4. nóvember 2011
Skólamálaþing Sambandsins var haldið í Reykjavík í dag. Það sóttu héðan Guðjón skólastjóri, Sævar staðgengill hans og sú sem þetta ritar. Mjög gott og áhugavert þing þar sem aðaláherslan var lögð á nýjar aðalnámskrár og innleiðingu þeirra. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt en einnig unnu ráðstefnugestir saman í hópum. Það er nú einhvern veginn þannig að umræðurnar í kaffi og matartímanum eru ekki síður gagnlegar og þannig var það ekki hvað síst í dag.
Síðdegis hittum við Eyþór, forstei bæjarstjórnar, fjárlaganefnd Alþingis. Vildum ítreka mikilvægi þess að ekki yrði skorið niður í áætlaðri fjárveitingu til Heilsustofnunar NLFÍ. Nefndarmenn voru áhugasamir og spurðu fjölmargra spurninga um stofnunina og starfsemi hennar. Einnig fjölluðum við um verknámshús FSu, Art verkefnið og tvöföldun Suðurlandsvegar. Þessir árlegu fundir eru alltaf mjög snaggaralegir enda þurfa þingmenn að hitta marga. Það er því eins gott að vera með málin þokkalega skipulögð þegar fundurinn hefst.
Starfsmenn bæjarskrifstofu hittust síðan og borðuðu saman áður en við héldum í sjónvarpssal til að styðja lið Hveragerðisbæjar í Útsvarinu. Skemmst er frá því að segja að María, Úlfur og Ólafur stóðu sig frábærlega og lögðu sitjandi sigurvegara frá því í fyrra, Norðurþing! Það var ansi ánægður hópur Hvergerðinga sem yfirgaf útvarpshúsið í Efstaleyti í kvöld.
Síðdegis hittum við Eyþór, forstei bæjarstjórnar, fjárlaganefnd Alþingis. Vildum ítreka mikilvægi þess að ekki yrði skorið niður í áætlaðri fjárveitingu til Heilsustofnunar NLFÍ. Nefndarmenn voru áhugasamir og spurðu fjölmargra spurninga um stofnunina og starfsemi hennar. Einnig fjölluðum við um verknámshús FSu, Art verkefnið og tvöföldun Suðurlandsvegar. Þessir árlegu fundir eru alltaf mjög snaggaralegir enda þurfa þingmenn að hitta marga. Það er því eins gott að vera með málin þokkalega skipulögð þegar fundurinn hefst.
Starfsmenn bæjarskrifstofu hittust síðan og borðuðu saman áður en við héldum í sjónvarpssal til að styðja lið Hveragerðisbæjar í Útsvarinu. Skemmst er frá því að segja að María, Úlfur og Ólafur stóðu sig frábærlega og lögðu sitjandi sigurvegara frá því í fyrra, Norðurþing! Það var ansi ánægður hópur Hvergerðinga sem yfirgaf útvarpshúsið í Efstaleyti í kvöld.
Comments:
Skrifa ummæli