11. maí 2017
Fundamaraþon í dag !
Fundur í nefndinni um eflingu sveitarfélaganna í Árnessýslu á Selfossi í hádeginu. Strax að honum loknum var aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands haldinn á sama stað. Áhugaverður enda gott félag. Á fundinn kom fulltrúi frá Sæbýli á Eyrarbakka og kynnti fyrir okkur sæeyra eldi. Merkilegt og metnaðarfullt. Boðið var uppá smakk en sú sem þetta ritar en nú matvandari en svo að sæeyra yrði prófað. Að lokum var svo fundur um fjarnám á Suðurlandi þar sem skýrsla var kynnt sem unnin hafði verið um efnið af SASS.
Mjög þéttur fundur í bæjarstjórn síðdegis þar sem hæst bar samning um flutning a´bæjarskrifstofunum í gamla Arion banka húsið. Það verður án vafa mikil lyftistöng fyrir miðbæinn þegar bæjarskrifstofurnar færast þangað á haustmánuðum.
Fundur í nefndinni um eflingu sveitarfélaganna í Árnessýslu á Selfossi í hádeginu. Strax að honum loknum var aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands haldinn á sama stað. Áhugaverður enda gott félag. Á fundinn kom fulltrúi frá Sæbýli á Eyrarbakka og kynnti fyrir okkur sæeyra eldi. Merkilegt og metnaðarfullt. Boðið var uppá smakk en sú sem þetta ritar en nú matvandari en svo að sæeyra yrði prófað. Að lokum var svo fundur um fjarnám á Suðurlandi þar sem skýrsla var kynnt sem unnin hafði verið um efnið af SASS.
Mjög þéttur fundur í bæjarstjórn síðdegis þar sem hæst bar samning um flutning a´bæjarskrifstofunum í gamla Arion banka húsið. Það verður án vafa mikil lyftistöng fyrir miðbæinn þegar bæjarskrifstofurnar færast þangað á haustmánuðum.
Comments:
Skrifa ummæli