24. maí 2006
Kosningaundirbúningur á fullu ...
Núna eru allir dagar undirlagðir kosningaundirbúningi. Vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir til bæjarbúa eru skemmtilegur hluti af baráttunni og vissulega forréttindi að fá að kynnast störfum og lífi fólks með þessum hætti.
Núna höfum við heimsótt Dvalarheimilið Ás, HNLFÍ, grunnskólann, verslanir, leikskólana, áhaldahúsið og fleiri góða staði. Í fyrramálið heimsækjum við Kjörís en ég hef fregnað að þar sé búið að safna saman góðum bunka af spurningum. Þar fer Anton fremstur í flokki og hefur víst í hyggju að grennslast fyrir um það hvenær sykurgámurinn eigi að lenda? Hvort að glycerínið sé á leiðinni? Hvenær fyrsti maður á listi ætli að tolla pinnaspýturnar og áfram mætti víst telja.
Þeir eru gríðarlega fyndnir félagar mínir þar á bæ ! !
En hvarvetna hefur verið tekið vel á móti okkur og við finnum fyrir miklum og jákvæðum straumum í okkar garð. Hvort það nægir til sigurs verður að koma í ljós, en það er nokkuð ljóst að niðurstöðurnar verða tvísýnar.
Við Sjálfstæðismenn höfum háð heiðarlega og jákvæða kosningabaráttu. Jafnvel svo mjög að kvartað er yfir því að allt fjör vanti í slaginn. A-listinn notar aftur á móti kunnugleg vinnubrögð og notar hvert tækifæri til að sverta okkar framboð og það sem við stöndum fyrir. Ég held að allir sjái í gegnum slíkan málflutning enda segir hann meira um þá sem flytja heldur en þá sem fyrir verða.
Við viljum að Hvergerðingar kanni það hvaða fólk er í framboði og hvaða hópi þeir treysta best til að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Það er nokkuð ljóst í mínum huga að við Sjálfstæðismenn bjóðum fram lista sem er samhentur, öflugur og kraftmikill og hefur alla burði til að stýra Hveragerðisbæ í framtíðinni.
--------------------------------
Ég er óskaplega þakklát þeim fjölmörgu sem leggjast nú á árar þessa síðustu daga. Það er stöðugur straumur fólks á skrifstofuna og allir vilja leggja sitt af mörkum. Sjaldan hefur gengið jafn vel í utankjörfundaratkvæðagreiðslum og segir það sitt um áhuga fólks á kosningunum. Til okkar streyma veitingar og eitt kvöldið fengum við sem þá vorum að vinna dýrindis kvöldverð sendan á skrifstofuna.
Þetta er einstakt og gerir það að verkum að öll vinna verður svo miklu, miklu léttari.
------------------------
Sunnudagur 21.maí 2006
Það er mikill kraftur í Sjálfstæðismönnum í Hveragerði og stór og góður hópur leggur nótt við dag við hin ýmsu störf sem þarf að vinna núna þegar nær dregur kosningum. Það hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt að standa í kosningabaráttu enda finnum við greinilega að margir vilja leggja okkur lið. En betur má ef duga skal og við ætlum að ná Gumma inní bæjarstjórn. Það er loka takmarkið sem við öll stefnum að. Til þess að það megi verða að veruleika verða allir að leggjast á árarnar núna þegar einungis 5 dagar eru til kosninga.
--------------------------------
Í kvöld var sameiginlegur framboðsfundur flokkanna á Hótel Örk. Húsfyllir í stóra salnum enda ávallt verið mikil stemning fyrir þessum fundi. A-listinn mætti eins og við var að búast með mikið flóð af fyrirfram æfðum spurningum sem flestum var beint að mér. Það þótti mér ekki leiðinlegt enda bara gaman að því að fá tækifæri til að útskýra sjónarmið okkar og fara yfir stöðu mála. Heldur leiðinlegra fannst mér að fá ekki til mín spurningar um framtíðina og þá skýru sýn sem við höfum sett fram. Lang leiðinlegast þótti mér samt að verða vitni að látunum sem ávallt einkenna vinstri framboðin, framíköll og hlátursgusur einkenndu hópinn og sérkennilegt ef þau læti heilla kjósendur.
Ég vona að þeir sem mættu á fundinn hafi haft af honum nokkuð gaman og kannski fengið skýrari sýn á það sem framboðin standa fyrir. Ef ekki vil ég hvetja alla til að heimsækja okkur á kosningaskrifstofuna en það verður opið alla daga fram að kosningum.
Verið er að leggja lokahönd á undirbúning konukvölds á miðvikudag og fjölskylduhátíðar á fimmtudag. Þetta verða góðar skemmtanir og við búumst við miklum fjölda fólks til okkar þessa daga.
Núna eru allir dagar undirlagðir kosningaundirbúningi. Vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir til bæjarbúa eru skemmtilegur hluti af baráttunni og vissulega forréttindi að fá að kynnast störfum og lífi fólks með þessum hætti.
Núna höfum við heimsótt Dvalarheimilið Ás, HNLFÍ, grunnskólann, verslanir, leikskólana, áhaldahúsið og fleiri góða staði. Í fyrramálið heimsækjum við Kjörís en ég hef fregnað að þar sé búið að safna saman góðum bunka af spurningum. Þar fer Anton fremstur í flokki og hefur víst í hyggju að grennslast fyrir um það hvenær sykurgámurinn eigi að lenda? Hvort að glycerínið sé á leiðinni? Hvenær fyrsti maður á listi ætli að tolla pinnaspýturnar og áfram mætti víst telja.
Þeir eru gríðarlega fyndnir félagar mínir þar á bæ ! !
En hvarvetna hefur verið tekið vel á móti okkur og við finnum fyrir miklum og jákvæðum straumum í okkar garð. Hvort það nægir til sigurs verður að koma í ljós, en það er nokkuð ljóst að niðurstöðurnar verða tvísýnar.
Við Sjálfstæðismenn höfum háð heiðarlega og jákvæða kosningabaráttu. Jafnvel svo mjög að kvartað er yfir því að allt fjör vanti í slaginn. A-listinn notar aftur á móti kunnugleg vinnubrögð og notar hvert tækifæri til að sverta okkar framboð og það sem við stöndum fyrir. Ég held að allir sjái í gegnum slíkan málflutning enda segir hann meira um þá sem flytja heldur en þá sem fyrir verða.
Við viljum að Hvergerðingar kanni það hvaða fólk er í framboði og hvaða hópi þeir treysta best til að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Það er nokkuð ljóst í mínum huga að við Sjálfstæðismenn bjóðum fram lista sem er samhentur, öflugur og kraftmikill og hefur alla burði til að stýra Hveragerðisbæ í framtíðinni.
--------------------------------
Ég er óskaplega þakklát þeim fjölmörgu sem leggjast nú á árar þessa síðustu daga. Það er stöðugur straumur fólks á skrifstofuna og allir vilja leggja sitt af mörkum. Sjaldan hefur gengið jafn vel í utankjörfundaratkvæðagreiðslum og segir það sitt um áhuga fólks á kosningunum. Til okkar streyma veitingar og eitt kvöldið fengum við sem þá vorum að vinna dýrindis kvöldverð sendan á skrifstofuna.
Þetta er einstakt og gerir það að verkum að öll vinna verður svo miklu, miklu léttari.
------------------------
Sunnudagur 21.maí 2006
Það er mikill kraftur í Sjálfstæðismönnum í Hveragerði og stór og góður hópur leggur nótt við dag við hin ýmsu störf sem þarf að vinna núna þegar nær dregur kosningum. Það hefur sjaldan verið jafn skemmtilegt að standa í kosningabaráttu enda finnum við greinilega að margir vilja leggja okkur lið. En betur má ef duga skal og við ætlum að ná Gumma inní bæjarstjórn. Það er loka takmarkið sem við öll stefnum að. Til þess að það megi verða að veruleika verða allir að leggjast á árarnar núna þegar einungis 5 dagar eru til kosninga.
--------------------------------
Í kvöld var sameiginlegur framboðsfundur flokkanna á Hótel Örk. Húsfyllir í stóra salnum enda ávallt verið mikil stemning fyrir þessum fundi. A-listinn mætti eins og við var að búast með mikið flóð af fyrirfram æfðum spurningum sem flestum var beint að mér. Það þótti mér ekki leiðinlegt enda bara gaman að því að fá tækifæri til að útskýra sjónarmið okkar og fara yfir stöðu mála. Heldur leiðinlegra fannst mér að fá ekki til mín spurningar um framtíðina og þá skýru sýn sem við höfum sett fram. Lang leiðinlegast þótti mér samt að verða vitni að látunum sem ávallt einkenna vinstri framboðin, framíköll og hlátursgusur einkenndu hópinn og sérkennilegt ef þau læti heilla kjósendur.
Ég vona að þeir sem mættu á fundinn hafi haft af honum nokkuð gaman og kannski fengið skýrari sýn á það sem framboðin standa fyrir. Ef ekki vil ég hvetja alla til að heimsækja okkur á kosningaskrifstofuna en það verður opið alla daga fram að kosningum.
Verið er að leggja lokahönd á undirbúning konukvölds á miðvikudag og fjölskylduhátíðar á fimmtudag. Þetta verða góðar skemmtanir og við búumst við miklum fjölda fólks til okkar þessa daga.
Comments:
Skrifa ummæli