<$BlogRSDUrl$>

1. maí 2006

Héraðsnefnd Árnesinga fundaði frá föstudegi til laugardags. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Flúðum. Héraðsnefnd fer með stjórn Tónlistarskóla Árnessýslu, Byggðasafnsins, Héraðsskjalasafnsins, Bæjar- og héraðsbókasafnsins og Listasafns Árnessýslu. Margar stofnanir og verkefnin bæði mörg og ánægjuleg. Á þessum fundi bar hæst fyrirhugaðan flutning Tónlistarskólans í nýtt húsnæði á Selfossi. Nú flyst öll starfsemi skólans á Selfossi á einn stað, þar verður stjórnunaraðstaðan, stór tónleikasalur ásamt fjölmörgum kennslurýmum. Kennsla mun hefjast í nýja húsinu í haust.

Heimamenn í Hrunamannahreppi buðu héraðsnefndarmönnum í óvissuferð um sveitarfélagið. VIð heimsóttum hið skemmtilega safn að Gröf en þar hafa einstaklingar byggt upp minjasafn af miklum myndarskap. Stuðlabergs námurnar í landi Hrepphóla komu mér á óvart með mikilfengleik sínum, vissi hreinlega ekki af þessu þarna uppfrá. Að lokum var farið í heimsókn í lausagöngufjós í Birtingaholti þar sem mjaltaróbótinn vakti heilmikla athygli.

Héraðsnefndin er vettvangur sem sveitarstjórnarmenn meta mikils enda verkefnin bæði brýn og nálæg og ekki spillir félagsskapurinn fyrir ! ! !

Þó nokkuð margir hverfa af vettvangi nefndarinnar nú í vor og móðga ég áreiðanlega enga þó ég tilgreini sérstaklega Hjörleif Brynjólfsson, formann og Bjarka Reynisson, Villingaholti sem setið hefur í nefndinni lengur en nokkur annar.
Það er sjónarsviptir að svona höfðingjum úr hinu pólitíska starfi.
---------------------------------------------
Um leið komið var til Hveragerðis á laugardeginum fórum ég og Hjörtur Sveins að bera út stefnuskrána en í þetta skiptið var bæjarfélaginu skipt upp í sjö svæði, listanum í sjö hópa og heimsóttum við hvert einasta heimili í bænum. Bönkuðum uppá, réttum bæjarbúum stefnuskrána og spjölluðum við þá sem á því höfðu áhuga. Við renndum svolítið blint í sjóinn með þessa uppákomu enda ekki borið út með þessum hætti áður. En alls staðar var okkur vel tekið og greinilegt að bæjarbúar kunnu vel að meta þetta framtak. Það voru afar ánægðir frambjóðendur sem luku heimsókn í síðustu húsin í kringum hádegi á sunnudag.
----------------------------------------------
Eftir hádegi var fermingarveisla hjá Hjördísi Jóhannsdóttur. Virkilega fín veisla haldin í salnum á Gamla hótelinu, til hamingju með daginn ágæta fjölskylda ! !
----------------------------------------
Strax eftir fermingarveisluna fór ég ásamt Alberti niður í Eden þar sem haldið var kveðjuhóf fyrir Braga, Karen og fjölskyldu sem í dag, 1. maí, afhentu nýjum eigendum Eden. Hófið var afskaplega vel heppnað, mjög fjölmennt eins og við var að búast enda fjölskyldan vinamörg eftir hartnær 50 ár í bransanum.
----------------------------------------
Í dag, 1. mai, opnuðum við Sjálfstæðismenn kosningaskrifstofuna í Hverabökkum. Fjöldi fólks lagði leið sína til okkar en mikið rennerí var allan daginn og framundir kvöldmat. Það er ekki efi í okkar huga að það var rétt ákvörðun að flytja kosningaskrifstofuna í miðbæinn, þarna á eftir að nást góð stemning enda bæði húsnæðið og staðsetningin eins og sniðið fyrir þennan tilgang. Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra mætti á staðinn með börnin sín þrjú sem líkaði afskaplega vel dvölin hjá okkur enda höfum við innréttað sérstakt herbergi fyrir börn. Þingmennirnir okkar mættu allir þau Drífa, Kjartan og Guðjón. Það fór ekki á milli mála að Hvergerðingar kunnu vel að meta það að hitta ráðherrann og þingmenn sína enda var mikið skeggrætt um hin ýmsu mál.

Í kvöld fundaði síðan minnihlutinn í bæjarstjórn vegna bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður á morgun.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet