17. maí 2017
Sundleikfimin slúttaði í kvöld og heimsóttum við af því tilefni Listasafnið og borðuðum svo saman frábæran mat á Hótel Örk. Ég var reyndar algjör boðflenna því ég hef, held ég, mætt í sundið einu sinni í allan vetur. Er samt svo óendanlega þakklát mínum góðu vinkonum að leyfa mér að vera með því þetta var góður endir á annars nokkuð strembnum degi.
Dagurinn var aðallega erfiður því ég fékk einhverja bévítans slæmsku í augað og er búin að vera að ergja mig á því í allan dag. Er eins og karlmaður að því leiti að ég þoli afar illa þegar líkaminn er í ólagi og verð ógurlega geðvond þegar þannig er!
Síðan bætti það nú ekki daginn að sitja í um 5 klukkustundir í viðtölum vegna starfsmats. Ekki starfsmannasamtöl heldur starfsmats samtal! Gæti hugsað mér önnur skemmtilegri verkefni þó að það hafi verið ánægjulegt að vera með bæði Maríu og Jóhönnu í þessu verkefni enda eru vandfundnar betri konur og samstarfsmenn. Ánægjulegt aftur á móti að ég slapp við 5 klukkustundir í viðbót - þar vorum við Ari heppin :-)
Með einu auga gerði ég fundargerð bæjarráðs síðdegis og þunglyndið var þá verulega farið að tikka inn.... Sundleikfimin bjargaði því geðheilsu dagsins - þúsund þakkir fyrir það. Ég lofa að mæta betur næsta vetur.
OG mínar kæru.... það voru steiktir hamborgarar hér í fyrradag :-)
Comments:
Skrifa ummæli