27. maí 2006
Síðasti dagur kosningabaráttunnar að kveldi kominn og frambjóðendur eru að verða ansi lúnir. Dagurinn var tekinn snemma og vinnustaðir heimsóttir fram eftir degi. Við trésmíðaverkstæði Áss myndaðist örtröð frambjóðenda þegar A-listamenn renndu í hlað stuttu á eftir okkur og nokkru síðar mætti Örn málari á svæðið, frambjóðandi VG.
Við vorum heppin og mættum fyrst þannig að við gengum fyrir í þetta skiptið. Fínn fundur og málefnalegur. Okkur er hvarvetna vel tekið og við finnum fyrir afskaplega góðu viðmóti og jákvæðum straumum. Það er nokkuð ljóst að kosningarnar verða tvísýnar enda andrúmsloft í bænum lævi blandið. Ungir Sjálfstæðismenn eru með skemmtun á Snúllabar og núna streymir fólkið inn hjá þeim. Ég hvet alla Hvergerðinga til að mæta á kjörstað á morgun. Við Sjálfstæðismenn verðum með kosningakaffi á skrifstofunni að Hverabökkum og svo verðum kosningavaka frameftir nóttu á Pizza 67. Þetta verður mikið fjör ! ! !
Við vorum heppin og mættum fyrst þannig að við gengum fyrir í þetta skiptið. Fínn fundur og málefnalegur. Okkur er hvarvetna vel tekið og við finnum fyrir afskaplega góðu viðmóti og jákvæðum straumum. Það er nokkuð ljóst að kosningarnar verða tvísýnar enda andrúmsloft í bænum lævi blandið. Ungir Sjálfstæðismenn eru með skemmtun á Snúllabar og núna streymir fólkið inn hjá þeim. Ég hvet alla Hvergerðinga til að mæta á kjörstað á morgun. Við Sjálfstæðismenn verðum með kosningakaffi á skrifstofunni að Hverabökkum og svo verðum kosningavaka frameftir nóttu á Pizza 67. Þetta verður mikið fjör ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli