21. nóvember 2011
Unnið í fjárhagsáætlun meira og minna í dag. Reyndar varð að svara tölvupóstum helgarinnar og skipuleggja vikuna framundan sem alltaf tekur tíma. En fjárhagsáætlunin er mál málanna núna þegar fundaröð undangenginna vikna er að baki. Við erum að vona að ekki þurfi að koma til mikils niðurskurðar til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert en auðvitað er ástand efnahagsmála með þeim hætti að enn verður að halda vel um hverja króna og spara allt sem hægt er. Í kvöld var langur fundur meirihlutans þar sem við fórum yfir hverja deild, lið fyrir lið. Á morgun munum við Helga hitta grunnskólafólk til að fara enn betur yfir ýmsar stærðir í þeim rekstri. Það er ekki nema eðlilegt að horft sé sérstaklega til grunnskólans þar sem hann tekur til sín stærsta einstaka hluta tekna bæjarins og því er mikilvægt að þar sé vel haldið utan um alla hluti. Það hefur reyndar verið gert og erum við starfsmönnum og stjórnendum afar þakklát fyrir það góða starf sem þar er unnið.
Nú vinna starfsmenn áhaldahúss hörðum höndum að því að setja upp jólaskreytingar í bæjarfélaginu. Kveikt var á ljósunum á staurunum á fimmtudaginn og á hverjum degi bætast nýjar skreytingar við. Þær lífga uppá skammdegið sérstaklega þegar jafn dimmt er yfir og nú er. Við Jóhanna fórum á stúfana í síðustu viku að skoða jólatré í görðum bæjarbúa sem okkur hafa staðið til boða að undanförnu. Mörg er ansi erfitt að ná í svo þau koma varla til greina. En önnur jafnvel svo falleg að ég myndi aldrei fella þau :-) Reyndar fékk ég ferlega góða hugljómun (að mínu mati) í vikunni varðandi jólatré bæjarins sem ég ætla að þróa aðeins betur áður en ég viðra hana í stærri hópi. Nú er spurning hvort Hvergerðingar séu ekki tilbúnir fyrir nýjungar á næsta ári :-)
Nú vinna starfsmenn áhaldahúss hörðum höndum að því að setja upp jólaskreytingar í bæjarfélaginu. Kveikt var á ljósunum á staurunum á fimmtudaginn og á hverjum degi bætast nýjar skreytingar við. Þær lífga uppá skammdegið sérstaklega þegar jafn dimmt er yfir og nú er. Við Jóhanna fórum á stúfana í síðustu viku að skoða jólatré í görðum bæjarbúa sem okkur hafa staðið til boða að undanförnu. Mörg er ansi erfitt að ná í svo þau koma varla til greina. En önnur jafnvel svo falleg að ég myndi aldrei fella þau :-) Reyndar fékk ég ferlega góða hugljómun (að mínu mati) í vikunni varðandi jólatré bæjarins sem ég ætla að þróa aðeins betur áður en ég viðra hana í stærri hópi. Nú er spurning hvort Hvergerðingar séu ekki tilbúnir fyrir nýjungar á næsta ári :-)
Comments:
Skrifa ummæli