30. maí 2017
Góður dagur á skrifstofunni í dag. Átti fund með leikskólastjórum Undralands vegna undirbúnings opnunar nýja leikskólans. Þar þarf nú að fara að skipuleggja innkaup á húsbúnaði og tækjum og fara yfir mönnun. Ljóst er að ráð þarf starfsmann meðal annars í eldhús en gert er ráð fyrir að einnig verði eldað fyrir leikskólann Óskaland í nýja húsinu. Nýjar reglur um inntöku barna og umsóknir voru lagðar fyrir bæjarstjórn á síðasta fundi en þær eru um margt breyttar frá því sem nú er. Síðari umræða er í næstu viku og þar með ætti breytingin að taka gildi. Gerist það mun biðlistinn breytast og elsta barn á lista ávallt fá fyrst boð um leikskólavistun.
Fulltrúar íbúa í Heiðmörk 18-28 komu á fund til að ræða málefni götunnar sem þau búa við en hún er síðasta ómalbikaða gatan í Hveragerði. Erindi frá þeim verður lagt fyrir bæjarráð í vikunni. Samkvæmt stefnukrá D-listans var ætlunin að klára það verk á kjörtímabilinu svo ætli beiðnin fái ekki jákvæða afgreiðslu enda löngu tímabært að útrýma öllum malargötum í bænum.
Í kvöld var íbúafundur þar sem rætt var um framtíðarsýn og mögulegar sameiningar í Árnessýslu. Skemmtilegur fundur en fámennur. Spurning hvort að það áhugaleysi endurspegli áhuga íbúa á sameiningu Hveragerðisbæjar við nágrannasveitarsrfélögin ?
Lárus minn á afmæli í dag --- fórum því út að borða í einu hendingskasti enda ekki tími til annars. Pizza á Ölverk varð fyrir valinu. Mæli með gráðaost og döðlu pizzunni og zaatar brauðinu með bjórostasósunni - ótrúlega gott :-)
Svona í tilefni dagsins set ég hérna þessa flottu mynd af feðgunum - sérstaklega þar serm Albert minn á afmæli á morgun !
´
Fulltrúar íbúa í Heiðmörk 18-28 komu á fund til að ræða málefni götunnar sem þau búa við en hún er síðasta ómalbikaða gatan í Hveragerði. Erindi frá þeim verður lagt fyrir bæjarráð í vikunni. Samkvæmt stefnukrá D-listans var ætlunin að klára það verk á kjörtímabilinu svo ætli beiðnin fái ekki jákvæða afgreiðslu enda löngu tímabært að útrýma öllum malargötum í bænum.
Í kvöld var íbúafundur þar sem rætt var um framtíðarsýn og mögulegar sameiningar í Árnessýslu. Skemmtilegur fundur en fámennur. Spurning hvort að það áhugaleysi endurspegli áhuga íbúa á sameiningu Hveragerðisbæjar við nágrannasveitarsrfélögin ?
Lárus minn á afmæli í dag --- fórum því út að borða í einu hendingskasti enda ekki tími til annars. Pizza á Ölverk varð fyrir valinu. Mæli með gráðaost og döðlu pizzunni og zaatar brauðinu með bjórostasósunni - ótrúlega gott :-)
Svona í tilefni dagsins set ég hérna þessa flottu mynd af feðgunum - sérstaklega þar serm Albert minn á afmæli á morgun !
´
Comments:
Skrifa ummæli