23. maí 2017
Þessi pest ætlar ekkert að sleppa takinu svo ég endaði hjá lækni í dag þar sem geðið er nú alveg að verða búið að fá yfir sig nóg af þessu. Vonandi ber heimsóknin einhvern árangur !
Annars var nóg að gera í vinnunni en meðal þess helsta var heimsókn ráðherra og starfsmanna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis en þau hittu mig, Ástu í Árborg og Eyþór, forseta bæjarstjórnar, á fundi á veitingastaðnum Varmá í hádeginu. Fínn fundur þar sem við fórum yfir margt af því sem er í umræðunni hér um slóðir.
Hitti nokkra einstaklinga í dag vegna margvíslegra mála. Meðal annars launamála starfsmanna, lóða mála og umhirðu, vegna skipulagsmála og fleira.
Í kvöld skrapp ég til Reykjavíkur að hitta vinkonur úr MA. Hittumst á Flórunni veitingastaðnum í Laugardal en þar fær maður svona raunverulea Eden tilfinningu :-)
Comments:
Skrifa ummæli