25. febrúar 2004
Bæjarblaðið var að detta inn um lúguna og eins og alltaf var slegist um að lesa blaðið. Kiddi er lista ljósmyndari og myndin af Garðyrkjuskólanum á Reykjum á baksíðunni er flott. Hveragerði frá allt öðrum sjónarhóli en venjulega. Fátt slær þó út myndirnar hans af Hveragerðiskirkju. Þær eru hrein snilld.
------
Tek undir þá skoðun að eitt af því sem vantar hér í Hveragerði er bæjarblað sem kæmi út t.d. tvisvar í mánuði. Það blað yrði vettvangur ALLRA bæjarbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri og ekki síst tilkynningum og auglýsingum. Þessi eilífu dreifbréf í hvert hús yrðu þá undantekning frekar en regla eins og nú er. Bæjarbúar gætu gengið að upplýsingum og auglýsingum um viðburði á einum stað og þannig myndu minnka líkurnar á því að atburðir færu framhjá þorra fólks.
------
Það vissu það til dæmis ekki margir að um síðustu helgi var Lárus Jónsson, körfuboltakappi, valinn íþróttamaður Hamars. Feikna góður íþróttamaður sem á titilinn sannarlega skilinn. Einnig voru verðlaunaðir þeir íþróttamenn sem þóttu skara framúr innan sinnar deildar og var það efnilegur hópur.
Bæjarstjórn samþykkt nýverið að standa að vali á íþróttamanni Hveragerðis. Verði það að veruleika eiga þeir Hvergerðingar líka möguleika á að vera valdir sem stunda sína íþrótt utan íþróttafélagsins Hamars.
Þeir eru þónokkrir og margir hverjir hafa skipað sér í fremstu röð í sinni grein.
------
Tek undir þá skoðun að eitt af því sem vantar hér í Hveragerði er bæjarblað sem kæmi út t.d. tvisvar í mánuði. Það blað yrði vettvangur ALLRA bæjarbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri og ekki síst tilkynningum og auglýsingum. Þessi eilífu dreifbréf í hvert hús yrðu þá undantekning frekar en regla eins og nú er. Bæjarbúar gætu gengið að upplýsingum og auglýsingum um viðburði á einum stað og þannig myndu minnka líkurnar á því að atburðir færu framhjá þorra fólks.
------
Það vissu það til dæmis ekki margir að um síðustu helgi var Lárus Jónsson, körfuboltakappi, valinn íþróttamaður Hamars. Feikna góður íþróttamaður sem á titilinn sannarlega skilinn. Einnig voru verðlaunaðir þeir íþróttamenn sem þóttu skara framúr innan sinnar deildar og var það efnilegur hópur.
Bæjarstjórn samþykkt nýverið að standa að vali á íþróttamanni Hveragerðis. Verði það að veruleika eiga þeir Hvergerðingar líka möguleika á að vera valdir sem stunda sína íþrótt utan íþróttafélagsins Hamars.
Þeir eru þónokkrir og margir hverjir hafa skipað sér í fremstu röð í sinni grein.
Comments:
Skrifa ummæli