29. maí 2017
Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að neyðast til að kaupa bíl. Nema ef vera skyldi að panta flugferðir á dohop sem er líka ömurlegt (ef margir flugleggir) ! ! !
En Lárus seldi Benzann minn í síðustu viku og nú keyri ég um að Volvo Station árgerð 1995. Er reyndar alveg hreint ágætur bíll, sérstaklega þegar maður er sestur inn í hann. Utanfrá séð ber hann aldurinn ekki nógu vel en hann fer alltaf í gang og bilar aldrei stórkostlega. En það er frekar hvimleitt að það er ekki hægt að læsa honum þannig að ég þarf alltaf að taka ALLT dótið mitt með mér hvert sem ég fer og get þar af leiðandi ekki verslað neitt nema að fara beint heim með vörurnar. Það er semsagt afar gott sparnaðarráð að eiga gamlan bíl sem ekki er hægt að læsa sérstaklega í Reykjavíkur ferðum.
En það er annað sem er merkilegra ! Ég fæ aldrei stæði beint fyrir framan neina stofnun. Það eru álög á mér að fá yfirleitt vond stæði og langt í burtu frá öllu og öllum. Nema núna þegar ég ek um á Volvo árgerð 1995 með óteljandi ryðblettum og beyglum og hespuloku á hanskahólfinu - núna fæ ég alltaf stæði beint fyrir framan allar stofnanir. Beint fyrir framan verslanir, ráðuneytin og skrifstofur. Held að einhver mér æðri sé að gera grín að mér... Verð reyndar að geta þess að Volvoinn er með einkanúmer - K909 - það er meira virði en bíllinn :-)
Comments:
Skrifa ummæli