16. maí 2006
Héldum fjölmennan fund stuðningsmanna í dag sem allir ætla að taka virkan þátt í kosningabaráttunni þessa daga sem eftir eru fram að kosningum. Við hefjum heimsóknir á vinnustaði á morgun og fram að kosningum munum við nýta tímann vel í heimsóknir og spjall við bæjarbúa. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur og líta við á kosningaskrifstofunni ef nánari upplýsinga er óskað.
----------------------------------
Í kvöld voru vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis og voru þeir tileinkaðir tón- og ljóðskáldum okkar Hvergerðinga í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins. Yndislegir tónleikar og ég sannfærðist endanlega um það að hér býr og hefur búið mikið hæfileikafólk.
Af því að nýverið var hnýtt í okkur Sjálfstæðismenn vegna fjarvista á einum fundi þá hefur það vakið athygli mína undanfarið hversu slælega bæjarfulltrúar meirihlutans og bæjarstjóri mæta á þær uppákomur sem haldnar eru í bæjarfélaginu. Með þeirra eigin rökum má segja að þau geti ekki haft áhuga á því sem hér er að gerast því þau láta sjaldnast sjá sig. Hvar var til dæmis bæjarstjórinn þegar árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var haldin um síðustu helgi? Hvar var bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs í kvöld? Alla vega misstu þau af góðri kvöldskemmtun með góðum listamönnum svo mikið er víst. Rétt að bæta því við að það er ekki nóg að skrifa fjálglega um menningarmálin, það þarf líka að mæta.
----------------------------------
Í kvöld voru vortónleikar Söngsveitar Hveragerðis og voru þeir tileinkaðir tón- og ljóðskáldum okkar Hvergerðinga í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins. Yndislegir tónleikar og ég sannfærðist endanlega um það að hér býr og hefur búið mikið hæfileikafólk.
Af því að nýverið var hnýtt í okkur Sjálfstæðismenn vegna fjarvista á einum fundi þá hefur það vakið athygli mína undanfarið hversu slælega bæjarfulltrúar meirihlutans og bæjarstjóri mæta á þær uppákomur sem haldnar eru í bæjarfélaginu. Með þeirra eigin rökum má segja að þau geti ekki haft áhuga á því sem hér er að gerast því þau láta sjaldnast sjá sig. Hvar var til dæmis bæjarstjórinn þegar árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var haldin um síðustu helgi? Hvar var bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs í kvöld? Alla vega misstu þau af góðri kvöldskemmtun með góðum listamönnum svo mikið er víst. Rétt að bæta því við að það er ekki nóg að skrifa fjálglega um menningarmálin, það þarf líka að mæta.
Comments:
Skrifa ummæli