17. nóvember 2011
Þá er landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn. Setningin er alltaf einstaklega hátíðleg og setur í hvert skipti tóninn fyrir helgina og þá vinnu sem framundan er. Mér finnst vera afskaplega góður andi á þessum fundi og þrátt fyrir komandi formannskosningu virðist manni sem mikil og góð eining sé ríkjandi. Veit á gott !
Hér til hliðar má sjá ábúðarmikla Hvergerðinga bíða eftir að setningarathöfnin hefjist.
En dagurinn í dag hófst að öðru leyti með fundi bæjarráðs. Þar var m.a. samþykkt ályktun til stuðnings Réttargeðdeildinni á Sogni en mikilvægt er að stand vörð um það góða starf sem þar er unnið og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir gerræðislegar ákvarðanir sem virðast ekki studdar nægilega góðum rökum.
Eftir hádegi var langur fundur í Reykjavík vegna almenningssamgangna hér á Suðurlandi. Unnið er að samningagerð í kjölfar útboðsins sem efnt var til á haustmánuðum. Bílar og fólk áttu lægsta tilboð og hittum við fulltrúa félagsins í dag.
Comments:
Skrifa ummæli