5. nóvember 2011
Opið hús hjá Sjálfstæðismönnum í morgun og eins og við var að búast snérist umræðan um formannskosninguna framundan. Sitt sýndist hverjum og greinilegt er að frambjóðendur þurfa að leggja á sig mikla vinnu fram að fundinum til að heilla kjósendur. Héðan fer á annan tug manna á landsfund, ég man ekki eftir að svo margir hafi áður farið en þetta skýrist auðvitað af góðu kjörfylgi í sveitarstjórnarkosningunum síðast.
Eftir hádegi var brugðið undir sig betri fætinum og haldið uppí Biskupstungur þar sem ungur maður hélt uppá 7 ára afmælið sitt. Það er alltaf gott að koma í Gýgjarhólskot, setið var lengi yfir kræsingum og spjallað. Kíktum síðan í fjósið enda tilheyrir það og síðan heimtaði ég að fá að skoða reykkofann hans Jóns. Það var svo flott mynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag úr reykkofa í Mývatnssveit að við urðum að upplifa þetta líka. Vorum ekki svikin af því og jólailmurinn fylgir mér ennþá :-)
Eftir hádegi var brugðið undir sig betri fætinum og haldið uppí Biskupstungur þar sem ungur maður hélt uppá 7 ára afmælið sitt. Það er alltaf gott að koma í Gýgjarhólskot, setið var lengi yfir kræsingum og spjallað. Kíktum síðan í fjósið enda tilheyrir það og síðan heimtaði ég að fá að skoða reykkofann hans Jóns. Það var svo flott mynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag úr reykkofa í Mývatnssveit að við urðum að upplifa þetta líka. Vorum ekki svikin af því og jólailmurinn fylgir mér ennþá :-)
Comments:
Skrifa ummæli