27. nóvember 2011
Föstudagurinn annasamur að venju. Byrjaði með fundi þar sem formaður fræðslunefndar, forseti bæjarstjórnar og ég hittum Pál Sveinsson sem skrifaði grein í Dagskrána í vikunni. Greinina var gott að ræða og einstök efnisatriði í henni.
Eftir hádegi var venju fremur stuttur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komst heim áður en allir yfirgáfu skrifstofuna fyrir helgina. Síðdegis hittust nokkrar hressar konur í árlegu glæsilegu jólaboði. En þar gat ég því miður ekki stoppað lengi þar sem jólahlaðborð Kjörís var haldið á Hótel Örk þetta kvöld. Gómsætur matur og góður félagsskapur tryggði gott kvöld.
Fengum góða gesti í opið hús Sjálfstæðismanna en Björg okkar Einarsdóttir bauð til okkar Elínu Pálmadóttur, rithöfundi. Hún er hafsjór af fróðleik og þrátt fyrir að vera komin hátt á níræðisaldur öldungis eldspræk. Svona konur eru stórkostlegar fyrirmyndir það er víst alveg ábyggilegt :-)
Þar sem systur mína voru út og suður þessa helgi þá fékk ég að passa bæði Hauk og Hafrúnu. Það er búið að vera óskaplega skemmtilegt hjá okkur. Búið að hitta jólasveina í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, fara á kaffihús, setja upp jólaborgina hér á Heiðmörkinni, gefa fuglunum, leika sér í snjónum og margt margt fleira! Þau sváfu eins og englar en sáu reyndar til þess að ekki var sofið út :-) Horfði á Sveppa og Tinna í morgunsjónvarpinu í staðinn. Það skeður annars aldrei !
Náði í dag að pakka inn svotil öllum jólagjöfunum. Þá er heilmikið frá! Eplaskífukaffi hjá Guðrúnu og Jóa, síðdegis og síðan rölti stórfjölskyldan uppí miðbæ þar sem kveikt var á ljósunum á jólatré bæjarins. Alveg einstakt veður og yndislega fallegt um að litast!
Ég sendi örstutt skeyti til vinabæjar okkar í Færeyjum daginn eftir óveðrið sem gekk þar yfir í liðinni viku. Heyrði frá þeim í dag og sluppu þeir betur en margir vegna staðsetningar Tófta. En þeim þótti svo vænt um kveðjuna frá okkur að hún rataði á heimasíðuna þeirra. Mér þótti ekki síður vænt um það !
Set hér með mynd af störrunum þar sem þeir bíða eftir matnum sínum í garðinum okkar og eina jólasnjó mynd. Gulli var náttúrulega svo einstaklega forvitinn að hann hætti sér út til að fylgjast með myndatökunni :-)
Eftir hádegi var venju fremur stuttur fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komst heim áður en allir yfirgáfu skrifstofuna fyrir helgina. Síðdegis hittust nokkrar hressar konur í árlegu glæsilegu jólaboði. En þar gat ég því miður ekki stoppað lengi þar sem jólahlaðborð Kjörís var haldið á Hótel Örk þetta kvöld. Gómsætur matur og góður félagsskapur tryggði gott kvöld.
Fengum góða gesti í opið hús Sjálfstæðismanna en Björg okkar Einarsdóttir bauð til okkar Elínu Pálmadóttur, rithöfundi. Hún er hafsjór af fróðleik og þrátt fyrir að vera komin hátt á níræðisaldur öldungis eldspræk. Svona konur eru stórkostlegar fyrirmyndir það er víst alveg ábyggilegt :-)
Þar sem systur mína voru út og suður þessa helgi þá fékk ég að passa bæði Hauk og Hafrúnu. Það er búið að vera óskaplega skemmtilegt hjá okkur. Búið að hitta jólasveina í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, fara á kaffihús, setja upp jólaborgina hér á Heiðmörkinni, gefa fuglunum, leika sér í snjónum og margt margt fleira! Þau sváfu eins og englar en sáu reyndar til þess að ekki var sofið út :-) Horfði á Sveppa og Tinna í morgunsjónvarpinu í staðinn. Það skeður annars aldrei !
Náði í dag að pakka inn svotil öllum jólagjöfunum. Þá er heilmikið frá! Eplaskífukaffi hjá Guðrúnu og Jóa, síðdegis og síðan rölti stórfjölskyldan uppí miðbæ þar sem kveikt var á ljósunum á jólatré bæjarins. Alveg einstakt veður og yndislega fallegt um að litast!
Ég sendi örstutt skeyti til vinabæjar okkar í Færeyjum daginn eftir óveðrið sem gekk þar yfir í liðinni viku. Heyrði frá þeim í dag og sluppu þeir betur en margir vegna staðsetningar Tófta. En þeim þótti svo vænt um kveðjuna frá okkur að hún rataði á heimasíðuna þeirra. Mér þótti ekki síður vænt um það !
Set hér með mynd af störrunum þar sem þeir bíða eftir matnum sínum í garðinum okkar og eina jólasnjó mynd. Gulli var náttúrulega svo einstaklega forvitinn að hann hætti sér út til að fylgjast með myndatökunni :-)
Comments:
Skrifa ummæli