<$BlogRSDUrl$>

28. maí 2006

Ég þakka innilega þann mikla stuðning sem framboð Sjálfstæðismanna hér í Hveragerði fékk, 49,6% af greiddum atkvæðum er stórsigur enda fjórir menn öruggir í bæjarstjórn.

Kosningabarátta okkar var frábærlega skemmtileg fyrir þann stóra hóp Sjálfstæðismanna sem kom að þeirri vinnu. Við þökkum þann mikla stuðning sem við höfum fundið fyrir og endurspeglaðist í kosningaúrslitum gærdagsins.

Nú tekur við tímabil mikillar vinnu en áfram verður unnið í anda þess að gera Hveragerði að enn betri bæ til búsetu. Við munum ekki bregðast því trausti sem okkur hefur verið sýnt.

27. maí 2006

Síðasti dagur kosningabaráttunnar að kveldi kominn og frambjóðendur eru að verða ansi lúnir. Dagurinn var tekinn snemma og vinnustaðir heimsóttir fram eftir degi. Við trésmíðaverkstæði Áss myndaðist örtröð frambjóðenda þegar A-listamenn renndu í hlað stuttu á eftir okkur og nokkru síðar mætti Örn málari á svæðið, frambjóðandi VG.
Við vorum heppin og mættum fyrst þannig að við gengum fyrir í þetta skiptið. Fínn fundur og málefnalegur. Okkur er hvarvetna vel tekið og við finnum fyrir afskaplega góðu viðmóti og jákvæðum straumum. Það er nokkuð ljóst að kosningarnar verða tvísýnar enda andrúmsloft í bænum lævi blandið. Ungir Sjálfstæðismenn eru með skemmtun á Snúllabar og núna streymir fólkið inn hjá þeim. Ég hvet alla Hvergerðinga til að mæta á kjörstað á morgun. Við Sjálfstæðismenn verðum með kosningakaffi á skrifstofunni að Hverabökkum og svo verðum kosningavaka frameftir nóttu á Pizza 67. Þetta verður mikið fjör ! ! !

26. maí 2006

Fjölskylduhátíðin tókst frábærlega. Við grilluðum rúmlega 500 pylsur sem allar virtust renna ljúflega niður. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og betra veður hefur ekki verið í marga daga. Það er alltaf að sannast betur og betur hversu vel staðsett skrifstofan í Hverabökkum er. Í dag mætti fjöldi Hvergerðinga en ekki mikið af utanbæjarfólki sem er reyndin ef tilsvarandi atburðir eru haldnir við Verslunarmiðstöðina eða þar nálægt.

Mikið rennerí var af fólki á skrifstofuna í kvöld enda ekki seinna vænna að koma og kynna sér málin.

Sigurbjörn Bjarnason tók fullt af flottum mynduma á fjölskyldudeginum og þær er hægt að skoða hér.

25. maí 2006

Konur í Hveragerði - Takk fyrir frábært kvöld ! !

Konukvöldið sem við, konur á lista Sjálfstæðismanna, héldum í gærkvöldi heppnaðist frábærlega í alla staði. Konur tóku að streyma í hús þónokkru áður en opnað var og áður en við var litið troðfylltist stóri salurinn á "Gamla" Hótel Hveragerði.
Það var frábært að sjá hversu vel var mætt en sjaldan held ég að hafi verið jafn fjölmennt í þessum ágæta sal. Vel ríflega 170 konur skemmtu sér með okkur fram eftir kvöldi og af viðtökunum má ráða að þær hafi allar sem ein farið himinlifandi heim.

Salurinn var meistaralega skreyttur og veitingar og öll umgjörð eins glæsileg og hægt var að hafa. Heill her kvenna (og manna) tók þátt í undirbúningnum og þarna sást best hversu gaman er þegar við tökum höndum saman um svona lagað.

Ég, Unnur og Drífa Hjartar, alþingiskona, héldum ávörp, frambjóðendur sýndu föt frá Lindinni á Selfossi og skart og töskur frá Art Dekurstofu, glæsilegt happdrætti, þar sem dregið var um fjölda vinninga og toppurinn á öllu saman var algjörlega snilldarlegt söng og skemmtiatriði Davíðs Ólafssonar og Stefáns "Íslandi". Þeir ætluðu aldrei að geta hætt vegna gríðarlegra fagnaðarláta. Að dagskrá lokinni var svo opið á Snúllabar fram eftir nóttu.

Við erum himinlifandi með þetta kvöld enda ekki annað hægt.
Takk kærlega allar þið sem mættuð og áttuð með okkur góða kvöldstund og takk enn og aftur þið öll sem tókuð þátt í þessu með okkur. Án ykkar væri þetta ekki hægt ....

Fleiri myndir á myndasíðu og á Bláhver.is
-----


Strax í morgun var fjöldi fólks mættur á kosningaskrifstofuna til að undirbúa fjölskylduhátíðina sem hefst kl. 14 í dag. Sól skín í heiði, það er að lygna svo dagurinn stefnir í að verða góður.
Sjáumst sem flest við Hverabakka í dag ! !

24. maí 2006





Heimsóttum Dvalarheimilið Ás í gær og var tekið með kostum og kynjum.Ég var leyst út með gjöf frá vini mínum honum Jens, þetta fína Sjálfstæðisblóm.
Gummi sýndi góða takta í hannyrðunum og lærði meðal annars að smyrna.

Kosningaundirbúningur á fullu ...

Núna eru allir dagar undirlagðir kosningaundirbúningi. Vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir til bæjarbúa eru skemmtilegur hluti af baráttunni og vissulega forréttindi að fá að kynnast störfum og lífi fólks með þessum hætti.
Núna höfum við heimsótt Dvalarheimilið Ás, HNLFÍ, grunnskólann, verslanir, leikskólana, áhaldahúsið og fleiri góða staði. Í fyrramálið heimsækjum við Kjörís en ég hef fregnað að þar sé búið að safna saman góðum bunka af spurningum. Þar fer Anton fremstur í flokki og hefur víst í hyggju að grennslast fyrir um það hvenær sykurgámurinn eigi að lenda? Hvort að glycerínið sé á leiðinni? Hvenær fyrsti maður á listi ætli að tolla pinnaspýturnar og áfram mætti víst telja.
Þeir eru gríðarlega fyndnir félagar mínir þar á bæ ! !
En hvarvetna hefur verið tekið vel á móti okkur og við finnum fyrir miklum og jákvæðum straumum í okkar garð. Hvort það nægir til sigurs verður að koma í ljós, en það er nokkuð ljóst að niðurstöðurnar verða tvísýnar.

Við Sjálfstæðismenn höfum háð heiðarlega og jákvæða kosningabaráttu. Jafnvel svo mjög að kvartað er yfir því að allt fjör vanti í slaginn. A-listinn notar aftur á móti kunnugleg vinnubrögð og notar hvert tækifæri til að sverta okkar framboð og það sem við stöndum fyrir. Ég held að allir sjái í gegnum slíkan málflutning enda segir hann meira um þá sem flytja heldur en þá sem fyrir verða.

Við viljum að Hvergerðingar kanni það hvaða fólk er í framboði og hvaða hópi þeir treysta best til að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Það er nokkuð ljóst í mínum huga að við Sjálfstæðismenn bjóðum fram lista sem er samhentur, öflugur og kraftmikill og hefur alla burði til að stýra Hveragerðisbæ í framtíðinni.
--------------------------------
Ég er óskaplega þakklát þeim fjölmörgu sem leggjast nú á árar þessa síðustu daga. Það er stöðugur straumur fólks á skrifstofuna og allir vilja leggja sitt af mörkum. Sjaldan hefur gengið jafn vel í utankjörfundaratkvæðagreiðslum og segir það sitt um áhuga fólks á kosningunum. Til okkar streyma veitingar og eitt kvöldið fengum við sem þá vorum að vinna dýrindis kvöldverð sendan á skrifstofuna.
Þetta er einstakt og gerir það að verkum að öll vinna verður svo miklu, miklu léttari.
------------------------


Sunnudagur 21.maí 2006

Það er mikill kraftur í Sjálfstæðismönnum í Hveragerði og stór og góður hópur leggur nótt við dag við hin ýmsu störf sem þarf að vinna núna þegar nær dregur kosningum. Það hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt að standa í kosningabaráttu enda finnum við greinilega að margir vilja leggja okkur lið. En betur má ef duga skal og við ætlum að ná Gumma inní bæjarstjórn. Það er loka takmarkið sem við öll stefnum að. Til þess að það megi verða að veruleika verða allir að leggjast á árarnar núna þegar einungis 5 dagar eru til kosninga.
--------------------------------
Í kvöld var sameiginlegur framboðsfundur flokkanna á Hótel Örk. Húsfyllir í stóra salnum enda ávallt verið mikil stemning fyrir þessum fundi. A-listinn mætti eins og við var að búast með mikið flóð af fyrirfram æfðum spurningum sem flestum var beint að mér. Það þótti mér ekki leiðinlegt enda bara gaman að því að fá tækifæri til að útskýra sjónarmið okkar og fara yfir stöðu mála. Heldur leiðinlegra fannst mér að fá ekki til mín spurningar um framtíðina og þá skýru sýn sem við höfum sett fram. Lang leiðinlegast þótti mér samt að verða vitni að látunum sem ávallt einkenna vinstri framboðin, framíköll og hlátursgusur einkenndu hópinn og sérkennilegt ef þau læti heilla kjósendur.
Ég vona að þeir sem mættu á fundinn hafi haft af honum nokkuð gaman og kannski fengið skýrari sýn á það sem framboðin standa fyrir. Ef ekki vil ég hvetja alla til að heimsækja okkur á kosningaskrifstofuna en það verður opið alla daga fram að kosningum.

Verið er að leggja lokahönd á undirbúning konukvölds á miðvikudag og fjölskylduhátíðar á fimmtudag. Þetta verða góðar skemmtanir og við búumst við miklum fjölda fólks til okkar þessa daga.

16. maí 2006

Héldum fjölmennan fund stuðningsmanna í dag sem allir ætla að taka virkan þátt í kosningabaráttunni þessa daga sem eftir eru fram að kosningum. Við hefjum heimsóknir á vinnustaði á morgun og fram að kosningum munum við nýta tímann vel í heimsóknir og spjall við bæjarbúa. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur og líta við á kosningaskrifstofunni ef nánari upplýsinga er óskað.
----------------------------------
Í kvöld voru vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis og voru þeir tileinkaðir tón- og ljóðskáldum okkar Hvergerðinga í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins. Yndislegir tónleikar og ég sannfærðist endanlega um það að hér býr og hefur búið mikið hæfileikafólk.
Af því að nýverið var hnýtt í okkur Sjálfstæðismenn vegna fjarvista á einum fundi þá hefur það vakið athygli mína undanfarið hversu slælega bæjarfulltrúar meirihlutans og bæjarstjóri mæta á þær uppákomur sem haldnar eru í bæjarfélaginu. Með þeirra eigin rökum má segja að þau geti ekki haft áhuga á því sem hér er að gerast því þau láta sjaldnast sjá sig. Hvar var til dæmis bæjarstjórinn þegar árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var haldin um síðustu helgi? Hvar var bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs í kvöld? Alla vega misstu þau af góðri kvöldskemmtun með góðum listamönnum svo mikið er víst. Rétt að bæta því við að það er ekki nóg að skrifa fjálglega um menningarmálin, það þarf líka að mæta.

15. maí 2006

Kæra Vinstri Grænna, VG, var tekin fyrir á aukafundi bæjarstjórnar í dag. Þar var kröfu VG um að frambjóðandi þeirra verði samþykktur á kjörskrá hafnað. Bæjarstjórn vísar síðan frá kröfunni um að nýjum aðila verði bætt á listann í stað þeirrar sem ekki reyndist eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Frávísunin byggir á því að kæruheimild til bæjarstjórnar er ekki fyrir hendi.
"Bæjarstjórn harmar þau mistök sem urðu hjá kjörstjórn og finnst miður að ekki skuli hafa verið unnt að koma til móts við kröfur VG við ákvörðun í málinu. Niðurstaða lögmanns er hinsvegar skýr og í ljósi alvöru málsins er bæjarstjórn ekki í stöðu til annars en að fylgja henni í einu og öllu."
Hægt væri að skrifa langa og lærða grein um þetta mál allt saman en ég held að betra sé að Vinstri Grænir geri það sjálfir. Ég vona þó að þessi niðurstaða verði til þess að kynning á listanum og stefnumálum hans hefjst því nú styttist óðum tíminn til kosninga og mikilvægt að nota þessa daga sem eftir eru sem best.
--------------------------
Kjörskrá hefur verið lögð fram og eru 1513 á kjörskrá. Það er þó nokkur fjölgun frá því síðast þegar 1290 voru á kjörskrá. Þá var kjörsókn 84% en 1086 greiddu atkvæði.
Miðað við sömu kjörsókn nú verða greidd atkvæði í kringum 1270. Það er gaman að leika sér að þessum tölum og til dæmis er Anton í Kjörís einstakur áhugamaður um tölfræðina, gaman að því ! !
---------------------------


Það er ekki oft sem að litagleðin grípur bæjarstjórnarfulltrúana, en það gerðist í dag þegar D-listamenn mættu svona líka sumarlegir til fundar ...

14. maí 2006



Við fengum góða heimsókn á kosningaskrifstofuna í dag sunnudag þegar Geir Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir litu við og heilsuðu uppá mannskapinn. Meðfylgjandi mynd var tekin af nokkrum frambjóðendum með þeim hjónum í góða veðrinu á sunnudag.
----------------------------------

Árshátíð Hveragerðisbæjar var haldin á Hótel Örk á laugardagskvöldið. Góður matur og fín hljómsveit á ballinu, en Idol sveitin Ísafold hélt uppi góðu fjörí frameftir nóttu. Óvanalegt að engin skemmtiatriði skyldu vera frá hinum ýmsu vinnustöðum en rætt var um að árshátíð haldin um miðjan maí hefði eitthvað dregið úr hugmyndaregninu sem annars hefur ríkt á þessum skemmtunum.
-----------------------------------
Á föstudaginn dreifðum við frambjóðendurnir aftur blaði í öll hús. Létum vera að banka í þetta skipti. En hér má lesa blaðið í heild sinni.
-----------------------------------
Kosningabaráttan er enn með rólegra móti, en það hlýtur að fara að færast fjör í leikinn. Við Sjálfstæðismenn stefnum á konukvöld þann 24. maí. Glæsileg skemmtun þar sem konur í Hveragerði munu eiga saman góða kvöldstund.
-----------------
Ég var búin að lofa nokkrum vísum af hagyrðingakvöldinu góða. Hér eru nokkrar eftir Bjarna Stefán Konráðsson.

Skilst að þessi sé ort um okkur Herdísi í tilefni af bókana gleðinni sem ríkt hefur í bæjarstjórn:

Við borðið kúra konur tvær
og kýta eins og hinir.
Eru nöfnur orðnar þær
úrvals pennavinir.

Um fundina:

Fyrst var kaffi,svo ég sé
að sest var að góðum blundi.
Svo var bókað, svo var hlé,
svo var slitið fundi.

Um oddvita minnihlutans og andstöðu hennar á háhýsum:

Nú er Aldís súr að sjá,
sýnist allt í báli.
Staðfastlega staglast á
að stærðin skipti máli.

Um Unni þriðju, sem hjúkrar ekki heimamönnum í Ölfusi, heldur Selfyssingum:

Við Ölfusinga yfirleitt
ekki nokkuð þingar,
Því Unnur fór víst aldrei neitt
útí geðlækningar.

12. maí 2006



Öðrum sveitarstjórnarmönnum til skemmtunar set ég hér mynd frá vígslu nýs reiðvegar í Ölfusinu núna í vikunni. Þar gerðist sá tímamóta atburður að sveitarstjórinn í Ölfusinu brá sér á bak. Vakti mikla lukku eins og sjá má.

11. maí 2006

Hagyrðingakvöldið sem D-listinn hélt í kvöld var afar vel heppnað og skemmtu viðstaddir sér konunglega. Sr. Hjálmar Jónsson, Kristján Runólfsson, Bjarni Stefán Konráðsson og Sigrún Haraldardóttir fóru á kostum og fluttu vísur um pólitíkina, bæjarlífið og hina ýmsu einstaklinga, allt kryddað með góðum sögum jafnvel úr öðrum landshlutum. Eðli máls samkvæmt bar Skagafjörð nokkuð á góma enda þrír af hagyrðingunum ættaðir þaðan. Ég mun setja inn nokkrar góðar vísur síðar.
-----------------------------


Framboðsmál Vinstri Grænna hér í Hveragerði hafa verið nokkuð til umræðu uppá síðkastið enda ljóst að kjörstjórn gefur þeim villandi upplýsingar á fundi sínum með því að gefa þeim frest til að kæra einn frambjóðandann inná kjörskrá. Slíkt er ekki lengur heimilt og því vilja VG menn nú fá að setja annan frambjóðenda í stað þess sem ekki á lögheimili í Hveragerði. Bæjarstjórn er nokkur vandi á höndum í þessu máli enda mikilvægt að rétt sé að málum staðið. Því var það einróma samþykkt að leita betri upplýsinga og allri umræðu og ákvarðanatöku frestað til mánudagsins næsta. Það er mikilvægt að ekki sé dregið að ná niðurstöðu í málið því framboð VG er í lausu lofti á meðan.

Nokkuð ljóst að bæjarstjórn hefur ekki enn haldið sinn síðasta fund þetta kjörtímabil ! !
---------------------------
Seinni umræða um ársreikninga Hveragerðisbæjar 2005, fór fram á bæjarstjórnarfundi í dag. Á síðasta fundi bæjarstjórnar kynntu endurskoðendur bæjarins með reikninginn venju samkvæmt. Við Sjálfstæðismenn funduðum síðan með Ólafi Gestsyni endurskoðanda milli umræðna og var það mjög gagnlegur fundur þar sem ýmsar upplýsingar komu fram. Litlar sem engar umræður urðu um reikninginn í dag enda það ekki vaninn þegar svo stór mál eru til umræðu. Þá er talað saman með bókunum en hér fyrir neðan má lesa bókun okkar um reikninginn:
Við undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélagsins fögnum því að skuldir bæjarfélagsins skuli hafa lækkað á árinu 2005. Þrátt fyrir þá staðreynd eru skuldir bæjarins enn alltof miklar sérstaklega sé tekið tillit til þess að á kjörtímabilinu var Hitaveita Hveragerðisbæjar seld.
Það er sérstakt að verða vitni að því að þeir sömu stjórnmálaflokkar og viðhöfðu mikil gífuryrði um skuldir bæjarins fyrir 4 árum skuli skila rekstri bæjarfélagsins af sér með þeim hætti sem hér er raunin. Rétt er að benda á að í árslok 2001 voru skuldir bæjarins 503 milljónir króna. Framreiknað til desemberverðlags 2005 gerir það 570 milljónir rúmar. Samkvæmt ársreikningi 2005 eru heildarskuldir bæjarins rétt tæplega 1100 milljónir eða um 526 þúsund pr. íbúa. Langt frá þeirri stöðu sem ásættanlegt getur talist eftir jafn umfangsmikla eignasölu og hér hefur átt sér stað og jafn mikið góðæri og ríkt hefur á landinu.
Villandi upplýsingar hafa birst í fjölmiðlum undanfarið þar sem skýrt er frá viðsnúningi í rekstri bæjarfélagsins. Því miður reynast þær upplýsingar á brauðfótum þegar nánar er að gáð. Ekki hefur tekist að bæta rekstur bæjarsjóðs eins og berlega kemur fram í bréfi endurskoðenda. Sé litið á rekstrargjöldin þá eru þau 78 milljónum hærri en áætlunin gefur til kynna þrátt fyrir að endurskoðuð áætlun var gerð 3 mánuðum fyrir árslok. Þar munar mestu um launaliði sem fara 44 milljónum fram úr áætlun og fjármagnsliði sem eru 23,5 milljónum hærri en áætlað var.
Þegar rekstur málaflokka er borinn saman við áætlun kemur í ljós að mikill munur er á. Fræðslumálin fara 21 milljón fram úr áætlun, æskulýðs- og íþróttamál 7 milljónir, skipulags- og byggingamál 4 milljónir eða 25% fram úr áætlun. Þá fer sameiginlegur kostnaður rúmar 4,6 milljónir fram úr áætlun og áfram mætti telja.
Á síðasta ári var Tívolílóðin svokallaða seld fyrir 50 milljónir. Tekjuafgangur bæjarins vegna gatnagerðar var 25 milljónir. Að kröfu endurskoðanda voru skatttekjur niðurfærðar um 22 milljónir þar sem þær töldust tapaðar. Vert er að vekja athygli bæjarbúa á því að ofantaldir tekjuliðir eru ekki reglulegar tekjur. Sé tekið tillit til þessara staðreynda verður ekki hagnaður af bæjarsjóði heldur tap upp á 21 milljón sem er óásættanleg niðurstaða í því góðæri sem ríkir.
Miðað við rekstur ársins 2005 þá mun bæjarfélagið ekki eiga fyrir afborgunum lána eða vaxtagjöldum á komandi árum. Allt tal um annað er fyrirsláttur og rangtúlkun á þeim staðreyndum sem fram koma í endurskoðuðum ársreikningi 2005.
Tívolílóðin bjargaði bæjarsjóði en líka má segja að húsbyggjendur í Hveragerði hafi átt sinn þátt í betri afkomu með því að borga gatnagerðagjöld sem voru langt umfram raunkostnað bæjarins við gatnagerð.

9. maí 2006

Framboð Sjálfstæðismanna vakti mikla athygli á Lions ballinu á föstudagskvöldið enda var mikið lagt í búninga og sviðsframkomu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Bítlarnir voru þema kvöldsins en Elínborg var forsöngvari okkar í laginu Hard days night og söng snilldarlega eins og við vissum að hún gæti gert.
Klárlega ein besta söngkona bæjarins.
-------------------
Laugardagurinn var undirlagður kosningavinnu, en samt gafst tími til að skreppa á Selfoss með litlu frænku, henni Dagnýju Lísu, og versla kosningaföt eins og við kölluðum það! ! Litum líka við á skrifstofu Sjálfstæðismanna í Árborg. Þeir voru framlágir en afar hressir eftir góðan fjáröflunarkvöldverð og dansleik með Todmobile. Sniðug hugmynd sem virkaði frábærlega. Það er gaman að fylgjast með gangi framboðsmála í Árborg og greinilegt að innkoma Eyþórs Arnalds hefur hleypt nýju lífi í framboðsmálin þar.
-------------------
Á laugardagskvöldinu var fertugsafmæli Steinars haldið hátíðlegt. Fín veisla og margt af skemmtilegu fólki til að spjalla við. Veislan var haldin í kosningaskrifstofu Vinstri Grænna en þeir hafa fengið inni í Gamla Hótelinu.
Kom ekki að sök enda enginn þeirra á svæðinu. Þeir skiluðu aftur á móti inn framboðslista og hafa þar með í fyrsta sinn ákveðið að taka þátt í kosningum í Hveragerði. Við fögnum því að fjöldi fólks hefur ákveðið að taka þátt í þessum kosningum og það er ánægjulegt að Hvergerðingar skuli hafa fleiri en tvo valkosti í vor.

Við hvetjum aftur á móti alla til að kynna sér vinnubrögð núverandi meirihluta og þá er væntanlega vænlegast að spyrja þeirra eigið fólk sem sumt hvert er nú komið í framboð hjá VG. Held að það hefði nú fengið töluverðan uppslátt í blöðum ef varabæjarfulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og tveir stjórnarmenn væru skyndilega komir í framboð undir annarra merkjum. En kannski finnst flestum það skiljanlegt að ekki vilji allir bendla sig við A-listann ! !
-------------
Fermingarveisla Þórhildar Helgu Guðjónsdóttur á sunnudaginn. Notaleg stund með ættingjum og vinum og fermingarbarnið bæði fallegt og ánægt með daginn eins og vera ber. Veislan var haldin í sal nýju blokkarinnar við Grænumörk sem Guðjón frændi minn á heiðurinn af að hafa byggt. Einstaklega vandað og skemmtilegt hús þar sem allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Eins og sést á myndinni þá er þegar búið að ganga frá lóðinni með mjög skemmtilegum hætti enda fór það svo að Umhverfisverðlaun Árborgar féllu Guðjóni í skaut í vikunni fyrir umhverfi blokkarinnar. Frændfólkið á Selfossi er afskaplega duglegt og gaman að sjá hversu framkvæmdagleði þeirra er mikil og hefur reyndar alltaf verið.
-------------
Í dag mánudag hefur ríkt sannkölluð Mallorca stemning í bænum. Hér var í dag yfir 22 stiga hiti í forsælu enda var heitara úti en inni. Helst hefði ég viljað vera í garðinum í allan dag, hreinsa beð, klippa runna og fleira skemmtilegt. En á 4 ára fresti er garðurinn hér illa hirtur og hörmulegur langt fram eftir vori. Í raun ætti að setja upp skilti sem segir "Hér býr frambjóðandi" svo mannorð manns í garðahirðingu fari ekki alveg fyrir bí. Svo er það nú þannig að þegar góðviðrið freistar manns helst er mest að gera í vinnunni enda vill þjóðin þá sinn ís og engar refjar. Gaman að því ! !

4. maí 2006

Rafrænt þjónustutorg íbúa í Árborg, Ölfusi og Hveragerði var kynnt fyrir bæjarfulltrúum og starfsmönnum í dag. Ég var farin að efast um að nokkuð myndi gerast í þessu Sunnan3 verkefni þrátt fyrir að langlundargeð mitt sé yfirleitt þó nokkuð. Í dag vorum við loks kynnt fyrir afrakstri verkefnisins, þjónustutorginu. Þarna munu íbúar bæjarfélaganna fá sinn eigin aðgang og geta þar af leiðandi fylgst með fjárhagslegum samskiptum sínum við bæjarfélagið, sótt um ýmsa þjónustu og fengið skilaboð í sitt eigið "hólf". Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig mótttökur þessi nýjung fær hjá bæjarbúum. Bæjarfulltrúarnir voru allavega nokkuð spenntir fyrir hugmyndinni enda útfærslan góð og vefurinn vel fram settur.
----------------
Í kvöld fundaði kosningastjórnin og fór yfir og skipulagði ýmislegt sem framundan er. Drjúgur tími fór í að stúdera "Bítla-tímann" en það er þema kvöldsins á Lions ballinu sem haldið verður á Örkinni næstkomandi föstudagskvöld. Þar munu fulltrúar hinna ýmsu fyrirtækja og framboða stíga á stokk og flytja Bítlalög hver með sínu nefi. Framundan er hagyrðingakvöld í boði D-listans fimmtudaginnn 11. maí n.k. Konukvöld þann 19. maí og fjölskylduhátíð í lok mánaðarins.
----------------
Fékk heimsókn í vinnuna í dag frá dönsku DDV samtökunum (De danske Vægtkonsulenter). Við flytjum inn ísinn þeirra sem hefur fengið afar góðar viðtökur íslenskra neytenda.
-----------------
Á miðvikudaginn var kynningarfundur fyrir bæjaryfirvöld á uppbyggingaráformum nýrra eigenda Eden. Þar var farið yfir þær hugmyndir sem eigendurnir hafa um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og möguleikana sem lóðirnar sem tilheyra fyrirtækinu bjóða. Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra að reksturinn verður áfram í svipuðu formi og einungis á að gera enn betur og bæta við afþreyingarmöguleika á staðnum. Uppbygging á lóðunum var umdeildari enda einungis örfáar vikur síðan að bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti nýtt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir því að hæð húsa verði ekki yfir 4 hæðir. Hugmyndirnar sem kynntar voru eru heldur róttækari en það. Á næsta fund skipulagsnefndar verður lögð fyrir beiðni fyrirtækisins um byggingar á lóðinni.
-----------------
Bæjarstjórnarfundur var haldinn á miðvikudag. Þar voru ársreikningar bæjarins lagðir fram til fyrri umræðu.
Mun fjalla betur um þá síðar! !
Ennfremur var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um úrræði í dagvistun aldraðra og öryrkja. Það var aldeilis tímabært að reyna að krafla í bakkann með þessi mál sem verið hafa í miklum ólestri allt kjörtímabilið. Við fögnum auðvitað öllum úrbótum í þessum málaflokki enda höfum við ítrekað kallað eftir stefnumótun meirihlutans í málefnum eldri borgara.
----------------------

1. maí 2006

Héraðsnefnd Árnesinga fundaði frá föstudegi til laugardags. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Flúðum. Héraðsnefnd fer með stjórn Tónlistarskóla Árnessýslu, Byggðasafnsins, Héraðsskjalasafnsins, Bæjar- og héraðsbókasafnsins og Listasafns Árnessýslu. Margar stofnanir og verkefnin bæði mörg og ánægjuleg. Á þessum fundi bar hæst fyrirhugaðan flutning Tónlistarskólans í nýtt húsnæði á Selfossi. Nú flyst öll starfsemi skólans á Selfossi á einn stað, þar verður stjórnunaraðstaðan, stór tónleikasalur ásamt fjölmörgum kennslurýmum. Kennsla mun hefjast í nýja húsinu í haust.

Heimamenn í Hrunamannahreppi buðu héraðsnefndarmönnum í óvissuferð um sveitarfélagið. VIð heimsóttum hið skemmtilega safn að Gröf en þar hafa einstaklingar byggt upp minjasafn af miklum myndarskap. Stuðlabergs námurnar í landi Hrepphóla komu mér á óvart með mikilfengleik sínum, vissi hreinlega ekki af þessu þarna uppfrá. Að lokum var farið í heimsókn í lausagöngufjós í Birtingaholti þar sem mjaltaróbótinn vakti heilmikla athygli.

Héraðsnefndin er vettvangur sem sveitarstjórnarmenn meta mikils enda verkefnin bæði brýn og nálæg og ekki spillir félagsskapurinn fyrir ! ! !

Þó nokkuð margir hverfa af vettvangi nefndarinnar nú í vor og móðga ég áreiðanlega enga þó ég tilgreini sérstaklega Hjörleif Brynjólfsson, formann og Bjarka Reynisson, Villingaholti sem setið hefur í nefndinni lengur en nokkur annar.
Það er sjónarsviptir að svona höfðingjum úr hinu pólitíska starfi.
---------------------------------------------
Um leið komið var til Hveragerðis á laugardeginum fórum ég og Hjörtur Sveins að bera út stefnuskrána en í þetta skiptið var bæjarfélaginu skipt upp í sjö svæði, listanum í sjö hópa og heimsóttum við hvert einasta heimili í bænum. Bönkuðum uppá, réttum bæjarbúum stefnuskrána og spjölluðum við þá sem á því höfðu áhuga. Við renndum svolítið blint í sjóinn með þessa uppákomu enda ekki borið út með þessum hætti áður. En alls staðar var okkur vel tekið og greinilegt að bæjarbúar kunnu vel að meta þetta framtak. Það voru afar ánægðir frambjóðendur sem luku heimsókn í síðustu húsin í kringum hádegi á sunnudag.
----------------------------------------------
Eftir hádegi var fermingarveisla hjá Hjördísi Jóhannsdóttur. Virkilega fín veisla haldin í salnum á Gamla hótelinu, til hamingju með daginn ágæta fjölskylda ! !
----------------------------------------
Strax eftir fermingarveisluna fór ég ásamt Alberti niður í Eden þar sem haldið var kveðjuhóf fyrir Braga, Karen og fjölskyldu sem í dag, 1. maí, afhentu nýjum eigendum Eden. Hófið var afskaplega vel heppnað, mjög fjölmennt eins og við var að búast enda fjölskyldan vinamörg eftir hartnær 50 ár í bransanum.
----------------------------------------
Í dag, 1. mai, opnuðum við Sjálfstæðismenn kosningaskrifstofuna í Hverabökkum. Fjöldi fólks lagði leið sína til okkar en mikið rennerí var allan daginn og framundir kvöldmat. Það er ekki efi í okkar huga að það var rétt ákvörðun að flytja kosningaskrifstofuna í miðbæinn, þarna á eftir að nást góð stemning enda bæði húsnæðið og staðsetningin eins og sniðið fyrir þennan tilgang. Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra mætti á staðinn með börnin sín þrjú sem líkaði afskaplega vel dvölin hjá okkur enda höfum við innréttað sérstakt herbergi fyrir börn. Þingmennirnir okkar mættu allir þau Drífa, Kjartan og Guðjón. Það fór ekki á milli mála að Hvergerðingar kunnu vel að meta það að hitta ráðherrann og þingmenn sína enda var mikið skeggrætt um hin ýmsu mál.

Í kvöld fundaði síðan minnihlutinn í bæjarstjórn vegna bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet