8. nóvember 2011
Ýmis verk á skrifstofunni fram eftir degi. Ræddi við lögmenn um tvö mál sem eru í gangi og en ég bind miklar vonir við að þau fari að leysast. Á næstunni þurfum við Jóhanna að funda stíft með ýmsum aðilum sem óska eftir framlengingu á þjónustusamningum við bæjarfélagið, þar á meðal eru skátarnir, hjálparsveitin og golfarar svo nokkrir séu nefndir. Það hefur oft verið skemmtilegra að gera samninga eins og þessa heldur en nú er, því miður. En við bókuðum fundi með aðilum í vikunni svo þetta er allt að fara í gang.
Við Helga gengum frá fundarboði bæjarstjórnar sem funda mun á fimmtudaginn. Þar mun dr. Benedikt Halldórsson mæta á fundinn og gera grein fyrir niðurstöðum sem fengust úr ICEARRAY mælanetinu hér í Hveragerði þegar manngerðu skjálftarnir riðu yfir um daginn. Ég hef þegar séð þessar niðurstöður og þær eru fróðlegar. Á fundinum verður ný heimasíða bæjarins einnig opnuð sem nýju útliti og breyttum áherslum. Meira um það síðar.
Síðdegis var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem ég er áheyrnarfulltrúi sem formaður sveitarstjórnarráðs. Þetta varð þriggja tíma fundur, afar gagnlegur og líflegur eins og fundir eiga að vera. Nú stendur undirbúningur fyrir landsfund sem hæst og það er í mörg horn að líta þegar jafn stór samkoma og þessi er skipulögð.
Við Helga gengum frá fundarboði bæjarstjórnar sem funda mun á fimmtudaginn. Þar mun dr. Benedikt Halldórsson mæta á fundinn og gera grein fyrir niðurstöðum sem fengust úr ICEARRAY mælanetinu hér í Hveragerði þegar manngerðu skjálftarnir riðu yfir um daginn. Ég hef þegar séð þessar niðurstöður og þær eru fróðlegar. Á fundinum verður ný heimasíða bæjarins einnig opnuð sem nýju útliti og breyttum áherslum. Meira um það síðar.
Síðdegis var fundur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem ég er áheyrnarfulltrúi sem formaður sveitarstjórnarráðs. Þetta varð þriggja tíma fundur, afar gagnlegur og líflegur eins og fundir eiga að vera. Nú stendur undirbúningur fyrir landsfund sem hæst og það er í mörg horn að líta þegar jafn stór samkoma og þessi er skipulögð.
Comments:
Skrifa ummæli