15. maí 2006
Kæra Vinstri Grænna, VG, var tekin fyrir á aukafundi bæjarstjórnar í dag. Þar var kröfu VG um að frambjóðandi þeirra verði samþykktur á kjörskrá hafnað. Bæjarstjórn vísar síðan frá kröfunni um að nýjum aðila verði bætt á listann í stað þeirrar sem ekki reyndist eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Frávísunin byggir á því að kæruheimild til bæjarstjórnar er ekki fyrir hendi.
"Bæjarstjórn harmar þau mistök sem urðu hjá kjörstjórn og finnst miður að ekki skuli hafa verið unnt að koma til móts við kröfur VG við ákvörðun í málinu. Niðurstaða lögmanns er hinsvegar skýr og í ljósi alvöru málsins er bæjarstjórn ekki í stöðu til annars en að fylgja henni í einu og öllu."
Hægt væri að skrifa langa og lærða grein um þetta mál allt saman en ég held að betra sé að Vinstri Grænir geri það sjálfir. Ég vona þó að þessi niðurstaða verði til þess að kynning á listanum og stefnumálum hans hefjst því nú styttist óðum tíminn til kosninga og mikilvægt að nota þessa daga sem eftir eru sem best.
--------------------------
Kjörskrá hefur verið lögð fram og eru 1513 á kjörskrá. Það er þó nokkur fjölgun frá því síðast þegar 1290 voru á kjörskrá. Þá var kjörsókn 84% en 1086 greiddu atkvæði.
Miðað við sömu kjörsókn nú verða greidd atkvæði í kringum 1270. Það er gaman að leika sér að þessum tölum og til dæmis er Anton í Kjörís einstakur áhugamaður um tölfræðina, gaman að því ! !
---------------------------
Það er ekki oft sem að litagleðin grípur bæjarstjórnarfulltrúana, en það gerðist í dag þegar D-listamenn mættu svona líka sumarlegir til fundar ...
"Bæjarstjórn harmar þau mistök sem urðu hjá kjörstjórn og finnst miður að ekki skuli hafa verið unnt að koma til móts við kröfur VG við ákvörðun í málinu. Niðurstaða lögmanns er hinsvegar skýr og í ljósi alvöru málsins er bæjarstjórn ekki í stöðu til annars en að fylgja henni í einu og öllu."
Hægt væri að skrifa langa og lærða grein um þetta mál allt saman en ég held að betra sé að Vinstri Grænir geri það sjálfir. Ég vona þó að þessi niðurstaða verði til þess að kynning á listanum og stefnumálum hans hefjst því nú styttist óðum tíminn til kosninga og mikilvægt að nota þessa daga sem eftir eru sem best.
--------------------------
Kjörskrá hefur verið lögð fram og eru 1513 á kjörskrá. Það er þó nokkur fjölgun frá því síðast þegar 1290 voru á kjörskrá. Þá var kjörsókn 84% en 1086 greiddu atkvæði.
Miðað við sömu kjörsókn nú verða greidd atkvæði í kringum 1270. Það er gaman að leika sér að þessum tölum og til dæmis er Anton í Kjörís einstakur áhugamaður um tölfræðina, gaman að því ! !
---------------------------
Það er ekki oft sem að litagleðin grípur bæjarstjórnarfulltrúana, en það gerðist í dag þegar D-listamenn mættu svona líka sumarlegir til fundar ...
Comments:
Skrifa ummæli