<$BlogRSDUrl$>

31. maí 2017

Er hamingjusamur eigandi Kia Sorento í dag.  Skoðuðum einn bíl og keyptum hann bara.  Sparaði okkur ómæld leiðindi við að þræða bílasölur, spá og spekúlera.  Mér er sagt að Kia bili ekki fyrr en við 200 þúsund kílómetrana svo ætli við eigum bara ekki þennan þangað til :-)

Hitti Friðrik bæjarfulltrúa í morgun og fórum við yfir ýmis mál sem í gangi eru.  Það er fundur í bæjarráði á morgun, fimmtudag, og því ræddum við nokkuð þau mál sem þar eru á dagskrá.  Þar er til dæmis lögð fram tillaga um að breyta róluvellinum í Heiðarbrún í einbýlishúsalóð.  Það teljum við vel mögulegt án þess að skerða gæði hverfisins þar sem nú er verið að byggja þar í grenndinni nýjan leikskóla með gríðarstórri lóð sem verður opin fyrir alla utan opnunartíma leikskólans.  Þar við hliðina er einnig stórt óbyggt svæði þar sem gert er ráð fyrir grænu opnu svæði til ýmissa nota.  Leikvöllurinn er því betur nýttur til húsbygginga þegar svona háttar.

Átti góðan fund í Velferðarráðuneytinu þar sem ég, Ásta og Guðlau frá Árborg og Sólveig verkefnastjóri fórum yfir stöðuna varðanda flóttamennina frá Sýrlandi.  Við erum afskaplega ánægð með þetta verkefni og teljum að enn sem komið er hafi það tekist nokkuð hnökralaust.

Hitti síðan Gísla og Yngva Tý sem nú vinna að fjármögnun og hönnun fjölda íbúða á Eden lóðinni og að uppbyggingu á Tívlolí lóðinni.  Það virðist allt vera að smella svo það verður spennandi að fylgjast með þróuninni næstu misserin.

Síðdegis vann ég í OneSystem skjalastjórnunarkerfinu og var svo yfir mig ánægð þegar mér tókst að hreinsa til á mínu borði þar.  Gerist ekki á hverjum degi :-)

Í kvöld var svo ömmu og afa kvöld í Borgarheiðinni.  Steingrímur Darri lék á alls oddi en stóri bróðir var úrvinda og svaf allan tímann.  Það er fjör á Ölverk fjölskyldunni núna enda nóg að gera :-)

30. maí 2017

Góður dagur á skrifstofunni í dag.  Átti fund með leikskólastjórum Undralands vegna undirbúnings opnunar nýja leikskólans.  Þar þarf nú að fara að skipuleggja innkaup á húsbúnaði og tækjum og fara yfir mönnun.  Ljóst er að ráð þarf starfsmann meðal annars í eldhús en gert er ráð fyrir að einnig verði eldað fyrir leikskólann Óskaland í nýja húsinu.  Nýjar reglur um inntöku barna og umsóknir voru lagðar fyrir bæjarstjórn á síðasta fundi en þær eru um margt breyttar frá því sem nú er.   Síðari umræða er í næstu viku og þar með ætti breytingin að taka gildi.  Gerist það mun biðlistinn breytast og elsta barn á lista ávallt fá fyrst boð um leikskólavistun.

Fulltrúar íbúa í Heiðmörk 18-28 komu á fund til að ræða málefni götunnar sem þau búa við en hún er síðasta ómalbikaða gatan í Hveragerði.  Erindi frá þeim verður lagt fyrir bæjarráð í vikunni. Samkvæmt stefnukrá D-listans var ætlunin að klára það verk á kjörtímabilinu svo ætli beiðnin fái ekki jákvæða afgreiðslu enda löngu tímabært að útrýma öllum malargötum í bænum.

Í kvöld var íbúafundur þar sem rætt var um framtíðarsýn og mögulegar sameiningar í Árnessýslu.  Skemmtilegur fundur en fámennur.  Spurning hvort að það áhugaleysi endurspegli áhuga íbúa á sameiningu Hveragerðisbæjar við nágrannasveitarsrfélögin ?

Lárus minn á afmæli í dag ---  fórum því út að borða í einu hendingskasti enda ekki tími til annars.  Pizza á Ölverk varð fyrir valinu.  Mæli með gráðaost og döðlu pizzunni og zaatar brauðinu með bjórostasósunni - ótrúlega gott :-)

Svona í tilefni dagsins set ég hérna þessa flottu mynd af feðgunum - sérstaklega þar serm Albert minn á afmæli á morgun !
´


29. maí 2017

Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að neyðast til að kaupa bíl.  Nema ef vera skyldi að panta flugferðir á dohop sem er líka ömurlegt (ef margir flugleggir) ! ! ! 

En Lárus seldi Benzann minn í síðustu viku og nú keyri ég um að Volvo Station árgerð 1995.  Er reyndar alveg hreint ágætur bíll, sérstaklega þegar maður er sestur inn í hann.  Utanfrá séð ber hann aldurinn ekki nógu vel en hann fer alltaf í gang og bilar aldrei stórkostlega.  En það er frekar hvimleitt að það er ekki hægt að læsa honum þannig að ég þarf alltaf að taka ALLT dótið mitt með mér hvert sem ég fer og get þar af leiðandi ekki verslað neitt nema að fara beint heim með vörurnar. Það er semsagt afar gott sparnaðarráð að eiga gamlan bíl sem ekki er hægt að læsa sérstaklega í Reykjavíkur ferðum.  

En það er annað sem er merkilegra !   Ég fæ aldrei stæði beint fyrir framan neina stofnun.  Það eru álög á mér að fá yfirleitt vond stæði og langt í burtu frá öllu og öllum.  Nema núna þegar ég ek um á Volvo árgerð 1995 með óteljandi ryðblettum og beyglum og hespuloku á hanskahólfinu - núna fæ ég alltaf stæði beint fyrir framan allar stofnanir.  Beint fyrir framan verslanir, ráðuneytin og skrifstofur.  Held að einhver mér æðri sé að gera grín að mér...   Verð reyndar að geta þess að Volvoinn er með einkanúmer - K909 - það er meira virði en bíllinn :-)

28. maí 2017

Hef stundum velt fyrir mér hvort að allir hafi svona mikið að gera.  Reyndar held ég að svo sé enda flestir sem ég þekki afar uppteknir við ýmis skemmtielg verkefni.

En að undanförnu hef ég svona meðal annars fagnað 85 ára afmæli Sigfúsar föðurbróður sem alltaf er jafn ern og duglegur en slíkar stundir eru dýrmætar.  Fögnuðum einnig fjölskyldan afmæli Hafsteins hennar Guðrúnar systur sem er mikill dugnaðarforkur eins og flestir vita. :-).    Við fórum síðan systur með Óskari frænda okkar út að borða og síðan á Mama Mía í Borgarleikhúsinu en hann hefur sjálfsagt séð sýninguna hátt í 50 sinnum - og núna loksins með okkur.  Það var þrælskemmtilegt enda félagsskapurinn góður.  Á laugardaginn var prufukeyrsla á Ölverk - fjölda fólks boðið og ansi líflegt eins og gefur að skilja.  Rakel og Guðjón mættu með Oliver og Stefán og endaði sú heimsókn hér heima í garði í góða veðrinu.  Ungu mennirnir úr Borgarheiðinni eru síðan búnir að vera hér meira og minna enda foreldrarnir óneitanlega uppteknir við annað :-)

24. maí 2017

Læknisheimsóknin á þriðjudaginn í síðustu viku leiddi af sér allsherjar rannsókn daginn eftir.  Verð að hrósa Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir frábæra þjónustu en þau tóku alls konar próf og settu mig í sneiðmyndatækið þeirra nýja og allar niðurstöður lágu fyrir samdægurs.  Frábært alveg hreiunt. Sterar, pensillín og púst í kaupbæti og þá ætti ennis- og kinnholur vonandi að verða góðar !

Annars fóru dagarnir í sumarfríinu mínu að stóru leyti í tiltekt á Ölverk eða pössun á litlu ömmustrákunum mínum.  Enda nóg að gera hjá Laufeyju og Ella sem opnuðu Ölverk á sunnudaginn síðasta.  Ég er óskaplega stolt af þeim og staðnum sem þau hafa innréttað og komið í gang með félögum sínum þeim Ragnari Karli Gústafssyni og Magnúsi Má Kristinssyni.  Nú er bara að krossleggja fingur og vona að það gangi vel hjá þeim.

23. maí 2017

Þessi pest ætlar ekkert að sleppa takinu svo ég endaði hjá lækni í dag þar sem geðið er nú alveg að verða búið að fá yfir sig nóg af þessu.  Vonandi ber heimsóknin einhvern árangur !

Annars var nóg að gera í vinnunni en meðal þess helsta var heimsókn ráðherra og starfsmanna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis en þau hittu mig, Ástu í Árborg og Eyþór, forseta bæjarstjórnar, á fundi á veitingastaðnum Varmá í hádeginu.  Fínn fundur þar sem við fórum yfir margt af því sem er í umræðunni hér um slóðir. 

Hitti nokkra einstaklinga í dag vegna margvíslegra mála.   Meðal annars launamála starfsmanna, lóða mála og umhirðu, vegna skipulagsmála og fleira.  

Í kvöld skrapp ég til Reykjavíkur að hitta vinkonur úr MA.  Hittumst á Flórunni veitingastaðnum í Laugardal en þar fær maður svona raunverulea Eden tilfinningu :-)

17. maí 2017

Sundleikfimin slúttaði í kvöld og heimsóttum við af því tilefni Listasafnið og borðuðum svo saman frábæran mat á Hótel Örk.  Ég var reyndar algjör boðflenna því ég hef, held ég, mætt í sundið einu sinni í allan vetur.   Er samt svo óendanlega þakklát mínum góðu vinkonum að leyfa mér að vera með því þetta var góður endir á annars nokkuð strembnum degi.

Dagurinn var aðallega erfiður því ég fékk einhverja bévítans slæmsku í augað og er búin að vera að ergja mig á því í allan dag.  Er eins og karlmaður að því leiti að ég þoli afar illa þegar líkaminn er í ólagi og verð ógurlega geðvond þegar þannig er! 

Síðan bætti það nú ekki daginn að sitja í um 5 klukkustundir í viðtölum vegna starfsmats.  Ekki starfsmannasamtöl heldur starfsmats samtal!   Gæti hugsað mér önnur skemmtilegri verkefni þó að það hafi verið ánægjulegt að vera með bæði Maríu og Jóhönnu í þessu verkefni enda eru vandfundnar betri konur og samstarfsmenn.  Ánægjulegt aftur á móti að ég slapp við 5 klukkustundir í viðbót - þar vorum við Ari heppin :-)

Með einu auga gerði ég fundargerð bæjarráðs síðdegis og þunglyndið var þá verulega farið að tikka inn....  Sundleikfimin bjargaði því geðheilsu dagsins - þúsund þakkir fyrir það.  Ég lofa að mæta betur næsta vetur.

OG mínar kæru.... það voru steiktir hamborgarar hér í fyrradag  :-)16. maí 2017

Koma sýrlensku flóttamannanna hefur auðgað líf okkar hér í Hveragerði enda gengur þeim vel að samlagast.

Hann Omran sem starfar hér sem túlkur er afskaplega flinkur hönnuður og gerði m.a. þessa flottu mynd sem hann gaf mér.

Þetta er semsagt nafnið "Hveragerði" á skrautritaðri arabísku.  Þetta finnst mér flott...
----------------
Annasamur dagur í dag.  Undirbjó fundarboð bæjarráðs í morgun, svaraði erindum og tölvupóstum.  Klukkan eitt flutti ég inngangserindi á málþingi um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.  Gat því miður ekki setið allt málþingið sem annars var afar athyglisvert vegna fundar hér fyrir austan.  En við höfðum fyrir nokkru ákveðið að hittast starfsmenn bæjarskrifstofu og skoða aðstöðuna í Arionbanka húsinu.  Við fórum yfir drögin að innra skipulagi sem eru komin fram og skoðuðum síðan húsið.  Gerðum síðan eftirmiðdaginn að starfsmanna huggu hittingi og heimsóttum Steinasafnið Ljósbrá sem er einstaklega skemmtilegt, vil endilega hvetja alla til að kíkja þar við.  Ókeypis aðgangur meira að segja!  Enduðum síðan góðan dag heima hjá Ara og Rúnu á Þurá en Ari hættir nú sem umhverfisfulltrúi og hverfur til annarra starfa. Það er meiriháttar að sjá hversu flott er orðið hjá þeim á Þurá og ekki spilltu frábærar móttökurnar fyrir !

15. maí 2017


Fyrir hádegi í dag hittust meðlimir í NOS (nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi utan Árborgar).  Fundurinn var haldinn í húsnæði Arion banka þar sem Skóla- og velferðarþjónustan er til húsa. Ræddum við þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi húsnæðismál þjónustunnar núna þegar styttist í að framkvæmdir hefjist við Arionbanka þar sem ráðhús Hveragerðisbæjar verður innréttað.  Flækjustigið í þessu öllu er töluvert enda margir að flytjast um set næstu mánuði.
Undraland fer í nýjan leikskóla og frístundaskólinn í Undraland. Bæjarskrifstofan í nýtt ráðhús í miðbænum og Almar bakari í bæjarskrifstofuna.  Skóla- og velferðarþjónustan þarf einhvers staðar að vera þar til hún fær nýtt húsnæði og síðan er einnig verið að skoða hvar félagsmiðstöð unglinga verður best fyrirkomið.  Jebb það er að nógu að huga :-)

Eftir hádegi var fundur í nýskipuðum starfshópi sem á að skila af sér orkunýtingarstefnu fyrir Suðurland í haust.  Það er krefjandi en skemmtilegt verkefni í vel skipuðum hópi.

Kom seint heim og betri helmingurinn vildi ekki fara með mér að borða á Heilsustofnun. Fór því ein og naut mín vel.  Frábær matur eins og alltaf, guðdómleg hnetusteik og grænmetislasagne.  Á fimmtudaginn á að opna matsöluna undir nýjum formerkjum og mun hún frá þeim degi heita Mathús Jónasar til heiðurs Jónasi Kristjánssyni sem stofnaði Heilsustofnun eða Heilsuhælið eins og það hét þá.

Meirihlutafundur í kvöld og margt sem þurfti að fara yfir. Alltaf líflegt !  Eftir fundinn kláraði ég ræðu sem ég á að flytja á málþingi á morgun um innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
----------
Fyrir þá sem fylgjast af áhuga með því hvernig mér gengur að halda loforðin sem ég var að gefa sjálfri mér nú nýlega er rétt að halda til haga að það að vera farin að sofa kl. 24:00 gerir að verkum að afar erfitt er að halda öll hin ! Það er viss ómöguleiki í þessu finnst mér, en ég er virkilega að reyna, þetta er til dæmis meira en 3 línu færsla - rétt að vekja athygli á því :-)


Langaði síðan að deila með ykkur þessari flottu mynd af Alberti mínum(hægra megin)  sem er núna í Austurríki með vinum sínum í skólaferðalagi.  Hann er búinn að vera í lýðháskóla í Danmörku í allan vetur og líkar vel.  Það styttist þó í að hann skili sér heim aftur sem er löngu tímabært finnst mömmunni :-)

14. maí 2017

Var hálfnu'ð með krossgátuna í Mogganum þegar Albert frændi og Óskar mættu í morgunkaffi.  Þeir kíkja stundum, feðgarnir, þegar þeir eru hér í Hveragerði yfir helgi sem skeður sem betur fer nokkuð oft.  Bakaði helling eftir hádegi og fór með kaffi niður í Ölverk þar sem allt er á fullu við að undirbúa opnun.  "Stal" þaðan báðum barnabörnunum og naut samvista við þá ungu menn fram að kvöldmat.
Hitti stjórn Kvenfélags Hveragerðis í kvöld en við ræddum um nýtingu á húsi félagsins við Fljótsmörk. Skemmtilegur og góður fundur.  Undirbjó síðan ræðu sem ég tók að mér að flytja á ráðstefnu um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðst fólks.

13. maí 2017

Gróðurhúsið mitt tekur drjúgan tíma þessa dagana og þegar við Haraldur Fróði vöknuðum fórum við út að vinna.  Ég að umptta og hanna að "mála" það er aðal skemmtunin núna - að mála með vatni á alls sem fyrir verður.

Eftir hádegi fylgdum við Jóni Helga Hálfdanarsyni síðasta spölinn.  Afar falleg athöfn og í anda Jóns Helga, þess mikla lífskúnstners og gleðimanns.

Valdimar Hjaltason, frændi minn frá Raftholti,  hélt upp á 40 ára afmælið sítt í gærkvöldi með miklum glæsibrag.  Virkilega gaman að hitta ættingjana og vini og ekki síður var gaman að sjá hversu vel Bersteinn og fyrirtækið heldur utan um sitt fólk.

12. maí 2017

Skrifaði undir samninga um þjónustu sem nemendur í 7. Og 10 bekk hafa innt af hendi í vetur.  Ekki seinna vænna en í þessu eins of oft áður gildir "Betra er seint en aldrei". Eftir undirritunina fór fram keppni milli nemenda í 6. Bekk um það hvaða heimatibúni bíll kæmist lengst.  Stórskemmtilegt og flott hjá þessum duglegu krökkum.

Tók mér frí eftir hádegi og heimsótti Gýgjarhólskot og lömbin sem þar eru að fæðast þessa dagana.  Við fórum saman mæðgurnar með tveimur ungum mönnum.  Annar þeirra orðinn nógu stór til að hafa ánægju af lambaferð :-)

Haraldur Fróði fékk síðan að gista hjá ömmu svo hún væri ekki ein heima en afi skrapp til Akureyrar með ís.  Barnabörnin eru miklir gullmolar. !

11. maí 2017

Fundamaraþon í dag !

Fundur í nefndinni um eflingu sveitarfélaganna í Árnessýslu  á Selfossi í hádeginu.  Strax að honum loknum var aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands haldinn á sama stað.  Áhugaverður enda gott félag.  Á fundinn kom fulltrúi frá Sæbýli á Eyrarbakka og kynnti fyrir okkur sæeyra eldi.  Merkilegt og metnaðarfullt.  Boðið var uppá smakk en sú sem þetta ritar en nú matvandari en svo að sæeyra yrði prófað.  Að lokum var svo fundur um fjarnám á Suðurlandi þar sem skýrsla var kynnt sem unnin hafði verið um efnið af SASS.

Mjög þéttur fundur í bæjarstjórn síðdegis þar sem hæst bar samning um flutning a´bæjarskrifstofunum í gamla Arion banka húsið.  Það verður án vafa mikil lyftistöng fyrir miðbæinn þegar bæjarskrifstofurnar færast þangað á haustmánuðum.

10. maí 2017

Átti góðan fund í dag með kollegum í Árborg um stöðu flóttamannanna okkar sem hingað komu frá Sýrlandi í byrjun árs.  Óhætt er að segja að verkefnið gangi framar öllum vonum og ekkert hefur komið uppá sem skyggt getur á það. 

Hitti einnig aðila sem hafa eignast gríðarlega stór landsvæði innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar og vinna nú að hugmyndum um uppbyggingu á þeim.  Þeir sem halda að Hveragerðisbær sé landlaust sveitarfélag án möguleika til vaxtar ættu að kynna sér landamerkin hér fyrir neðan þjóðveg þar sem hæglega mætti reisa jafnfjölmennt bæjarfélag og Hveragerði er nú þegar. 

Hitti skemmtilegan hóp síðdegis sem er að skipuleggja afar áhugaverðan viðburð hér í Hveragerði í vetur.  Það verður eitthvað ef af verður...


9. maí 2017


Átti fund í hádeginu með lögmönnum vegna verkefnis inní Dal.  Þar erum við að vinna að rammasamkomulagi um uppbyggingu sem verður heilmikil ef vel tekst til.   Spennandi og skemmtilegt verkefni.

Hitti aðilana sem eru að vinna að uppbyggingu á Eden reitnum og Tívolí reitnum.  Þar er allt komið á fullan skrið. Verið er að leggja lokahönd á deiliskipulagið sem er afskaplega glæsilegt.  79 íbúðir eru á reitnum af ýmsum stærðum en lögð er áhersla á að þetta verði hagstæðar íbúðir og þar af leiðandi ódýrari en flest sem er á markaðnum í dag.

Fundaði einnig með Þórhalla Einarssyni sem er eigandi lóða í miðbænum og náðum við ágætri lendingu varðandi lóðamörk hans svæða gagnvart gildandi deiliskipulagi.  Verður lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar á næsta fundi.

Undirbjó mál fyrir bæjarstjórnarfund sem haldinn verður á fimmtudaginn.  Þar eru mörg stór mál til umfjöllunar enda mikið um að vera í bæjarfélaginu núna.

8. maí 2017

Nú afsaka ég ekki neitt heldur hendi inn færslu - betra er seint en aldrei !

Ég var nefnilega að ákveða að ákveðna hluti yrði ég að gera á hverjum degi :-)

Allt hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan í alltof langan tíma.  Nú bý ég mér til skema eins og leikskólabörnin hafa og gef sjálfri mér stjörnur ef þetta tekst hjá mér.   This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet