11. febrúar 2004
Var boðið á fund í Lions klúbbi Hveragerðis í gærkvöldi og ákvað að drífa mig því umræðuefni fundarins var afar áhugavert. Á fundinn mætti Eiríkur Bragason, verkfræðingur frá Orkuveitu Reykjavíkur, og hélt hann fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum um Hellisheiðarvirkjunina sem fyrirhuguð er á Hellisheiði. Þar kom fram að stöðvarhúsið verður staðsett við Kolviðarhól (rétt við Hamragil) en borholurnar verða á háheiðinni og vatnið leitt þaðan í rörum í stöðvarhúsið. Leggja á vegi yfir heiðina þannig að hægt verði að keyra hring út af þjóðveginum á móts við Sæluhúsið og niður hjá Kolviðarhóli. Ég hef lengi undrað mig á því hvar allir umhverfisverndarsinnarnir eru nú, þegar fyrir liggur að vegir og borholur verða þvers og kruss um alla Hellisheiði. Hvað verður um fornminjar á svæðinu eins og gamla vegslóðann og steinkofann? Við gengum eftir gömlu þjóðleiðinni í fyrrasumar og þá komumst við að því að hún er illfær því girðing ein mikil sker þjóðleiðina á nokkrum stöðum. Þarf virkilega ekki leyfi fyrir svona löguðu?
Ég undra mig aðallega á þögn þeirra sem svo oft hafa látið illa út af minni málum.
Virkjunin mun án alls vafa verða okkur hér fyrir austan fjall mikil lyftistöng því margfeldiáhrif af framkæmd af þessari stærðargráðu eru gríðarleg.
Síðan eru ýmsir möguleikar eðlilega fólgnir í jafnstórri framkvæmd voldugs fyrirtækis og fundarmenn komu með margar góðar hugmyndir eins og að Orkuveitan myndi lýsa upp Suðurlandsveginn og já og jafnvel setja í hann snjóbræðslukerfi, það væri saga til næsta bæjar...
Hér getið þið lesið lýsingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiðarvirkjun í stuttu og hnitmiðuðu máli.
Ég undra mig aðallega á þögn þeirra sem svo oft hafa látið illa út af minni málum.
Virkjunin mun án alls vafa verða okkur hér fyrir austan fjall mikil lyftistöng því margfeldiáhrif af framkæmd af þessari stærðargráðu eru gríðarleg.
Síðan eru ýmsir möguleikar eðlilega fólgnir í jafnstórri framkvæmd voldugs fyrirtækis og fundarmenn komu með margar góðar hugmyndir eins og að Orkuveitan myndi lýsa upp Suðurlandsveginn og já og jafnvel setja í hann snjóbræðslukerfi, það væri saga til næsta bæjar...
Hér getið þið lesið lýsingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiðarvirkjun í stuttu og hnitmiðuðu máli.
Comments:
Skrifa ummæli