10. maí 2017
Átti góðan fund í dag með kollegum í Árborg um stöðu flóttamannanna okkar sem hingað komu frá Sýrlandi í byrjun árs. Óhætt er að segja að verkefnið gangi framar öllum vonum og ekkert hefur komið uppá sem skyggt getur á það.
Hitti einnig aðila sem hafa eignast gríðarlega stór landsvæði innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar og vinna nú að hugmyndum um uppbyggingu á þeim. Þeir sem halda að Hveragerðisbær sé landlaust sveitarfélag án möguleika til vaxtar ættu að kynna sér landamerkin hér fyrir neðan þjóðveg þar sem hæglega mætti reisa jafnfjölmennt bæjarfélag og Hveragerði er nú þegar.
Hitti skemmtilegan hóp síðdegis sem er að skipuleggja afar áhugaverðan viðburð hér í Hveragerði í vetur. Það verður eitthvað ef af verður...
Comments:
Skrifa ummæli