15. febrúar 2004
Fór á laugardag uppí Brekkuskóg í sumarbústað í boði Gunnu og Svövu. Þær eru að verða búnar að koma á ansi skemmtilegri hefð með því að bjóða okkur nokkrum þreyttum og þjökuðum húsmæðrum í sumarbústað yfir helgi þar sem hannyrðir skipa aðalhlutverkið. Það trúir þessu enginn! Veit ekki hvort fólk heldur að maður sé svona ómyndarleg í höndunum eða hvort fólk hefur ekki trú á því að hægt sé að draga okkur uppúr heita pottinum eða frá matarborðinu þegar slíkt býðst líka. En við saumuðum heilan helling. Krosssaumur er eiginlega skyldustykki í þessum ferðum. Inga Halla kom með sokka á prjónum og leið, fannst mér, hálf illa með jafn metnaðarlausa handavinnu :-) Helga í Kjarri sló nú allt út með svo flókið útsaum að það hálfa hefði verið alveg nóg. Það er reyndar alveg sama hvað við gerum við getum aldrei komist með tærnar þar sem Gunna hefur hælana í þessum efnum. Mín pínulitlu jólahandklæði hafa þó þann kost að önnnum kafnar húsmæður geta kannski einhvern tíma klárað þau.
Annars var mikið skrafað, svamlað í pottinum, þær hraustu fóru í gönguferð, svo var skrafflað og BORÐAÐ.
Annars var mikið skrafað, svamlað í pottinum, þær hraustu fóru í gönguferð, svo var skrafflað og BORÐAÐ.
Comments:
Skrifa ummæli