23. nóvember 2011
Virkilega góður fundur í hönnunarhópi Hamarshallarinnar í dag. Nú er verið að leggja lokahönd á teikningar og þær grundvallarforsendur sem þurfa að vera til staðar. Húsið verður stagað niður með vírum sem festir verða í sérstakar festingar í sökklunum. Þetta er öryggisráðstöfun umfram það sem annars staðar þekkist til að tryggja það að húsið haggist ekki á hverju sem dynur. Sökklarnir eru einnig margfalt stærri en þeir sem við þekkjum frá sambærilegum húsum annars staðar en allar eru þessar forsendur hér unnar af færustu sérfræðingum til að tryggja að rétt og örugglega sé staðið að málum.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, boðaði mig á fund hjá OR í dag þar sem hópur sérfræðinga hittist til að hefja störf í hópi sem á að skoða og greina ástæður manngerðu jarðskjálftanna í Húsmúla. Mér finnst þetta gott skref hjá Orkuveitunni og ég hef mikla trú á þessum hópi sem er skipaður afar færum óháðum sérfræðingum. Vinnunni stýrir Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands. Umræðurnar voru afar áhugaverðar svo það verður gaman að fylgjast með þessari vinnu í framtíðinni. Á fundi bæjarráðs í næstu viku munum við væntanlega skipa fulltrúa Hveragerðisbæjar í hópinn.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, boðaði mig á fund hjá OR í dag þar sem hópur sérfræðinga hittist til að hefja störf í hópi sem á að skoða og greina ástæður manngerðu jarðskjálftanna í Húsmúla. Mér finnst þetta gott skref hjá Orkuveitunni og ég hef mikla trú á þessum hópi sem er skipaður afar færum óháðum sérfræðingum. Vinnunni stýrir Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands. Umræðurnar voru afar áhugaverðar svo það verður gaman að fylgjast með þessari vinnu í framtíðinni. Á fundi bæjarráðs í næstu viku munum við væntanlega skipa fulltrúa Hveragerðisbæjar í hópinn.
Comments:
Skrifa ummæli