9. maí 2017
Átti fund í hádeginu með lögmönnum vegna verkefnis inní Dal. Þar erum við að vinna að rammasamkomulagi um uppbyggingu sem verður heilmikil ef vel tekst til. Spennandi og skemmtilegt verkefni.
Hitti aðilana sem eru að vinna að uppbyggingu á Eden reitnum og Tívolí reitnum. Þar er allt komið á fullan skrið. Verið er að leggja lokahönd á deiliskipulagið sem er afskaplega glæsilegt. 79 íbúðir eru á reitnum af ýmsum stærðum en lögð er áhersla á að þetta verði hagstæðar íbúðir og þar af leiðandi ódýrari en flest sem er á markaðnum í dag.
Fundaði einnig með Þórhalla Einarssyni sem er eigandi lóða í miðbænum og náðum við ágætri lendingu varðandi lóðamörk hans svæða gagnvart gildandi deiliskipulagi. Verður lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar á næsta fundi.
Undirbjó mál fyrir bæjarstjórnarfund sem haldinn verður á fimmtudaginn. Þar eru mörg stór mál til umfjöllunar enda mikið um að vera í bæjarfélaginu núna.
Comments:
Skrifa ummæli