4. maí 2006
Rafrænt þjónustutorg íbúa í Árborg, Ölfusi og Hveragerði var kynnt fyrir bæjarfulltrúum og starfsmönnum í dag. Ég var farin að efast um að nokkuð myndi gerast í þessu Sunnan3 verkefni þrátt fyrir að langlundargeð mitt sé yfirleitt þó nokkuð. Í dag vorum við loks kynnt fyrir afrakstri verkefnisins, þjónustutorginu. Þarna munu íbúar bæjarfélaganna fá sinn eigin aðgang og geta þar af leiðandi fylgst með fjárhagslegum samskiptum sínum við bæjarfélagið, sótt um ýmsa þjónustu og fengið skilaboð í sitt eigið "hólf". Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig mótttökur þessi nýjung fær hjá bæjarbúum. Bæjarfulltrúarnir voru allavega nokkuð spenntir fyrir hugmyndinni enda útfærslan góð og vefurinn vel fram settur.
----------------
Í kvöld fundaði kosningastjórnin og fór yfir og skipulagði ýmislegt sem framundan er. Drjúgur tími fór í að stúdera "Bítla-tímann" en það er þema kvöldsins á Lions ballinu sem haldið verður á Örkinni næstkomandi föstudagskvöld. Þar munu fulltrúar hinna ýmsu fyrirtækja og framboða stíga á stokk og flytja Bítlalög hver með sínu nefi. Framundan er hagyrðingakvöld í boði D-listans fimmtudaginnn 11. maí n.k. Konukvöld þann 19. maí og fjölskylduhátíð í lok mánaðarins.
----------------
Fékk heimsókn í vinnuna í dag frá dönsku DDV samtökunum (De danske Vægtkonsulenter). Við flytjum inn ísinn þeirra sem hefur fengið afar góðar viðtökur íslenskra neytenda.
-----------------
Á miðvikudaginn var kynningarfundur fyrir bæjaryfirvöld á uppbyggingaráformum nýrra eigenda Eden. Þar var farið yfir þær hugmyndir sem eigendurnir hafa um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og möguleikana sem lóðirnar sem tilheyra fyrirtækinu bjóða. Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra að reksturinn verður áfram í svipuðu formi og einungis á að gera enn betur og bæta við afþreyingarmöguleika á staðnum. Uppbygging á lóðunum var umdeildari enda einungis örfáar vikur síðan að bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti nýtt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir því að hæð húsa verði ekki yfir 4 hæðir. Hugmyndirnar sem kynntar voru eru heldur róttækari en það. Á næsta fund skipulagsnefndar verður lögð fyrir beiðni fyrirtækisins um byggingar á lóðinni.
-----------------
Bæjarstjórnarfundur var haldinn á miðvikudag. Þar voru ársreikningar bæjarins lagðir fram til fyrri umræðu.
Mun fjalla betur um þá síðar! !
Ennfremur var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um úrræði í dagvistun aldraðra og öryrkja. Það var aldeilis tímabært að reyna að krafla í bakkann með þessi mál sem verið hafa í miklum ólestri allt kjörtímabilið. Við fögnum auðvitað öllum úrbótum í þessum málaflokki enda höfum við ítrekað kallað eftir stefnumótun meirihlutans í málefnum eldri borgara.
----------------------
----------------
Í kvöld fundaði kosningastjórnin og fór yfir og skipulagði ýmislegt sem framundan er. Drjúgur tími fór í að stúdera "Bítla-tímann" en það er þema kvöldsins á Lions ballinu sem haldið verður á Örkinni næstkomandi föstudagskvöld. Þar munu fulltrúar hinna ýmsu fyrirtækja og framboða stíga á stokk og flytja Bítlalög hver með sínu nefi. Framundan er hagyrðingakvöld í boði D-listans fimmtudaginnn 11. maí n.k. Konukvöld þann 19. maí og fjölskylduhátíð í lok mánaðarins.
----------------
Fékk heimsókn í vinnuna í dag frá dönsku DDV samtökunum (De danske Vægtkonsulenter). Við flytjum inn ísinn þeirra sem hefur fengið afar góðar viðtökur íslenskra neytenda.
-----------------
Á miðvikudaginn var kynningarfundur fyrir bæjaryfirvöld á uppbyggingaráformum nýrra eigenda Eden. Þar var farið yfir þær hugmyndir sem eigendurnir hafa um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins og möguleikana sem lóðirnar sem tilheyra fyrirtækinu bjóða. Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra að reksturinn verður áfram í svipuðu formi og einungis á að gera enn betur og bæta við afþreyingarmöguleika á staðnum. Uppbygging á lóðunum var umdeildari enda einungis örfáar vikur síðan að bæjarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti nýtt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir því að hæð húsa verði ekki yfir 4 hæðir. Hugmyndirnar sem kynntar voru eru heldur róttækari en það. Á næsta fund skipulagsnefndar verður lögð fyrir beiðni fyrirtækisins um byggingar á lóðinni.
-----------------
Bæjarstjórnarfundur var haldinn á miðvikudag. Þar voru ársreikningar bæjarins lagðir fram til fyrri umræðu.
Mun fjalla betur um þá síðar! !
Ennfremur var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um úrræði í dagvistun aldraðra og öryrkja. Það var aldeilis tímabært að reyna að krafla í bakkann með þessi mál sem verið hafa í miklum ólestri allt kjörtímabilið. Við fögnum auðvitað öllum úrbótum í þessum málaflokki enda höfum við ítrekað kallað eftir stefnumótun meirihlutans í málefnum eldri borgara.
----------------------
Comments:
Skrifa ummæli