7. nóvember 2011
Nú er vinna við fjárhagsáætlunargerð komin á fullt. Í þetta skiptið vinnur meirihlutinn einn að fjárhagsáætlun þar sem minnihlutinn hafnaði ósk um samstarf. Undanfarin ár hefur verið gott og farsælt samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlunargerðin sem ég tel að bæjarbúar hafi kunnað vel að meta. Einnig hélt ég að sú mikla vitneskja um rekstur bæjarins sem fæst með því að liggja yfir fjárhagsáætlunargerð væri dýrmæt öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn. En ég hef svo sem líka skilning á því ef að minnihlutinn vill hafa frítt spil til að gagnrýna það sem gert er í lok árs! Samstarfið hefur bara hreinlega reynst árangursríkara.
En í dag hittum við fulltrúa frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hingað voru komnir til að ræða um Heimilið við Birkimörk. Hveragerðisbær stendur nú frammi fyrir öðru af tvennu: að kaupa sambýlið með hagstæðu láni eða að gera langtímaleigusamning um húsnæðið. Þessi vinna er í gangi í öllum sveitarfélögum þar sem húseignir málaflokks fólks með fötlun eru staðsettar. Ákvörðun verður að liggja fyrir í lok nóvember, vegna fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Við Helga sátum síðan lengi yfir forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs. Nú tekur við vinna hjá Helgu og Huldu vegna launaáætlunar og þá fara nú línur að skýrast.
Fór ein í sundleikfimi þar sem tímanum var aflýst vegna veðurs! Fór samt í laugina þrátt fyrir að veðrið væri reyndar algalið en það skiptir ekki svo miklu þegar maður er í sundlaug :-) Var svo heppin að lenda í staðinn á hálfgerðri sundæfingu hjá Magga Tryggva sem er þjálfari sunddeildarinnar hér. Veitti ekki af því að fínpússa sundtökin :-)
Meirihlutafundur í kvöld sem dagurinn hefur verið ansi langur. Þeir verða það oft !
En í dag hittum við fulltrúa frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hingað voru komnir til að ræða um Heimilið við Birkimörk. Hveragerðisbær stendur nú frammi fyrir öðru af tvennu: að kaupa sambýlið með hagstæðu láni eða að gera langtímaleigusamning um húsnæðið. Þessi vinna er í gangi í öllum sveitarfélögum þar sem húseignir málaflokks fólks með fötlun eru staðsettar. Ákvörðun verður að liggja fyrir í lok nóvember, vegna fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Við Helga sátum síðan lengi yfir forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs. Nú tekur við vinna hjá Helgu og Huldu vegna launaáætlunar og þá fara nú línur að skýrast.
Fór ein í sundleikfimi þar sem tímanum var aflýst vegna veðurs! Fór samt í laugina þrátt fyrir að veðrið væri reyndar algalið en það skiptir ekki svo miklu þegar maður er í sundlaug :-) Var svo heppin að lenda í staðinn á hálfgerðri sundæfingu hjá Magga Tryggva sem er þjálfari sunddeildarinnar hér. Veitti ekki af því að fínpússa sundtökin :-)
Meirihlutafundur í kvöld sem dagurinn hefur verið ansi langur. Þeir verða það oft !
Comments:
Skrifa ummæli