrir sig.
Hitti síðan ásamt Jóhönnu aðila sem vinna að uppsetningu sjálfvirks kortabúnaðar sem einfaldað getur daglegt líf til mikilla muna fyrir þá sem nota þjónustu sem daglega/oft þarf að greiða fyrir. Þetta aðgangsstýringakerfi hefur þegar verið tekið upp t.d. í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Munum skoða þetta betur á næstunni.
Eftir hádegi var langur fundur vegna Hamarshallarinnar, loftborna íþróttahússins, sem rísa mun inní Dal á næsta ári. Nú er hönnun á algjöru lokastigi og standa vonir til að eftir fund í næstu viku muni verða hægt að loka þessum pakka og bjóða út sökkla og frágang við þá. Í gærkvöldi fór ég með gönguhópnum inn að Friðarstöðum og það er alveg ljóst að bæta verður úr lýsingu frá byggðinni og innað Hamarsvelli áður en húsið opnar á næsta ári. Ennfremur verður að gera þar úrbætur á göngustígum til að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt.
Undirbjó fund bæjarráðs sem funda mun í fyrramálið og skrifaði meðal annars bókun vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar Réttardeildarinnar að Sogni.
Síðdegis fórum við í 50 ára afmælisveislu hjá henni Elsu Busk. Það var virkilega skemmtilegt enda hvernig á annað að vera í jafn góðum félagsskap og þar var :-)
Leit við í íþróttahúsinu og náði fjórða leikhluta í leik meistaraflokks kvenna gegn Haukum. Þegar við komum í húsið var jafnt en síðan seig á ógæfuhliðina og Haukar mörðu sigur eftir góða baráttu okkar kvenna á lokamínútunum. Fúlt að ná ekki að landa þessum sigri, en svona getur þetta verið !
-----------------------
Oft er lífið harkalegra en við teljum eðlilegt og atburðir gerast sem flestum eru illskiljanlegir. Heimsótti í kvöld Öllu og Gumma, félaga okkar í bæjarstjórn, en á einni viku hafa þau misst móður hennar og föður hans. Hugur okkar er hjá ykkur kæru vinir !
En í dag hittumst við Anna Björg, Sigurður og Hróðmar frá Sveitarfélaginu Ölfusi, ég og Guðmundur Baldursson frá Hveragerðisbæ og Guðríður staðarhaldari á Landbúnaðarháskólanum að Reykjum til að ræða Reykjadal og Grænsdal. Þetta var afskaplega góður og árangursríkur fundur þar sem fram kom vilji til að þetta svæði allt yrði friðlýst og að þegar yrði hafinn undirbúningur að því. Ennfremur var samþykkt að stefna að umsókn í Framkvæmdasjóð Ferðamálastofu til þess að hægt yrði að ráðast í úrbætur á þeim stöðum sem hvað hættulegastir eru á þessari gönguleið. Á fundi bæjarráðs í fyrramálið verður fundargerð þessa fundar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu svo nú ganga hlutirnir hratt fyrir sig.
Hitti síðan ásamt Jóhönnu aðila sem vinna að uppsetningu sjálfvirks kortabúnaðar sem einfaldað getur daglegt líf til mikilla muna fyrir þá sem nota þjónustu sem daglega/oft þarf að greiða fyrir. Þetta aðgangsstýringakerfi hefur þegar verið tekið upp t.d. í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Munum skoða þetta betur á næstunni.
Eftir hádegi var langur fundur vegna Hamarshallarinnar, loftborna íþróttahússins, sem rísa mun inní Dal á næsta ári. Nú er hönnun á algjöru lokastigi og standa vonir til að eftir fund í næstu viku muni verða hægt að loka þessum pakka og bjóða út sökkla og frágang við þá. Í gærkvöldi fór ég með gönguhópnum inn að Friðarstöðum og það er alveg ljóst að bæta verður úr lýsingu frá byggðinni og innað Hamarsvelli áður en húsið opnar á næsta ári. Ennfremur verður að gera þar úrbætur á göngustígum til að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt.
Undirbjó fund bæjarráðs sem funda mun í fyrramálið og skrifaði meðal annars bókun vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar Réttardeildarinnar að Sogni.
Síðdegis fórum við í 50 ára afmælisveislu hjá henni Elsu Busk. Það var virkilega skemmtilegt enda hvernig á annað að vera í jafn góðum félagsskap og þar var :-)
Leit við í íþróttahúsinu og náði fjórða leikhluta í leik meistaraflokks kvenna gegn Haukum. Þegar við komum í húsið var jafnt en síðan seig á ógæfuhliðina og Haukar mörðu sigur eftir góða baráttu okkar kvenna á lokamínútunum. Fúlt að ná ekki að landa þessum sigri, en svona getur þetta verið !
-----------------------
Oft er lífið harkalegra en við teljum eðlilegt og atburðir gerast sem flestum eru illskiljanlegir. Heimsótti í kvöld Öllu og Gumma, félaga okkar í bæjarstjórn, en á einni viku hafa þau misst móður hennar og föður hans. Hugur okkar er hjá ykkur kæru vinir !
13. nóvember 2011
Sunnudagskvöld og nokkuð viðburðarík helgi að baki. Kristján Þór mætti hér á föstudagsmorgni og kynnti starf framtíðarnefndar. Eitthvað á annan tug Sjálfstæðismanna mætti sem verður að teljast nokkuð gott því undanfarið hefur verið boðið hér uppá algjöra ofgnótt af fundum !
Eftir fundinn með Kristjáni skrapp ég í vinnuna að hitta Helgu til að fara yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Eftir það var helgin nokkuð róleg! Þvoði til dæmis allar gardínur í stofunni og þreif gluggana svo jólahreingerningin er hér með hafin...
Byrjaði sunnudaginn á röskum göngutúr meðfram fjallinu. Algjörlega yndislegt veður. Logn, sól og næstum því 10 stiga hiti. Frábært gönguveður. Skruppum síðan öll fjögur uppí íþróttahús að horfa á Íslandsmeistaramótið í fimleikum sem þar var haldið. Það er eiginlega lygilegt að það skuli hafa komist fyrir í húsinu. Sá HvergerðinganaErlu Lind, Gunnhildi, Heklu og Þóri Thorlacius keppa og stóðu þau sig vel. Mér skilst að þetta hafi verið úrslitin í dag, en annars er ég löngu hætt að skilja reglurnar í fimleikum. Það er svo ansi langt síðan að Laufey Sif hætti :-)
Kíktum síðan fjölskyldan á Café Rose, þar var þónokkuð rennerí af fólki og greinilegt að veitingastaðurinn er vinsæl viðbót við flóru veitingastaða sem hér er.
Dagurinn endaði í bíó en við mamma ásamt Hafnarfjarðarmeið ættarinnar fórum á Selfoss að sjá Jón og séra Jón, heimildarmynd um Jón Ísleifsson, fyrrverandi sóknarprest í Árneshreppi á Ströndum. Athyglisverð mynd um atburði sem voru fyrirferðamiklir í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum.
Eftir fundinn með Kristjáni skrapp ég í vinnuna að hitta Helgu til að fara yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Eftir það var helgin nokkuð róleg! Þvoði til dæmis allar gardínur í stofunni og þreif gluggana svo jólahreingerningin er hér með hafin...
Byrjaði sunnudaginn á röskum göngutúr meðfram fjallinu. Algjörlega yndislegt veður. Logn, sól og næstum því 10 stiga hiti. Frábært gönguveður. Skruppum síðan öll fjögur uppí íþróttahús að horfa á Íslandsmeistaramótið í fimleikum sem þar var haldið. Það er eiginlega lygilegt að það skuli hafa komist fyrir í húsinu. Sá HvergerðinganaErlu Lind, Gunnhildi, Heklu og Þóri Thorlacius keppa og stóðu þau sig vel. Mér skilst að þetta hafi verið úrslitin í dag, en annars er ég löngu hætt að skilja reglurnar í fimleikum. Það er svo ansi langt síðan að Laufey Sif hætti :-)
Kíktum síðan fjölskyldan á Café Rose, þar var þónokkuð rennerí af fólki og greinilegt að veitingastaðurinn er vinsæl viðbót við flóru veitingastaða sem hér er.
Dagurinn endaði í bíó en við mamma ásamt Hafnarfjarðarmeið ættarinnar fórum á Selfoss að sjá Jón og séra Jón, heimildarmynd um Jón Ísleifsson, fyrrverandi sóknarprest í Árneshreppi á Ströndum. Athyglisverð mynd um atburði sem voru fyrirferðamiklir í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum.
11. nóvember 2011
Síðdegis var afar góður fundur í Sjálfstæðishúsinu hér í Hveragerði með Hönnu Birnu Krisjánsdóttur. Eins og við var að búast kom hún afskaplega vel fyrir, var málefnaleg og röggsöm og náði greinilega vel til þeirra sem mættu á fundinn. Hún er mjög dugleg og sinnir framboði sínu vel. Hún er búin að funda með Sjálfstæðismönnum út um allt land og það telur. Þetta verða spennandi kosningar það held ég að sé alveg ljóst.
Skrapp aðeins í vinnuna eftir fundinn áður en ég fór á leik meistaraflokks karla í körfunni hér í íþróttahúsinu. Þeir sigruðu FSu nokkuð örugglega. Dýrmæt stig þar og gaman að sjá strákana standa sig svona vel!
Í fyrramálið mætir hingað Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, og kynnir starf framtíðarnefndar flokksins. Hún leggur til mjög róttækar breytingar á skipulagsreglum flokksins, svo róttækar að ég efast um að nægur tími muni gefast til að kynna þær fyrir flokksmönnum áður en þeir mæta til fundar á fimmtudaginn næsta. Held að þetta mál þurfi meiri gerjun áður en hægt er að samþykkja allt sem þarna kemur fram.
Skrapp aðeins í vinnuna eftir fundinn áður en ég fór á leik meistaraflokks karla í körfunni hér í íþróttahúsinu. Þeir sigruðu FSu nokkuð örugglega. Dýrmæt stig þar og gaman að sjá strákana standa sig svona vel!
Í fyrramálið mætir hingað Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, og kynnir starf framtíðarnefndar flokksins. Hún leggur til mjög róttækar breytingar á skipulagsreglum flokksins, svo róttækar að ég efast um að nægur tími muni gefast til að kynna þær fyrir flokksmönnum áður en þeir mæta til fundar á fimmtudaginn næsta. Held að þetta mál þurfi meiri gerjun áður en hægt er að samþykkja allt sem þarna kemur fram.
10. nóvember 2011
Komin heim rétt fyrir kl. 23, úrvinda eftir fundaröð dagsins. Dagar vikunnar eru oft ótrúlega pakkaðir fundum og því gefst stufnum lítill tími fyrir ýmis nauðsynleg störf á skrifstofunni. Í dag hitti ég Jóhann, forstjóra Hótels Arkar og fórum við yfir ýmis mál sem snúa að Örkinni og Hveragerðisbæ. Hótelið hefur verið vel rekið og í mikilli sókn undanfarin ár. Búið er að endurnýja bæði herbergi og sali og maturinn klikkar aldrei. Þetta eru nú hvað mikilvægustu þættirnir í rekstri hótels svo það er kannski ekki furða þó gangi vel. En auðvitað er þessi rekstur ekki einfaldur hvorki hér né annars staðar. Ferðamannatíminn er stuttur og brýnt að ná að lengja hann.
Hitti líka Ólaf á tjaldsvæðinu vegna nýs samnings sem fyrirhugað er að gera um tjaldsvæðið. Óli og Margrét kona hans hafa rekið tjaldsvæðið með miklum myndarskap síðan 2009 svo það er ekki óeðlilegt að samningur við þau sé endurnýjaður hafi þau áhuga á því.
Til mín kom maður sem ég hef ekki áður hitt. Hann hafði mikla trú á Hveragerði og þeim möguleikum sem hér eru. Fannst við eiga hér paradís sem við ættum að hlúa að og markaðssetja sem slíka. Hátt og víða var flogið enda alltaf gaman að því :-)
Síðdegis hófst bæjarstjórnarfundur kl. 16:30 með kynningu frá jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi á niðurstöðum greininga á manngerðu jarðskjálftunum. Afar áhugavert.
Á fundinum var einnig sýnd ný heimasíða bæjarins sem til stóð að opna í dag. Það náðist aftur á móti ekki vegna tæknilegra örðugleika. Í staðinn mun hún opna eftir helgi. Stukkum beint af bæjarstjórnarfundi og á málþing um foreldrasamstarf í grunnskólanum. Mjög vel skipulagt og áhugavert enda var húsfyllir á þinginu. Virkilega gott framtak sem þakka ber fyrir! Fór síðan beint af þinginu á fund hjá nýstofnuðum Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands sem haldinn var í Grunnskólanum líka. Þar flutti m.a. Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, fróðlegt erindi um jarðsögu og jarðhitanýtingu hér á suðvesturhorninu. Fundurinn dróst reyndar ansi á langinn og því stakk ég af áður en hann var búinn.
Hitti líka Ólaf á tjaldsvæðinu vegna nýs samnings sem fyrirhugað er að gera um tjaldsvæðið. Óli og Margrét kona hans hafa rekið tjaldsvæðið með miklum myndarskap síðan 2009 svo það er ekki óeðlilegt að samningur við þau sé endurnýjaður hafi þau áhuga á því.
Til mín kom maður sem ég hef ekki áður hitt. Hann hafði mikla trú á Hveragerði og þeim möguleikum sem hér eru. Fannst við eiga hér paradís sem við ættum að hlúa að og markaðssetja sem slíka. Hátt og víða var flogið enda alltaf gaman að því :-)
Síðdegis hófst bæjarstjórnarfundur kl. 16:30 með kynningu frá jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi á niðurstöðum greininga á manngerðu jarðskjálftunum. Afar áhugavert.
Á fundinum var einnig sýnd ný heimasíða bæjarins sem til stóð að opna í dag. Það náðist aftur á móti ekki vegna tæknilegra örðugleika. Í staðinn mun hún opna eftir helgi. Stukkum beint af bæjarstjórnarfundi og á málþing um foreldrasamstarf í grunnskólanum. Mjög vel skipulagt og áhugavert enda var húsfyllir á þinginu. Virkilega gott framtak sem þakka ber fyrir! Fór síðan beint af þinginu á fund hjá nýstofnuðum Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands sem haldinn var í Grunnskólanum líka. Þar flutti m.a. Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, fróðlegt erindi um jarðsögu og jarðhitanýtingu hér á suðvesturhorninu. Fundurinn dróst reyndar ansi á langinn og því stakk ég af áður en hann var búinn.
Fjöldi funda í dag og mikið um að vera. Hitti Ólaf Sóleiman, sem framleiðir Aada drykkinn, My secret, hér í Hveragerði. Verðlaunin sem drykkurinn fékk í Brasilíu um daginn hafa gert mikið fyrir markaðssetninguna og salan hefur aukist. Gaman að því.
Hitti, ásamt Jóhönnu, fulltrúa frá Bandalagi íslenskra skáta og Stróki til að fara yfir nýjan þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og skátanna. Þetta var fyrsti fundur þar sem farið var yfir öll atriði samningsins. Við þurfum síðan að sjá hvaða svigrúm bæjarfélagið hefur þegar kemur að því að ganga endanlega frá.
Kjartan Ólafsson, fyrrv. þingmaður, leit við og áttum við gott spjall um stjórnmálin og umhverfi okkar íbúa Suðurlands. Kjartan hefur mikinn áhuga á málefnum svæðisins og berst núna ötullega fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar er hann mikilvægur liðsmaður.
Ég hitti 10. bekkinga hér í Grunnskólanum á góðum fundi fyrir hádegi þar sem við skrifuðum undir samning um vinnuframlag þeirra innan skólans og greiðslur bæjarins vegna vinnunnar. Þetta er gott samkomulag og ég veit að ungmennin munu sinna þessu vel. Ég átti síðan við þau mjög gott spjall um hina ýmsu hluti sem á þeim brenna. Ég var mjög hrifin af því hversu ákveðin og upplýst þau voru og ekki síst hvað þau komu vel fram og voru sjálfum sér til mikils sóma. Við getum verið stolt af þessum hóp.
Í kvöld var fundur um umferðaröryggismál þar sem farið var yfir stefnumörkun bæjarins í málaflokknum og fjallað um það sem fyrirhugað er að gera á næstunni. Stefnumörkun í þessum málaflokki er nauðsynleg en við höfum unnið eftir skýrri stefnumörkun sem samþykkt var 2007. Fundurinn var góður og gagnlegur og á honum komu fram margir góðir punktar sem við getum nýtt í áframhaldandi starfi.
Hitti, ásamt Jóhönnu, fulltrúa frá Bandalagi íslenskra skáta og Stróki til að fara yfir nýjan þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og skátanna. Þetta var fyrsti fundur þar sem farið var yfir öll atriði samningsins. Við þurfum síðan að sjá hvaða svigrúm bæjarfélagið hefur þegar kemur að því að ganga endanlega frá.
Kjartan Ólafsson, fyrrv. þingmaður, leit við og áttum við gott spjall um stjórnmálin og umhverfi okkar íbúa Suðurlands. Kjartan hefur mikinn áhuga á málefnum svæðisins og berst núna ötullega fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar er hann mikilvægur liðsmaður.
Ég hitti 10. bekkinga hér í Grunnskólanum á góðum fundi fyrir hádegi þar sem við skrifuðum undir samning um vinnuframlag þeirra innan skólans og greiðslur bæjarins vegna vinnunnar. Þetta er gott samkomulag og ég veit að ungmennin munu sinna þessu vel. Ég átti síðan við þau mjög gott spjall um hina ýmsu hluti sem á þeim brenna. Ég var mjög hrifin af því hversu ákveðin og upplýst þau voru og ekki síst hvað þau komu vel fram og voru sjálfum sér til mikils sóma. Við getum verið stolt af þessum hóp.
Í kvöld var fundur um umferðaröryggismál þar sem farið var yfir stefnumörkun bæjarins í málaflokknum og fjallað um það sem fyrirhugað er að gera á næstunni. Stefnumörkun í þessum málaflokki er nauðsynleg en við höfum unnið eftir skýrri stefnumörkun sem samþykkt var 2007. Fundurinn var góður og gagnlegur og á honum komu fram margir góðir punktar sem við getum nýtt í áframhaldandi starfi.
8. nóvember 2011
Ýmis verk á skrifstofunni fram eftir degi. Ræddi við lögmenn um tvö mál sem eru í gangi og en ég bind miklar vonir við að þau fari að leysast. Á næstunni þurfum við Jóhanna að funda stíft með ýmsum aðilum sem óska eftir framlengingu á þjónustusamningum við bæjarfélagið, þar á meðal eru skátarnir, hjálparsveitin og golfarar svo nokkrir séu nefndir. Það hefur oft verið skemmtilegra að gera samninga eins og þessa heldur en nú er, því miður. En við bókuðum fundi með aðilum í vikunni svo þetta er allt að fara í gang.
Við Helga gengum frá fundarboði bæjarstjórnar sem funda mun á fimmtudaginn. Þar mun dr. Benedikt Halldórsson mæta á fundinn og gera grein fyrir niðurstöðum sem fengust úr ICEARRAY mælanetinu hér í Hveragerði þegar manngerðu skjálftarnir riðu yfir um daginn. Ég hef þegar séð þessar niðurstöður og þær eru fróðlegar. Á fundinum verður ný heimasíða bæjarins einnig opnuð sem nýju útliti og breyttum áherslum. Meira um það síðar.
Síðdegis var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem ég er áheyrnarfulltrúi sem formaður sveitarstjórnarráðs. Þetta varð þriggja tíma fundur, afar gagnlegur og líflegur eins og fundir eiga að vera. Nú stendur undirbúningur fyrir landsfund sem hæst og það er í mörg horn að líta þegar jafn stór samkoma og þessi er skipulögð.
Við Helga gengum frá fundarboði bæjarstjórnar sem funda mun á fimmtudaginn. Þar mun dr. Benedikt Halldórsson mæta á fundinn og gera grein fyrir niðurstöðum sem fengust úr ICEARRAY mælanetinu hér í Hveragerði þegar manngerðu skjálftarnir riðu yfir um daginn. Ég hef þegar séð þessar niðurstöður og þær eru fróðlegar. Á fundinum verður ný heimasíða bæjarins einnig opnuð sem nýju útliti og breyttum áherslum. Meira um það síðar.
Síðdegis var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem ég er áheyrnarfulltrúi sem formaður sveitarstjórnarráðs. Þetta varð þriggja tíma fundur, afar gagnlegur og líflegur eins og fundir eiga að vera. Nú stendur undirbúningur fyrir landsfund sem hæst og það er í mörg horn að líta þegar jafn stór samkoma og þessi er skipulögð.
7. nóvember 2011
Nú er vinna við fjárhagsáætlunargerð komin á fullt. Í þetta skiptið vinnur meirihlutinn einn að fjárhagsáætlun þar sem minnihlutinn hafnaði ósk um samstarf. Undanfarin ár hefur verið gott og farsælt samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlunargerðin sem ég tel að bæjarbúar hafi kunnað vel að meta. Einnig hélt ég að sú mikla vitneskja um rekstur bæjarins sem fæst með því að liggja yfir fjárhagsáætlunargerð væri dýrmæt öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn. En ég hef svo sem líka skilning á því ef að minnihlutinn vill hafa frítt spil til að gagnrýna það sem gert er í lok árs! Samstarfið hefur bara hreinlega reynst árangursríkara.
En í dag hittum við fulltrúa frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hingað voru komnir til að ræða um Heimilið við Birkimörk. Hveragerðisbær stendur nú frammi fyrir öðru af tvennu: að kaupa sambýlið með hagstæðu láni eða að gera langtímaleigusamning um húsnæðið. Þessi vinna er í gangi í öllum sveitarfélögum þar sem húseignir málaflokks fólks með fötlun eru staðsettar. Ákvörðun verður að liggja fyrir í lok nóvember, vegna fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Við Helga sátum síðan lengi yfir forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs. Nú tekur við vinna hjá Helgu og Huldu vegna launaáætlunar og þá fara nú línur að skýrast.
Fór ein í sundleikfimi þar sem tímanum var aflýst vegna veðurs! Fór samt í laugina þrátt fyrir að veðrið væri reyndar algalið en það skiptir ekki svo miklu þegar maður er í sundlaug :-) Var svo heppin að lenda í staðinn á hálfgerðri sundæfingu hjá Magga Tryggva sem er þjálfari sunddeildarinnar hér. Veitti ekki af því að fínpússa sundtökin :-)
Meirihlutafundur í kvöld sem dagurinn hefur verið ansi langur. Þeir verða það oft !
En í dag hittum við fulltrúa frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hingað voru komnir til að ræða um Heimilið við Birkimörk. Hveragerðisbær stendur nú frammi fyrir öðru af tvennu: að kaupa sambýlið með hagstæðu láni eða að gera langtímaleigusamning um húsnæðið. Þessi vinna er í gangi í öllum sveitarfélögum þar sem húseignir málaflokks fólks með fötlun eru staðsettar. Ákvörðun verður að liggja fyrir í lok nóvember, vegna fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Við Helga sátum síðan lengi yfir forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs. Nú tekur við vinna hjá Helgu og Huldu vegna launaáætlunar og þá fara nú línur að skýrast.
Fór ein í sundleikfimi þar sem tímanum var aflýst vegna veðurs! Fór samt í laugina þrátt fyrir að veðrið væri reyndar algalið en það skiptir ekki svo miklu þegar maður er í sundlaug :-) Var svo heppin að lenda í staðinn á hálfgerðri sundæfingu hjá Magga Tryggva sem er þjálfari sunddeildarinnar hér. Veitti ekki af því að fínpússa sundtökin :-)
Meirihlutafundur í kvöld sem dagurinn hefur verið ansi langur. Þeir verða það oft !
5. nóvember 2011
Opið hús hjá Sjálfstæðismönnum í morgun og eins og við var að búast snérist umræðan um formannskosninguna framundan. Sitt sýndist hverjum og greinilegt er að frambjóðendur þurfa að leggja á sig mikla vinnu fram að fundinum til að heilla kjósendur. Héðan fer á annan tug manna á landsfund, ég man ekki eftir að svo margir hafi áður farið en þetta skýrist auðvitað af góðu kjörfylgi í sveitarstjórnarkosningunum síðast.
Eftir hádegi var brugðið undir sig betri fætinum og haldið uppí Biskupstungur þar sem ungur maður hélt uppá 7 ára afmælið sitt. Það er alltaf gott að koma í Gýgjarhólskot, setið var lengi yfir kræsingum og spjallað. Kíktum síðan í fjósið enda tilheyrir það og síðan heimtaði ég að fá að skoða reykkofann hans Jóns. Það var svo flott mynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag úr reykkofa í Mývatnssveit að við urðum að upplifa þetta líka. Vorum ekki svikin af því og jólailmurinn fylgir mér ennþá :-)
Eftir hádegi var brugðið undir sig betri fætinum og haldið uppí Biskupstungur þar sem ungur maður hélt uppá 7 ára afmælið sitt. Það er alltaf gott að koma í Gýgjarhólskot, setið var lengi yfir kræsingum og spjallað. Kíktum síðan í fjósið enda tilheyrir það og síðan heimtaði ég að fá að skoða reykkofann hans Jóns. Það var svo flott mynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag úr reykkofa í Mývatnssveit að við urðum að upplifa þetta líka. Vorum ekki svikin af því og jólailmurinn fylgir mér ennþá :-)
4. nóvember 2011
Skólamálaþing Sambandsins var haldið í Reykjavík í dag. Það sóttu héðan Guðjón skólastjóri, Sævar staðgengill hans og sú sem þetta ritar. Mjög gott og áhugavert þing þar sem aðaláherslan var lögð á nýjar aðalnámskrár og innleiðingu þeirra. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt en einnig unnu ráðstefnugestir saman í hópum. Það er nú einhvern veginn þannig að umræðurnar í kaffi og matartímanum eru ekki síður gagnlegar og þannig var það ekki hvað síst í dag.
Síðdegis hittum við Eyþór, forstei bæjarstjórnar, fjárlaganefnd Alþingis. Vildum ítreka mikilvægi þess að ekki yrði skorið niður í áætlaðri fjárveitingu til Heilsustofnunar NLFÍ. Nefndarmenn voru áhugasamir og spurðu fjölmargra spurninga um stofnunina og starfsemi hennar. Einnig fjölluðum við um verknámshús FSu, Art verkefnið og tvöföldun Suðurlandsvegar. Þessir árlegu fundir eru alltaf mjög snaggaralegir enda þurfa þingmenn að hitta marga. Það er því eins gott að vera með málin þokkalega skipulögð þegar fundurinn hefst.
Starfsmenn bæjarskrifstofu hittust síðan og borðuðu saman áður en við héldum í sjónvarpssal til að styðja lið Hveragerðisbæjar í Útsvarinu. Skemmst er frá því að segja að María, Úlfur og Ólafur stóðu sig frábærlega og lögðu sitjandi sigurvegara frá því í fyrra, Norðurþing! Það var ansi ánægður hópur Hvergerðinga sem yfirgaf útvarpshúsið í Efstaleyti í kvöld.
Síðdegis hittum við Eyþór, forstei bæjarstjórnar, fjárlaganefnd Alþingis. Vildum ítreka mikilvægi þess að ekki yrði skorið niður í áætlaðri fjárveitingu til Heilsustofnunar NLFÍ. Nefndarmenn voru áhugasamir og spurðu fjölmargra spurninga um stofnunina og starfsemi hennar. Einnig fjölluðum við um verknámshús FSu, Art verkefnið og tvöföldun Suðurlandsvegar. Þessir árlegu fundir eru alltaf mjög snaggaralegir enda þurfa þingmenn að hitta marga. Það er því eins gott að vera með málin þokkalega skipulögð þegar fundurinn hefst.
Starfsmenn bæjarskrifstofu hittust síðan og borðuðu saman áður en við héldum í sjónvarpssal til að styðja lið Hveragerðisbæjar í Útsvarinu. Skemmst er frá því að segja að María, Úlfur og Ólafur stóðu sig frábærlega og lögðu sitjandi sigurvegara frá því í fyrra, Norðurþing! Það var ansi ánægður hópur Hvergerðinga sem yfirgaf útvarpshúsið í Efstaleyti í kvöld.
3. nóvember 2011
Bæjarráðsfundur í morgun, fundargerðina má lesa á vef Hveragerðisbæjar. Að fundi loknum hófust heimsóknir bæjarráðs í stofnanir bæjarins. Vel var haldið á spöðunum og allar stofnanirnar heimsóttar á 6 klukkustundum. Mjög skemmtilegt og gagnlegt að heyra skoðanir þeirra sem starfa við þjónustustörf á vegum bæjarins. Tók heilan helling af myndum sem ég kem til með að nýta á næstu dögum...
Vann skýrslu fyrir fjárlaganefnd sem við Eyþór munum heimsækja á morgun. Þá er líka skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst Útsvarskeppnin! Við á skrifstofunni ætlum að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja okkar lið. Þetta verður mjög skemmtilegt :-)
Síðdegis fórum við Lárus í göngu með gönguhópnum. 7,04 km gengnir á 1 klst og 19 mín. Um 30 manns mættu í skokk eða göngu. Mæli með þessu fyrir alla :-)
Sumir í hópnum eru tæknivæddari en aðrir og sendi Eyjólfur á Ási mér þessa líka flottu mynd úr garminum sínum sem sýnir gönguleiðina og ýmislegt fleira. 9088 skref hjá honum þar af leiðandi fleiri hjá mér sem er heldur styttri :-)
En til að ná 7 km þá verður að ganga eins og þið sjáið svo til út um allan bæ. Um leið og birtir aftur síðdegis förum við að ganga á göngustígunum hér í kringum bæinn, það er miklu, miklu skemmtilegri enda umhverfið einstakt!
... og þá er Hanna Birna búin að gera upp hug sinn. Það verður vafalaust fjör fram að landsfundinum!
Vann skýrslu fyrir fjárlaganefnd sem við Eyþór munum heimsækja á morgun. Þá er líka skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst Útsvarskeppnin! Við á skrifstofunni ætlum að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja okkar lið. Þetta verður mjög skemmtilegt :-)
Síðdegis fórum við Lárus í göngu með gönguhópnum. 7,04 km gengnir á 1 klst og 19 mín. Um 30 manns mættu í skokk eða göngu. Mæli með þessu fyrir alla :-)
Sumir í hópnum eru tæknivæddari en aðrir og sendi Eyjólfur á Ási mér þessa líka flottu mynd úr garminum sínum sem sýnir gönguleiðina og ýmislegt fleira. 9088 skref hjá honum þar af leiðandi fleiri hjá mér sem er heldur styttri :-)
En til að ná 7 km þá verður að ganga eins og þið sjáið svo til út um allan bæ. Um leið og birtir aftur síðdegis förum við að ganga á göngustígunum hér í kringum bæinn, það er miklu, miklu skemmtilegri enda umhverfið einstakt!
... og þá er Hanna Birna búin að gera upp hug sinn. Það verður vafalaust fjör fram að landsfundinum!
2. nóvember 2011
Dagurinn hófst eins og þeir flestir á því að ég fór yfir tölvupósta sem höfðu borist frá því í gær. Er alltaf að reyna að halda mig við efnið þar. Annars verður bunkinn óyfirstíganlegur.
Hingað komu aðilar sem kynntu okkur mjög framúrstefnulega tækni sem getur gjörbylt öllum þrifum. Þetta var mjög athyglisvert og vorum við alveg til í að kynna okkur þetta betur. Það er nú ekki slæmt ef hægt yrði að útrýma hreinsiefnum svo til alveg úr bæjarfélaginu. Þau eru líka stórskaðleg fyrir umhverfið og í flestum tilfellum notum við alltof mikið af þeim.
Eftir hádegi var hönnunarfundur Hamarshallarinnar. Nú undirbúum við útboð á undirstöðunum, steyptri plötu, undirlagi undir gervigras, malbikun, uppsetningu girðinar og fleira. Væntanlega verður þetta boðið út í einum pakka enda þannig mestar líkur á að góð verð fáist í verkið. Stefnt er að auglýsingu útboðsins í lok nóvember.
Mikill tími fór í samskipti við lögmenn og að fara yfir mál sem þeim hafa verið falin. Á bæjarráði í fyrramálið verður tekið til afgreiðslu álit lögmanna vegna gatnagerðargjalda í Klettahlíð. Því þurfti að ganga frá þeirri afgreiðslu eins og reyndar öllum öðrum afgreiðslum fyrir bæjarráðið.
----------------------
Heimshornaflakkararnir yfirgáfu landið í dag og koma ekki aftur fyrr en í maí. Fljúga til London í dag og á morgun er ferðinni heitið til Bangalore í Indlandi og þaðan beint til Kochi sem er í suður Indlandi. Þetta verður heljarinnar ævintýri fyrir þau og gaman fyrir okkur að fylgjast með úr fjarska.
Tók þessa fínu mynd af þeim þegar þau voru að fara. Svo við myndum nú örugglega muna hvernig þau líta út :-)
Hingað komu aðilar sem kynntu okkur mjög framúrstefnulega tækni sem getur gjörbylt öllum þrifum. Þetta var mjög athyglisvert og vorum við alveg til í að kynna okkur þetta betur. Það er nú ekki slæmt ef hægt yrði að útrýma hreinsiefnum svo til alveg úr bæjarfélaginu. Þau eru líka stórskaðleg fyrir umhverfið og í flestum tilfellum notum við alltof mikið af þeim.
Eftir hádegi var hönnunarfundur Hamarshallarinnar. Nú undirbúum við útboð á undirstöðunum, steyptri plötu, undirlagi undir gervigras, malbikun, uppsetningu girðinar og fleira. Væntanlega verður þetta boðið út í einum pakka enda þannig mestar líkur á að góð verð fáist í verkið. Stefnt er að auglýsingu útboðsins í lok nóvember.
Mikill tími fór í samskipti við lögmenn og að fara yfir mál sem þeim hafa verið falin. Á bæjarráði í fyrramálið verður tekið til afgreiðslu álit lögmanna vegna gatnagerðargjalda í Klettahlíð. Því þurfti að ganga frá þeirri afgreiðslu eins og reyndar öllum öðrum afgreiðslum fyrir bæjarráðið.
----------------------
Heimshornaflakkararnir yfirgáfu landið í dag og koma ekki aftur fyrr en í maí. Fljúga til London í dag og á morgun er ferðinni heitið til Bangalore í Indlandi og þaðan beint til Kochi sem er í suður Indlandi. Þetta verður heljarinnar ævintýri fyrir þau og gaman fyrir okkur að fylgjast með úr fjarska.
Tók þessa fínu mynd af þeim þegar þau voru að fara. Svo við myndum nú örugglega muna hvernig þau líta út :-)