<$BlogRSDUrl$>

28. febrúar 2004


Vetrarstemning á Króknum!

Skruppum norður á Sauðárkrók og ferðalagið þangað minnti mann á þau ósköp sem landsbyggðarþingmenn mega þola. Það er vonlaust að ætla að sinna kjördæmi sínu með hefðbundnum hætti þegar það nær frá Hvalfirði, norður um alla Vestfirði og nær því út að Siglufirði. Tíminn sem fer í bílferðir hlýtur að vera gífurlegur og væri honum örugglega betur varið í annað. Þingmenn þéttbýliskjördæmanna á Suðvesturhorninu geta síðan látið sér duga að rölta um í Smáralindinni eða um Laugaveginn og hafa þá hitt fleiri kjósendur heldur en veslings landsbyggðarþingmennirnir geta gert sér vonir um á margra daga þeytingi um þjóðvegi landsins. Er þetta réttlátt kerfi? Ég held ekki enda hef ég fulla trú á því að við munum ekki kjósa oft eftir þessum reglum. Hvort landið verður þá gert að einu kjördæmi eða jafnvel fjölmörgum smáum einmenningskjördæmum ætla ég ekki að spá um, en eitthvað mun breytast. Það er lítið réttæti í þessu eins og það er í dag.
--------------------------
Landsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki í sumar og skoðuðum við íþróttasvæðið þar nú í morgun. Þarna hefur Sporttækni, fyrirtækið hans Sigurðar Einarssonar, gert aðstöðu sem er eins og best gerist erlendis. Hlaupabrautir semog öll frjálsíþróttaaðstaðan er til mikillar fyrirmyndar og nú er bara eftir að planta og ganga frá umhverfinu. Tjaldstæði á að útbúa uppá Nöfunum en þaðan er frábært útsýni út Skagafjörðinn og yfir íþróttavellina þannig að ekki ætti að væsa um gesti í sumar.


Spakmæli dagsins!

"The happiest of people don't necessarily have the best of everything;
they just make the most of everything that comes along their way."

- Author Unknown -


25. febrúar 2004

Bæjarblaðið var að detta inn um lúguna og eins og alltaf var slegist um að lesa blaðið. Kiddi er lista ljósmyndari og myndin af Garðyrkjuskólanum á Reykjum á baksíðunni er flott. Hveragerði frá allt öðrum sjónarhóli en venjulega. Fátt slær þó út myndirnar hans af Hveragerðiskirkju. Þær eru hrein snilld.
------
Tek undir þá skoðun að eitt af því sem vantar hér í Hveragerði er bæjarblað sem kæmi út t.d. tvisvar í mánuði. Það blað yrði vettvangur ALLRA bæjarbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri og ekki síst tilkynningum og auglýsingum. Þessi eilífu dreifbréf í hvert hús yrðu þá undantekning frekar en regla eins og nú er. Bæjarbúar gætu gengið að upplýsingum og auglýsingum um viðburði á einum stað og þannig myndu minnka líkurnar á því að atburðir færu framhjá þorra fólks.
------
Það vissu það til dæmis ekki margir að um síðustu helgi var Lárus Jónsson, körfuboltakappi, valinn íþróttamaður Hamars. Feikna góður íþróttamaður sem á titilinn sannarlega skilinn. Einnig voru verðlaunaðir þeir íþróttamenn sem þóttu skara framúr innan sinnar deildar og var það efnilegur hópur.

Bæjarstjórn samþykkt nýverið að standa að vali á íþróttamanni Hveragerðis. Verði það að veruleika eiga þeir Hvergerðingar líka möguleika á að vera valdir sem stunda sína íþrótt utan íþróttafélagsins Hamars.
Þeir eru þónokkrir og margir hverjir hafa skipað sér í fremstu röð í sinni grein.

23. febrúar 2004

Snjallyrði dagsins !

"Always love your enemies --
nothing annoys them so much."

- Oscar Wilde -


18. febrúar 2004

Danir eru öðrum þjóðum fremri í hugviti og uppfinningum. Þeir sem hafa ferðast þar, eða búið, geta flestir verið sammála um að þessi þjóð er einstaklega kurteis og yndisleg í viðkynningu. En auðvitað þurfa þeir að fá útrás fyrir geðvonskuna eins og aðrir. Sérstaklega þeir sem daglega þurfa að vera í nánu sambandi við viðskiptavini sinna fyrirtækja. Það er nú betra að fá útrás á þessari heimasíðu heldur en að skeyta skapi sínu á saklausum kúnnum.

15. febrúar 2004

Fór á laugardag uppí Brekkuskóg í sumarbústað í boði Gunnu og Svövu. Þær eru að verða búnar að koma á ansi skemmtilegri hefð með því að bjóða okkur nokkrum þreyttum og þjökuðum húsmæðrum í sumarbústað yfir helgi þar sem hannyrðir skipa aðalhlutverkið. Það trúir þessu enginn! Veit ekki hvort fólk heldur að maður sé svona ómyndarleg í höndunum eða hvort fólk hefur ekki trú á því að hægt sé að draga okkur uppúr heita pottinum eða frá matarborðinu þegar slíkt býðst líka. En við saumuðum heilan helling. Krosssaumur er eiginlega skyldustykki í þessum ferðum. Inga Halla kom með sokka á prjónum og leið, fannst mér, hálf illa með jafn metnaðarlausa handavinnu :-) Helga í Kjarri sló nú allt út með svo flókið útsaum að það hálfa hefði verið alveg nóg. Það er reyndar alveg sama hvað við gerum við getum aldrei komist með tærnar þar sem Gunna hefur hælana í þessum efnum. Mín pínulitlu jólahandklæði hafa þó þann kost að önnnum kafnar húsmæður geta kannski einhvern tíma klárað þau.
Annars var mikið skrafað, svamlað í pottinum, þær hraustu fóru í gönguferð, svo var skrafflað og BORÐAÐ.

Kjörís IDOL var haldið á föstudagskvöldið og var gríðarlega góð stemning meðal þátttakenda og áhorfenda. Vel mætt á lagerinn sem var sérstaklega skemmtilega skreyttur í tilefni kvöldsins.
7 atriði voru flutt og dæmdi sérstök dómnefnd flytjendurna með tilþrifum sem hefðu sómt sér vel í sjónvarssal. Allir þátttakendur stóðu uppi sem sigurvegarar enda þarf kjark til að syngja frammi fyrir svona stórum hópi. En að lokum stendur alltaf einn uppi sem sigurvegari og þetta kvöld labbaði Elsa Busk út með pálmann í höndunum eftir snilldarflutning á Cat Stevens lagi sem ég bara man því miður ekki hvað heitir. Hún fer sem fulltrúi Kjörís á Lions skemmtunina sem haldin verður hér í bæ á vormánuðum.
Kjörís fólkið fyllti síðan Snúllabar og skemmti sér eins og því einu er lagið LANGT fram eftir nóttu.
Mikið fjör! Nú getum við ekki beðið eftir 13. mars en þá er næsta skemmtun. Árshátíð Kjörís í Fjörukránni í Hafnarfirði.

13. febrúar 2004

Í gær var maraþon fundur í bæjarstjórninni. Frá kl 17 til rúmlega 21. Mestur tíminn fór nú samt í fundarhlé eins og virðist vera orðin venja.
Það var verið að taka fyrir úrskurð félagsmálaráðherra í kærunni minni þannig að ég var vanhæf og þurfti að eyða ómældum tíma í hangs á bæjarskrifstofunni meðan meirihlutinn bókaði sem óðast á móti minnihlutanum. Hér getið þið skemmt ykkur við lestur fundargerðarinnar. Annars túlkar hver þennan úrskurð með sínum hætti eins og oft vill verða.

Ráðuneytið vísaði frá stærstum hluta kærunnar og taldi sig ekki rétta aðilann til að fjalla um málið, þannig að eftir stendur að enginn hefur skorið úr um lögmæti gjörnings meirihlutans.

Það var ekki við því að búast að framsóknarmennirnir færu að víta hvorn annan fyrir ólögmæt vinnubrögð. Jón Kristjánsson, settur félagsmálaráðherra úrskurðar í kæru sem fjallar um störf Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra. Líkur á jákvæðri niðurstöðu voru í upphafi harla litlar, niðurstaða ráðuneytisins var enda sú að vinnubrögð meirihlutans væru ekki vítaverð.

Aftur á móti var ég mjög ánægð með að ráðuneytið samþykkti kröfu mína og felldi úr gildi trúnað sem meirihlutinn hafði sett á drög að viljayfirlýsingu sem lögð var fyrir bæjarráð á vormánuðum. Þar átti að færa Íslenskum Aðalverktökum byggingu leikskólans á silfurfati. Selja þeim skólphreinsistöðina fyrir 80 milljónir og orðrétt segir í samningnum "aðilar eru sammála um að kaupverðið verði greitt inná sérstaka bankabók sem einvörðungu verði ráðstafað af til greiðslu á reikningum vegna gatnagerðarverkefnis ÍAV í þágu sveitarfélagsins". ÍAV átti síðan að vera áskrifandi að gatnagerðarframkvæmdum bæjarins í framtíðinni.

Ég verð að játa að úrskurður ráðherra gladdi mig mjög og ég er mjög ánægð með að geta nú kynnt þessa viljayfirlýsingu fyrir bæjarbúum því hún segir meira en allar mínar bókanir hingað til um þann þankagang sem nú viðgengst.

Ég hef aftur á móti ekki gefið upp alla von um það að kærunefnd útboðsmála fáist til að fara yfir þetta mál og úrskurða um það. Mun kanna það í framhaldinu.

Enn og aftur kominn föstudagur og vikan hefur flogið áfram á ofurhraða.
Þetta skeður þegar mikið er um að vera. Á miðvikudagskvöldið hittumst við vinkonurnar úr MA hjá Jóhönnu. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og gaman að hittast aftur eftir svona langan tíma. Herdísi og Snædísi hef ég ekki séð í mörg ár en hef hitt hinar oftar. Þarna voru líka mættir fulltrúar yngstu kynslóðarinnar þeir Krisján Orri og Sólon, 3 mánaða synir Jóhönnu og Herdísar. Fæddir sama daginn. Þær eru samtaka vinkonurnar. Þarna uppgötvaði ég það að það er óratími síðan ég hef komið nálægt svona krílum. Það eru allir orðnir svo gamlir í kringum mann að maður kann ekki lengur að halda á smábarni. Það vantar sárlega fleiri systkinabörn í hópinn. Þeir taki það til sín sem vilja ! ! !
Við ákváðum þarna að hittast reglulega framvegis og ætlum að heimsækja Snædísi í apríl og síðan koma þær hingað austur í júní. Gaman að rifja svona upp gömul kynni og alltaf er þetta nú eins og við höfum hist í gær og allar alltaf eins :-) Ekki degi eldri en í MA fyrir 20 árum. Já segi og skrifa 20 árum. Nú skundum við norður á 17. júní til að fagna þeim áfanga.


11. febrúar 2004

Var boðið á fund í Lions klúbbi Hveragerðis í gærkvöldi og ákvað að drífa mig því umræðuefni fundarins var afar áhugavert. Á fundinn mætti Eiríkur Bragason, verkfræðingur frá Orkuveitu Reykjavíkur, og hélt hann fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum um Hellisheiðarvirkjunina sem fyrirhuguð er á Hellisheiði. Þar kom fram að stöðvarhúsið verður staðsett við Kolviðarhól (rétt við Hamragil) en borholurnar verða á háheiðinni og vatnið leitt þaðan í rörum í stöðvarhúsið. Leggja á vegi yfir heiðina þannig að hægt verði að keyra hring út af þjóðveginum á móts við Sæluhúsið og niður hjá Kolviðarhóli. Ég hef lengi undrað mig á því hvar allir umhverfisverndarsinnarnir eru nú, þegar fyrir liggur að vegir og borholur verða þvers og kruss um alla Hellisheiði. Hvað verður um fornminjar á svæðinu eins og gamla vegslóðann og steinkofann? Við gengum eftir gömlu þjóðleiðinni í fyrrasumar og þá komumst við að því að hún er illfær því girðing ein mikil sker þjóðleiðina á nokkrum stöðum. Þarf virkilega ekki leyfi fyrir svona löguðu?
Ég undra mig aðallega á þögn þeirra sem svo oft hafa látið illa út af minni málum.
Virkjunin mun án alls vafa verða okkur hér fyrir austan fjall mikil lyftistöng því margfeldiáhrif af framkæmd af þessari stærðargráðu eru gríðarleg.
Síðan eru ýmsir möguleikar eðlilega fólgnir í jafnstórri framkvæmd voldugs fyrirtækis og fundarmenn komu með margar góðar hugmyndir eins og að Orkuveitan myndi lýsa upp Suðurlandsveginn og já og jafnvel setja í hann snjóbræðslukerfi, það væri saga til næsta bæjar...
Hér getið þið lesið lýsingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiðarvirkjun í stuttu og hnitmiðuðu máli.

10. febrúar 2004

Nú er ég að reyna að setja inn myndir beint á síðuna.
Þetta er ein frægasta kirkjan í Zagreb, flísalagt þak...

Flott finnst ykkur ekki? Aðeins of lítil kannski en þetta kemur allt með kalda vatninu...

8. febrúar 2004

Nú tókst mér að linka á þessa líka frábæru mynd úr stuðpartýi hjá vinkonum mínum á Grund. Þessir voru orðnir örmagna eftir fjörið! Takið eftir hvað þeir hafa það notalegt svona saman undir teppinu :-)

Ja, nú er spurning hvort bloggið verði ekki hertekið af miðaldar húsmæðrum haldið þið ekki að Gunna vinkona sé farin að blogga. Sátum í dag og ræddum tækni og tölvur og tilgang ekki síst. En ákváðum að hafa gaman af þessu öllu saman.

7. febrúar 2004

Hef alveg gleymt að segja ykkur hverjir voru með okkur á þessari ráðstefnu sem voru eins konar smáþjóðaleikar umboðsmanna Unilever á ís.
Unilever selur ís undir merkjum eins og Miko, Algida, Langnese og Wall´s út um allan heim og hefur eins og ég hef áður sagt um 17 % markaðshlutdeild.
Í Zagreb voru fulltrúar frá Möltu, Kýpur, Líbanon, Barbados, Íslandi, Gíbraltar og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Ghana er líka með í þessum hópi en þeir mættu ekki þetta skiptið.
Ólík lönd, ólíkar aðstæður en alls staðar er fólk eins þegar upp er staðið.

6. febrúar 2004

Komin heim eftir viðburðaríka daga í Króatíu.
Hefði viljað komast einn dag enn í tölvu en það gafst enginn tími til þess þarna úti.
Á miðvikudaginn áttum við frí og gátum kíkt í búðir og skoðað borgina. Við Lárus röltum þarna um götur bæjarins, sleiktum sólina og höfðum það notalegt. Þarna var um 12 stiga hiti og sól svo þetta var eins og á góðum sumardegi hér heima. Kíktum á markaðinn um morguninn og þar mátti sjá endalausar breiður af grænmeti og ávöxtum en minna af handverki og slíku. Tókst samt að versla fullt af hekluðum og knipluðum dúkum og kökukefli sem ég gat ekki annað en keypt því sú gamla sem var að selja það var svo skrambi ýtin! Síðan keyptum við alveg snilldarlegan sígarettuskammtara sem stelpurnar á skrifstofunni eiga að fá ;-)
Þetta var fallegt handverk sem kostaði svo til ekki neitt og ekki annað en sjálfsagt að skilja eftir svolítið af gjaldeyri þarna.

Annars var mikil skemmtun að skoða skartgripaverslanir enda gull og glys þarna á mun viðráðanlegra veðri en við eigum að venjast. Við enduðum á því að kaupa okkur nýja giftingarhringi og skemmtum okkur konunglega við þá iðju. Sögðumst vera að endurnýja hjúskaparheitið og vildum fá gjafir, þá vildu viðstaddir veislu svo við hættum snarlega við þá heimtufrekju ...
Þarna urðu semsagt gömlu námsmanna hringirnir að víkja, fyrir öðrum betri.

Um kvöldið fórum við Íslendingarnir út að borða á ítalskan stað og Kym og George frá Möltu komu með.
Þau voru þau einu á ráðstefnunni sem voru eftir og líka afar skemmtileg þannig að þetta var hið besta kvöld. Ekkert síðra en kvöldið áður en þá fór öll ráðstefnan á kínverskan stað, þar sátum við fram eftir kvöldi en síðan fórum við af stað undir styrkri stjórn risavaxinnna leigubílstjóra að leita að dansstað. Þeir keyrðu með okkur óravegu út í útverfi borgarinnar og sögðu að þar væri fjörið. Það var nú svo langt í frá rétt hjá þeim, staðurinn að loka eftir klukkustund og engin músík. Þá sögðust snillingarnir vita um stað í miðborginni og þangað var brunað á 4 leigubílum. Þar var nú bara lokað þá var nú flestum nóg boðið og var labbað uppá hótel svo beljakarnir myndu ekki ræna meiri pening af okku þetta kvöldið. Hótelbarinn varð svo fyrir valinu enn eina ferðina.

Við upplifðum þó síðasta kvöldið að heimsækja spilavíti sem var við hliðina á hótelinu. Þar hefði nú verið hægt að eyða fúlgum fjár á litlum tíma ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Sem betur fer vorum við ansi rög við að spila enda var það litla sem lagt var undir fljótt að gufa upp.

Fimmtudagurinn fór allur í það að fljúga heim. Við Sigrún urðum þess valdandi að bíða varð eftir okkur á flugvellinum í Zagreb þar sem við fórum á síðustu mínútu að ná í Tax free peningana okkar. Þar varð okkur til happs góðmennska tollaranna sem hleyptu okkur fram og til baka um hliðin eins og ekkert væri. Karlpeningurinn í hópnum var nú ekkert of ánægður með þetta framtak okkar :-)
Það var yndislegt að fljúga yfir fjöllin, útsýnið var dýrlegt ekki skýhnoðri á himni. Í München tók á móti okkur yndislegt veður og sú alharðasta vopnaleit sem við höfum lent í. Maður fylltist gríðarlegri öryggiskennd þegar hver einasta taska sem átti að fara í handfarangur var opnuð og skoðuð, strákarnir sem voru með kristal í töskunum lentu í sérstakri skoðun því það sést ekki í gegnum kristal í málmleitartækjum. Þó við værum pirruð í röðinni þá er þetta auðvitað hið besta mál og ekki að spurja að Þjóðverjunum, ef eitthvað stendur í reglum þá skal því sko framfylgt.

Seinkun var á fluginu frá London svo biðin þar varð enn lengri en til stóð í upphafi. Lentum síðan dauðþreytt og syfjuð í Keflavík vel eftir miðnætti. Þar tók íslenski veturinn á móti okkur af sinni alkunnu snilld. Það er ekki oft sem maður keyrir í þæfingi á Reykjanesbrautinni! Snjór og skafrenningur á heiðinni er algengari upplifun.





3. febrúar 2004

Nu er orstutt fundarhle seinni part dags. Vorum ad smakka nyjungar sumarsins 2004 og til ad vera alveg heidarleg ta voru taer mjog misgodar. Sumt var framurskandi og verdur potttett vnsaelt annad er heldur undarlegra og mun liklega ekki rata a bord landsmanna...
Nu er allt lett og fitusnautt en tad sem vakti mesta athygli mina var tad ad nu eru ad koma nyjar tegundir i Solero, alveg fitulausar sem innihalda bara 77 kcal minna en einn banani, tetta fellur eiginlega undir tad ad vera graenmeti...
Annars hef eg aldrei bordad eins mikid magn af budingum eins og her. Tad eru budingar i desert eftir hverja maltid og alltaf sa sami. Tetta er alveg lygilegt, agaett svosem en ollu ma nu ofgera.
Annars akvad eg ad deila med ykkur nokkrum frodleiksmolum.
Viissud tid til daemis
-ad i Dubai er sandboarding vinsaelt sport sbr. snowboarding !
-Moltubuarnir aetludu ad verda vitlausir ur hlatri tegar vid sogdum teim ad a Islandi opnudum vid glugga tegar okkur er heitt :-)
-I Libanon er haegt ad fara a skidi fyrri part dags og a strondina um kvoldid! ! ! Fjollin tar eru um 3000 m ha.
-Her i Kroatiu eru gosdrykkir fra heimaverksmidjunni Studenac miklu miklu vinsaelli en Coca-cola!
-Medal laun Kroata eru 4000 kunur eda um 45.000 IKR samt er verdlag ekkert mikid laegra en i Evropu. Tetta gerir lifid afar erfitt fyrir marga sagdi sessunautur minn i gaerkvoldi sem er hedan.
-Hagnadur Unilever (gestgjafa okkar her) var u.t.b. 450 milljardar a sidasta ari. Hver voru aftur fjarlog islenska rikisins?
Samt naer Unilever varla a lista yfir 100 staerstu fyrirtaekin i heiminum i dag. Otrulegt. En teir hafa samt 17% markadshlutdeild i is i heiminum i dag.

Vid Valdimar skruppum ut i hadeginu i dag til ad njota goda vedursins en her er 12 stiga hiti og sol. Fundum medal annars skartgripaverslun med alveg hlaegileg verd. Tangad verdur farid aftur MED kunur (kroatiska myntin) a morgun og verslad.
Nu erum vid ad fara ad smakka meira, i tetta sinn is fra Italiu. Grennist ekki i dag tvi svo verdur farid ut ad borda i kvold. En i kvold lykur radstefnunni formlega. Tetta er buid ad vera mjog frodlegt og gaman ad kynnast mismunandi adstaedum folks og fyrirtaekja ut um allan heim.

l

2. febrúar 2004

Hadegisverdarhle i Zagreb ! Rak nefid um dyrnar a hotelinu og fann ad her hefur hlynad og solin skyn. Fallegasta vedur. Larus og Sigrun njota tess orugglega ad sitja a kaffihusi og sleikja solina i midbaenum. Tau aetludu ad skanna verslanir baejarins fyrir midvikudaginn en ta komumst vid hin ut lika :-)
Annars er tetta mjog ahugavert. Vissud tid til daemis ad i Sameinudu Arabisku Furstadaemunum er enginn skattur til? Enginn virdisauki og engir tollar! Eg sat til bords i gaerkvoldi med manni tadan og tar eru adstaedur allar adrar to ad fyrirtaekin seu utaf fyrir sig svipud. Hann framleidir is og selur Walls eda Algida eins og teir kalla hann flestir her. Adilinn fra Barbados er i svipadri stodu framleidir og selur og tar er selt ur solubatum en ekki bilum. Valdimar og Skorri eru bunir med sina kynningu og stodu sig glimrandi eins og teirra er von og visa. Syndu medal annars myndir sem syndu adstodumuninn a milli adila her, badstrond a Moltu og mynd fra halendi Islands um vetur. Sma munur...
Annars kemur okkur mjog a ovart hvad Zagreb er i raun litil borg. Komumst ad tvi i gaerkvoldi ad vid erum i raun buin ad sja allt markvert i Zagreb ef vid undanskiljum sofnin. Komst ad tessu tegar eg for ad skoda baeklinga i gaerkvoldi. En tetta er ansi mikid odruvisi og greinilegt ad teir eiga langt i land med ad na i skottid a ser med framkvaemdir her. Gridarleg verkefni fyrir goda idnadarmenn fyrir hondum.
Hotelid er algjorlega frabaert, leigi mig inn i buisness center til ad setja inn a bloggid og teir vilja allt fyrir mann gera. Her er lika allt til alls og i raun turfum vid aldrei ad fara ut. Enda svosem enginn timi til tess fyrr en a midvikudag.

Kvedjur fra okkur ollum til allra heima.... Meira sidar ...

1. febrúar 2004

Komum til Zagreb seint i gaerkvoldi eftir langt og strangt ferdalag. Logdum af stad fra Hveragerdi kl. 5. Flugum sidan til London tar sem vid bidum i nokkra tima. Tegar vid aetludum ad tekka okkur inn var okkur sagt ad fluginu okkar hefdi verid aflyst tannig ad ef vid vildum sleppa vid ad gista i London yrdum vid ad hlaupa til ad na odru flugi. Ta var tekinn spretturinn eftir Heathrow. Reykingamadurinn Skorri stakk okkur hin af a hlaupunum og vid sem vorum nybuin ad rokraeda skadsemi reykinga!!! Greinilegt ad tessi heilsuraekt hefur ekki skilad toli i minu tilfelli. Ta var flogid til Munchen tar sem aftur tok vid bid a annars mjog flottri flugstod. Vid flugum sidan med "litilli" 40 manna totu til Zagreb og vorum komin hingad seint um kvoldid. Hotelid er mjog flott og her er allt til alls enda forum vid Lalli i likamsraekt i morgun og tvi midur verdur ad segjast ad tar var Laugaskard slegid ut.... Gummi Erlings var enn oflugri en vid og var maettur i gallann fyrir kl. 9. Eftir hadegi i dag var sidan skodunarferd um borgina. Her er margt med odrum haetti en vid eigum ad venjast og ohaett ad segja ad husum og gotum maetti vera betur vid haldid. Veggjakrotid her er lika med olilkindum hvergi ser a audan blett, otrulegur sodaskapur. Skodudum domkirkjuna sem er mjog falleg og lika alveg einstaklega flottan kirkjugard. Sidan var farid med togbraut a efri haed! borgarinnar og var tad mjog skemmtilegt. Midbaerinn var sidan skodadur undir styrkri leidsogn ! ! ! Hluti hopsins liggur nu yfir sjonvarpinu ad horfa a Kroatiu - Danmork, en tar sem vid Larus forum annad vitum vid ekki enn hvernig hann for. I kvold hefst sidan radstefnan formlega med kvoldverdi og sidan taka vid fundir a morgun og hinn. Kaerar kvedjur til ykkar heima - meira sidar ........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet