9. maí 2006
Framboð Sjálfstæðismanna vakti mikla athygli á Lions ballinu á föstudagskvöldið enda var mikið lagt í búninga og sviðsframkomu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Bítlarnir voru þema kvöldsins en Elínborg var forsöngvari okkar í laginu Hard days night og söng snilldarlega eins og við vissum að hún gæti gert.
Klárlega ein besta söngkona bæjarins.
-------------------
Laugardagurinn var undirlagður kosningavinnu, en samt gafst tími til að skreppa á Selfoss með litlu frænku, henni Dagnýju Lísu, og versla kosningaföt eins og við kölluðum það! ! Litum líka við á skrifstofu Sjálfstæðismanna í Árborg. Þeir voru framlágir en afar hressir eftir góðan fjáröflunarkvöldverð og dansleik með Todmobile. Sniðug hugmynd sem virkaði frábærlega. Það er gaman að fylgjast með gangi framboðsmála í Árborg og greinilegt að innkoma Eyþórs Arnalds hefur hleypt nýju lífi í framboðsmálin þar.
-------------------
Á laugardagskvöldinu var fertugsafmæli Steinars haldið hátíðlegt. Fín veisla og margt af skemmtilegu fólki til að spjalla við. Veislan var haldin í kosningaskrifstofu Vinstri Grænna en þeir hafa fengið inni í Gamla Hótelinu.
Kom ekki að sök enda enginn þeirra á svæðinu. Þeir skiluðu aftur á móti inn framboðslista og hafa þar með í fyrsta sinn ákveðið að taka þátt í kosningum í Hveragerði. Við fögnum því að fjöldi fólks hefur ákveðið að taka þátt í þessum kosningum og það er ánægjulegt að Hvergerðingar skuli hafa fleiri en tvo valkosti í vor.
Við hvetjum aftur á móti alla til að kynna sér vinnubrögð núverandi meirihluta og þá er væntanlega vænlegast að spyrja þeirra eigið fólk sem sumt hvert er nú komið í framboð hjá VG. Held að það hefði nú fengið töluverðan uppslátt í blöðum ef varabæjarfulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og tveir stjórnarmenn væru skyndilega komir í framboð undir annarra merkjum. En kannski finnst flestum það skiljanlegt að ekki vilji allir bendla sig við A-listann ! !
-------------
Fermingarveisla Þórhildar Helgu Guðjónsdóttur á sunnudaginn. Notaleg stund með ættingjum og vinum og fermingarbarnið bæði fallegt og ánægt með daginn eins og vera ber. Veislan var haldin í sal nýju blokkarinnar við Grænumörk sem Guðjón frændi minn á heiðurinn af að hafa byggt. Einstaklega vandað og skemmtilegt hús þar sem allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Eins og sést á myndinni þá er þegar búið að ganga frá lóðinni með mjög skemmtilegum hætti enda fór það svo að Umhverfisverðlaun Árborgar féllu Guðjóni í skaut í vikunni fyrir umhverfi blokkarinnar. Frændfólkið á Selfossi er afskaplega duglegt og gaman að sjá hversu framkvæmdagleði þeirra er mikil og hefur reyndar alltaf verið.
-------------
Í dag mánudag hefur ríkt sannkölluð Mallorca stemning í bænum. Hér var í dag yfir 22 stiga hiti í forsælu enda var heitara úti en inni. Helst hefði ég viljað vera í garðinum í allan dag, hreinsa beð, klippa runna og fleira skemmtilegt. En á 4 ára fresti er garðurinn hér illa hirtur og hörmulegur langt fram eftir vori. Í raun ætti að setja upp skilti sem segir "Hér býr frambjóðandi" svo mannorð manns í garðahirðingu fari ekki alveg fyrir bí. Svo er það nú þannig að þegar góðviðrið freistar manns helst er mest að gera í vinnunni enda vill þjóðin þá sinn ís og engar refjar. Gaman að því ! !
Klárlega ein besta söngkona bæjarins.
-------------------
Laugardagurinn var undirlagður kosningavinnu, en samt gafst tími til að skreppa á Selfoss með litlu frænku, henni Dagnýju Lísu, og versla kosningaföt eins og við kölluðum það! ! Litum líka við á skrifstofu Sjálfstæðismanna í Árborg. Þeir voru framlágir en afar hressir eftir góðan fjáröflunarkvöldverð og dansleik með Todmobile. Sniðug hugmynd sem virkaði frábærlega. Það er gaman að fylgjast með gangi framboðsmála í Árborg og greinilegt að innkoma Eyþórs Arnalds hefur hleypt nýju lífi í framboðsmálin þar.
-------------------
Á laugardagskvöldinu var fertugsafmæli Steinars haldið hátíðlegt. Fín veisla og margt af skemmtilegu fólki til að spjalla við. Veislan var haldin í kosningaskrifstofu Vinstri Grænna en þeir hafa fengið inni í Gamla Hótelinu.
Kom ekki að sök enda enginn þeirra á svæðinu. Þeir skiluðu aftur á móti inn framboðslista og hafa þar með í fyrsta sinn ákveðið að taka þátt í kosningum í Hveragerði. Við fögnum því að fjöldi fólks hefur ákveðið að taka þátt í þessum kosningum og það er ánægjulegt að Hvergerðingar skuli hafa fleiri en tvo valkosti í vor.
Við hvetjum aftur á móti alla til að kynna sér vinnubrögð núverandi meirihluta og þá er væntanlega vænlegast að spyrja þeirra eigið fólk sem sumt hvert er nú komið í framboð hjá VG. Held að það hefði nú fengið töluverðan uppslátt í blöðum ef varabæjarfulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og tveir stjórnarmenn væru skyndilega komir í framboð undir annarra merkjum. En kannski finnst flestum það skiljanlegt að ekki vilji allir bendla sig við A-listann ! !
-------------
Fermingarveisla Þórhildar Helgu Guðjónsdóttur á sunnudaginn. Notaleg stund með ættingjum og vinum og fermingarbarnið bæði fallegt og ánægt með daginn eins og vera ber. Veislan var haldin í sal nýju blokkarinnar við Grænumörk sem Guðjón frændi minn á heiðurinn af að hafa byggt. Einstaklega vandað og skemmtilegt hús þar sem allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Eins og sést á myndinni þá er þegar búið að ganga frá lóðinni með mjög skemmtilegum hætti enda fór það svo að Umhverfisverðlaun Árborgar féllu Guðjóni í skaut í vikunni fyrir umhverfi blokkarinnar. Frændfólkið á Selfossi er afskaplega duglegt og gaman að sjá hversu framkvæmdagleði þeirra er mikil og hefur reyndar alltaf verið.
-------------
Í dag mánudag hefur ríkt sannkölluð Mallorca stemning í bænum. Hér var í dag yfir 22 stiga hiti í forsælu enda var heitara úti en inni. Helst hefði ég viljað vera í garðinum í allan dag, hreinsa beð, klippa runna og fleira skemmtilegt. En á 4 ára fresti er garðurinn hér illa hirtur og hörmulegur langt fram eftir vori. Í raun ætti að setja upp skilti sem segir "Hér býr frambjóðandi" svo mannorð manns í garðahirðingu fari ekki alveg fyrir bí. Svo er það nú þannig að þegar góðviðrið freistar manns helst er mest að gera í vinnunni enda vill þjóðin þá sinn ís og engar refjar. Gaman að því ! !
Comments:
Skrifa ummæli