11. nóvember 2011
Síðdegis var afar góður fundur í Sjálfstæðishúsinu hér í Hveragerði með Hönnu Birnu Krisjánsdóttur. Eins og við var að búast kom hún afskaplega vel fyrir, var málefnaleg og röggsöm og náði greinilega vel til þeirra sem mættu á fundinn. Hún er mjög dugleg og sinnir framboði sínu vel. Hún er búin að funda með Sjálfstæðismönnum út um allt land og það telur. Þetta verða spennandi kosningar það held ég að sé alveg ljóst.
Skrapp aðeins í vinnuna eftir fundinn áður en ég fór á leik meistaraflokks karla í körfunni hér í íþróttahúsinu. Þeir sigruðu FSu nokkuð örugglega. Dýrmæt stig þar og gaman að sjá strákana standa sig svona vel!
Í fyrramálið mætir hingað Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, og kynnir starf framtíðarnefndar flokksins. Hún leggur til mjög róttækar breytingar á skipulagsreglum flokksins, svo róttækar að ég efast um að nægur tími muni gefast til að kynna þær fyrir flokksmönnum áður en þeir mæta til fundar á fimmtudaginn næsta. Held að þetta mál þurfi meiri gerjun áður en hægt er að samþykkja allt sem þarna kemur fram.
Skrapp aðeins í vinnuna eftir fundinn áður en ég fór á leik meistaraflokks karla í körfunni hér í íþróttahúsinu. Þeir sigruðu FSu nokkuð örugglega. Dýrmæt stig þar og gaman að sjá strákana standa sig svona vel!
Í fyrramálið mætir hingað Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, og kynnir starf framtíðarnefndar flokksins. Hún leggur til mjög róttækar breytingar á skipulagsreglum flokksins, svo róttækar að ég efast um að nægur tími muni gefast til að kynna þær fyrir flokksmönnum áður en þeir mæta til fundar á fimmtudaginn næsta. Held að þetta mál þurfi meiri gerjun áður en hægt er að samþykkja allt sem þarna kemur fram.
Comments:
Skrifa ummæli