15. febrúar 2004
Kjörís IDOL var haldið á föstudagskvöldið og var gríðarlega góð stemning meðal þátttakenda og áhorfenda. Vel mætt á lagerinn sem var sérstaklega skemmtilega skreyttur í tilefni kvöldsins.
7 atriði voru flutt og dæmdi sérstök dómnefnd flytjendurna með tilþrifum sem hefðu sómt sér vel í sjónvarssal. Allir þátttakendur stóðu uppi sem sigurvegarar enda þarf kjark til að syngja frammi fyrir svona stórum hópi. En að lokum stendur alltaf einn uppi sem sigurvegari og þetta kvöld labbaði Elsa Busk út með pálmann í höndunum eftir snilldarflutning á Cat Stevens lagi sem ég bara man því miður ekki hvað heitir. Hún fer sem fulltrúi Kjörís á Lions skemmtunina sem haldin verður hér í bæ á vormánuðum.
Kjörís fólkið fyllti síðan Snúllabar og skemmti sér eins og því einu er lagið LANGT fram eftir nóttu.
Mikið fjör! Nú getum við ekki beðið eftir 13. mars en þá er næsta skemmtun. Árshátíð Kjörís í Fjörukránni í Hafnarfirði.
7 atriði voru flutt og dæmdi sérstök dómnefnd flytjendurna með tilþrifum sem hefðu sómt sér vel í sjónvarssal. Allir þátttakendur stóðu uppi sem sigurvegarar enda þarf kjark til að syngja frammi fyrir svona stórum hópi. En að lokum stendur alltaf einn uppi sem sigurvegari og þetta kvöld labbaði Elsa Busk út með pálmann í höndunum eftir snilldarflutning á Cat Stevens lagi sem ég bara man því miður ekki hvað heitir. Hún fer sem fulltrúi Kjörís á Lions skemmtunina sem haldin verður hér í bæ á vormánuðum.
Kjörís fólkið fyllti síðan Snúllabar og skemmti sér eins og því einu er lagið LANGT fram eftir nóttu.
Mikið fjör! Nú getum við ekki beðið eftir 13. mars en þá er næsta skemmtun. Árshátíð Kjörís í Fjörukránni í Hafnarfirði.
Comments:
Skrifa ummæli