28. nóvember 2011
Afmæliskaffi í vinnunni er góður siður sem tryggir að við fáum hér reglulega góðan skammt af góðgæti með morgunkaffinu. Í dag var afmæliskaffi, það er alltaf skemmtilegt!
Símafundur í morgun vegna útboðs almenningssamgangna. Unnið er að því að ná lendingu í því máli og vonandi gengur það í þessari viku. Átti tvö símtöl vegna þessa málaflokks. Annað var við mann sem hafði verið skilinn eftir í Reykjavík í gær kl. 17:30. Reyndar 13 einstaklingar aðrir einnig. Þá voru rúmir þrír tímar í næsta bíl austur svo eðlilega skapaðist þarna reiði og ergelsi sem er vont að þurfa að upplifa. Einmitt vegna þessa leggjum við mikla áherslu á þann möguleika að hægt sé að standa í vögnunum í framtíðinni. Veit að mörgum finnst það óðs manns æði en á höfuðborgarsvæðinu er líka staðið í bílunum á oft jafnmikilli ferð og í jafnlangan tíma. Þurfum bara að venjast þessari tilhugsun.
Eftir hádegi fór ég yfir gögn vegna fundar bæjarráðs í vikunni. Síðan hófst kynningarfundur um jafnréttisáætlanir kl. 14 og stóð hann í tvo tíma. Góður og fróðlegur fundur sem fleiri hefðu að ósekju mátt sækja.
Klukkan 17 hófst fundur meirihlutans um fjárhagsáætlun sem stóð fram á kvöld. Unnið var í fjárhagsáætlun og nú held ég að þetta sé komið :-)
-------------------------
Í hádeginu var mér litið niður á gólfið í kaffistofunni og hvað blasti við þar nema dauð mús. Það er algjör ráðgáta hvernig kvikindið komst inn en hér er aldrei opið út. Mig grunar loftræstikerfið ! ! !
Símafundur í morgun vegna útboðs almenningssamgangna. Unnið er að því að ná lendingu í því máli og vonandi gengur það í þessari viku. Átti tvö símtöl vegna þessa málaflokks. Annað var við mann sem hafði verið skilinn eftir í Reykjavík í gær kl. 17:30. Reyndar 13 einstaklingar aðrir einnig. Þá voru rúmir þrír tímar í næsta bíl austur svo eðlilega skapaðist þarna reiði og ergelsi sem er vont að þurfa að upplifa. Einmitt vegna þessa leggjum við mikla áherslu á þann möguleika að hægt sé að standa í vögnunum í framtíðinni. Veit að mörgum finnst það óðs manns æði en á höfuðborgarsvæðinu er líka staðið í bílunum á oft jafnmikilli ferð og í jafnlangan tíma. Þurfum bara að venjast þessari tilhugsun.
Eftir hádegi fór ég yfir gögn vegna fundar bæjarráðs í vikunni. Síðan hófst kynningarfundur um jafnréttisáætlanir kl. 14 og stóð hann í tvo tíma. Góður og fróðlegur fundur sem fleiri hefðu að ósekju mátt sækja.
Klukkan 17 hófst fundur meirihlutans um fjárhagsáætlun sem stóð fram á kvöld. Unnið var í fjárhagsáætlun og nú held ég að þetta sé komið :-)
-------------------------
Í hádeginu var mér litið niður á gólfið í kaffistofunni og hvað blasti við þar nema dauð mús. Það er algjör ráðgáta hvernig kvikindið komst inn en hér er aldrei opið út. Mig grunar loftræstikerfið ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli