14. maí 2017
Var hálfnu'ð með krossgátuna í Mogganum þegar Albert frændi og Óskar mættu í morgunkaffi. Þeir kíkja stundum, feðgarnir, þegar þeir eru hér í Hveragerði yfir helgi sem skeður sem betur fer nokkuð oft. Bakaði helling eftir hádegi og fór með kaffi niður í Ölverk þar sem allt er á fullu við að undirbúa opnun. "Stal" þaðan báðum barnabörnunum og naut samvista við þá ungu menn fram að kvöldmat.
Hitti stjórn Kvenfélags Hveragerðis í kvöld en við ræddum um nýtingu á húsi félagsins við Fljótsmörk. Skemmtilegur og góður fundur. Undirbjó síðan ræðu sem ég tók að mér að flytja á ráðstefnu um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðst fólks.
Hitti stjórn Kvenfélags Hveragerðis í kvöld en við ræddum um nýtingu á húsi félagsins við Fljótsmörk. Skemmtilegur og góður fundur. Undirbjó síðan ræðu sem ég tók að mér að flytja á ráðstefnu um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðst fólks.
Comments:
Skrifa ummæli